Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 2
274 ALÞÝÐUHELGIN ég stundum að góðum kjörum um aðrar merkar bækur, sem mér fannst þá synd að sleppa. Áður en ég vissi af, átti ég t. d. töluvert af þjóðsögum. Gaman væri nú að eignast þær sem flestar! Svo komu tímaritin, ljóðin, rímurnar, og síðan koll af kolli. Ég vissi ekki af, fyrr en ég var orðinn alæta, ef svo mátti segja, safnaði öllu, sem ég komst yf- ir af íslenzkum bókum, og erlendum bókum um ísland og íslenzkt cfni að auki! Reynsla mín er sú, að bóka- söfnun getur hæglega orðið ólækn- andi ástríða. Maður berst áfram, án þess að fá rönd við reist. Þetta er eins og að lenda í snjóskriðu. Fyrst byrjar kannske einn köggull að velta ósköp hægt og rólega, en fyrr en varir hleður hann utan á sig, skriðan fer af stað,- hún vex að umfangi og hraða og steypist loks fram hröð og óstöðvandi. C.AMLAR BÆKUlt OG MIÐSTÖDVAOFNAR. — Yður hefur gengið furðu vel að ná í bækurnar. Hvaða útispjót höfð- uð þér helzt til þess? — Þau voru mörg. Það er skrum- laust, þó ég segi, að þessi söfnun mín hefur kostað mikla vinnu og drjúga fjármuni. Að vísu var ólíkt auðveld- ara að fást við bókasöfnun fvrir styrjöldina en nú hin síðustu árin. Þá voru bækur miklu lausari fyrir, margir vildu selja, en færri kaupa. Ég fór brátt að leita út um sveitir landsins og fékk þaðan marga góða bók. Meðal vina minna og prýði- lcgra samstarfsmanna hér í bænurn vil ég sérstaklega nefna eina stétt ínanna. Það voru miðstöðyakyndar- arnir. Þeir hafa hjálpað mér um sitthvað fágætt, sem annars hefði verið fórnað Loga. Sérstaklega fékk ég með þcim hætti hefti af tímarit- um, smápésum og blöðum, sumt merkilegt. Annars var það hrein furða, hvað fólki gat dottið í hug að brenna. En kannskc maður fari ekki fleiri orðum um þetta! — Svo hefur samkeppnin um bækurnar orðið harðari, þegar kom fram á styrjaldarárin? — Já, það brá svo við, þegar á fyrslu árum styrjaldarinnar, er al- menningur fékk aukið fé milli hand- anna, að margir tóku að safna ís- lenzkum bókum. Nú vildu margir kaupa, cn fáir sclja. Ég þckki fjölda manns, sem hóf bókasöfnun á þess- um árum. Margt af því voru ungir menn, sem á skömmum tíma hafa komizt ótrúlega langt í söfnun sinni. Eru þeir úr öllum stéttum, þar á meðal ýmsir verkamcnn og sjómenn. Flestir munu þeir vera, sem safna þjóðsögum og íslenzkum sagnaritum. Allmargir hafa einnig lagt áherzlu á tímarit og blöð, svo og ævisögur, Ijóð, ísl. skáldsögur, leiki'it o. s. frv. — En þér safnið öllum flokkum íslenzkra bóka? — Já, það er nú svo komið fyrir alllöngu. Eins og sakir standa, er ég ekki í „bindindi“ um neitt íslenzkt lesmál nema dagblöðin fjögur, Morg- unblaðið, Alþýðublaðið, Þjóðviljann og Vísi. Tímann á ég allan, þar eð hann hefur lengst af tillxeyrt viku- blöðunum. Og ég finn það raunar á mér, að sú stund kemur, er ég fcr að fást við dagblöðin, þótt rúmfi'ek séu! — Við hvaða bókaflokka heíur yð- ur orðið bczt ágengt? — Ég býst við, að þar megi eink- um nefna rímnasafnið. Mun það ekk- ert skrum, þótt ég fullyrði, að enginn einstaklingur eigi jafngott safn af rímum, hin almennu söfn ekki held- ur. Auk allra rímna, sem til eru sér- prentaðai', hef ég safnað hverri ein- ustu rímu og rímnabroti, sem mér er kunnugt um, að komið hafi í blöðum og tímaritum. Hef ég látið binda þau blöð öll sérstaklega og eru þau hér í „rímnahorninu11. Nú er svo komið, að mig vantar aðeins örfáa rímna- ílokka, sem sérprentaðir hafa verið. Hefur Gísli Jónsson járnsmiður ver- ið mér mjög hjálplcgur við rímna- söfnunina. — Eru ekki margar þessai'a rímna orðnar harla torgætar? — Jú. Allar 18. aldar rímur og ílestar rímur frá 19. öld eru nú mjög erfiðar viðfangs. Rímurnar gömlu hafa bókstaflega verið lesnar upp til agna. Af rímum frá Hrappseyjar- prentsmiðju — en þær á ég flcstai'. — eru nú aðeins örfá eintök til. HIÍ APPSE Y J ARBÆKUR. — Mætti ég fá að líta á Hrapps- eyjammurnar. — Velkomið! Hér er t. d. „Eitt ævintýri“, pi'enlað 1781. Það cr ríma, kveðin eftir Þorsteins þætti Austfirðings. Hcfur hún í-anglega verið eignuð Árna Böðvarssyni, en höfundurinn er síra Snorri á Húsa- felli, eins og Jón prófessor Helgason hefur bént á. Nafnið Snorri er bund- ið í endi rímunnar. Hér á ég einnig „Agnars konungs ævi Hróarssonai'“, en það eru rímur eftir Árna Böðv- arsson, pi'entaðar í Hrappsey 1777; Önnur útgáfa hinnar vinsælu Túna- rírnu Jóns lögsagnara Sigurðssonar var einnig meðal Hi'appseyjar- rímna, en ríman hafði fyrst verið prentuð 'í Kaupmannahöfn 1772. Aftan við Tímarímu er Skipafregn Árna Böðvarssonar, pi'entuð þar í fyrsta sinn. Kver þetta er nú afar fágætt. — Fyrst við erum fai'nir að tala um rímur þær, sem út komu á veg- um Hrappseyjarprentsmiðju, væri ekki úr vegi að líta á fleii'i bækur þaðan. — Já, þær eru hér til allmargar, en því miður ekki allar, enda mjög erfitt um vik að afla þeii'ra. Hér er elzta útgáfan af Atla síra Björns í Sauðlauksdal. Atli var tvisvar gefinn út í Hi'appsey, 1780 og 1783, og á ég þær útgáfur báðar. Fyrri útgáf- unni var dreift ókeypis, en hin síð- ari mun hafa verið seld vægu verði. Og þarna eru ljómandi góð eintök af báðum pi-entunum þeirx'a Hrappsey- inga á „Annálum þess fróma og vel- virta sáluga Björns Jónssonar á Skarðsá“, en það er titill alþýðuút- gáfunnar af annálunum. Stjórnend- ur Hrappseyjarprentsmiðju höfðu þann hátt á um nokkrar meiri háttar útgáfubækur sínar, að gefa þær út í tveim útgáfum samtímis, annani handa „almúga á íslandi“, hinni handa „lærðum mönnum og útlend- ingum“. Lærðra manna útgáfan af Skarðsárannál er í tveim bindum. Er annállinn þar pi'entaður á ís- lenzku á annarri síðunni, en latncsk þýðing á hinni. — Hvaða bækur eru þarna hjá annálunum? Eru það ckki Hrappseyj- ai’bækur? — Þetta cr lærðra manna útgáfa og alþýðuútgáfa á mjög einkenni- lcgu sagnfræði- eða annálariti, cr saman hefur tekið Halldór Jakobs- son sýslumaður í Strandasýslu. Og á titilblaði segir, að bók ]>essi hafi að geyma „tímatals registurs ágrip frá upphafi allra skapaðra hluta til vorra daga“. Þctta á með öðrum orðum að vera ágrip hclztu atburða vei'aldarsögunnar í annáls- formi, allt frá þeim tíma, er almátt-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.