Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 6

Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 6
27ÍI ALÞÝDUIIELGTN Þegar rætt er um „siðabót", hvarflar hugur manna oftast hér á landi til Lúthers, saxneska munks- ins, sem með snilligáfum sínum, of- stæki, ruddaskap og harðfylgi braut á bak aftur veldi katólskunnar í Norður-Þýzkalandi og á Norður- löndum. Þar mynduðust hinar ev- angelisku þjóðkirkjur eða ríkiskirkj- ur, sem við öll hér á hjara veraldar lengst í norður þekkjum af eigin sjón og reynd. En evangeliska Lúthers náði að- eins fótfestu í Norður-Þýzkalandi, á Norðurlöndum og í Eystrasaltslönd- unum. Þessi lönd voru á siðaskipta- tímunum fremur frumstæð bænda- lönd, sem ekki höfðu sömu þýðingu á heimsmælikvarða og hin eiginlega Vestur-Evrópa. Þar var það ekki Lúther, heldur Frakkinn Kalvín, sem skipulagði hina nýju trú og kirkju. Kalvín var ekki munkur, með guð- fræðimenntun og almenna yfirborðs- þekkingu, eins og hinn þýzki Lúther, heldur var 'hann hámenntaður lög- fræðingur og klerklærður um leið. Hann var fæddur og uppalinn í bezt menntaða stórveldi Evrópu, Frakk- landi, sem í aldaraðir hafði haft borgamenningu og suðræna fágun. Nokkrar helztu verzlunarleiðir heimsins lágu í gegnum landið. Kal- vín óx því upp í andrúmslofti róm- verskrar borgamenningar, og var sjálfur af efnaðri ælt, og því um flest ólíkur hinum skapmikla, en að eðlisfari góðláta saxneska bænda- durg Lúther. Kalvín varð snemma fyrir miklurn áhrifum af kenningum Lúthers, en með rómönskum skír- leik og .skarpleika sá hann þó veilur Lúthers, og bæði í kenningum og kirkjusiðum skildu brátt leiðir Lút- herstrúarmanna og Kalvíns. Kalvín starfaði sín manndómsár í .Genf í Sviss. Genf var þá sér- stakt borgríki með lýðveldisstjórn, frönskumælandi og auðug. Hér gat Kalvín starfað og unnið sem honum þóknaðist, óáreittur af Frakkakon- ungi og hinum katólsku erindrekum hans, en einnig án þess að þurfa að óttast nokkra samkeppni af háífu hinna þýzkU Lútherstrúarmanna. Hann skipulagði Genf í sínum anda, ásamt með safnaðaröldungum sín- um. Söfnuðirnir fengu sjálfir vald yfir' kirkjunni, því safnaðaröldung- arnir voru koSnir af sínum eigin sóknarbörnum. Kalvín skipulagði með öðrum orð- um kirkjuna í lýðræðislegum, „re- publikönskum anda“. En vald Kal- víns var mikið á sviði trúmála og sið- ferðismála. Márgir misstu lífið fyrir lítil afbrot og „vantrúuðu11 fólki eða trúlitlu var miskunnarlaust vísað úr landi. Það var þung refsing í‘þá daga, þegar ávallt var fyrst og fremst miðað við trú manna, ef þeir komu sem útlendingar einhvers stað- ar að í framandi landi. Þetta var á 10. öld, mestu breyt- inga-, umbóta- og framfaraöld mann- kynsins á undan þeirri 20. Kalvín var barn sinna tíma eins og aðrir. Trúarofstæki og þröngsýni lágu alls staðar í landi, og trúarskoð- anir höfðu meira að segja þá en stjórnmálaskoðanir nú. Menn voru fyrst og fremst rómversk-katólskir, grísk-katólskir eða mótmælendur, miklu frekar en Frakkar, Þjóðveriar, ítalir, Rússar o. s. frv. Þetta vissi Kalvín og hann þoldi enga trú í Kalvin Genf nema sína eigin trú. Þeir, sem játuðu aðra trú eða voru trú Kalvíns ótryggir eða grunaðir um efa, áttu um tvennt að velja, að fara úr landi til annarra ríkja eða láta lífið. Kalvín lét til sín taka, ekki bara á sviði trúarbragðanna, lieldur líka á sviði efnahagsmála, stjórnmála og siðferðismála og almennrar mennt- unar. Allt voru þetta trúmál frá hans sjónarmiði. Strangleikinn var mikill, og var t. d. ótrúum eigin- mönnum refsað með lífláti. Strang- lega var haldið uppi eftirliti með fjárhag hvers einasta manns, allur skemmtilestur var bannaður, en jafnframt lögð sterk áherzla á, að allir efklu lestrarkunnáttu, svo allir gaetu lesið guðsorð. Daglegt bæna- hald var talið sjálfsagt, og þeir, sem ekki sóttu kirkjur, áttu útlegð vísa. En mikils heiðarleika var gætt í fjármálum og öðrum opinberum málum og lýðræði ríkti í kirkju Kal- víns, því safnaðaröldungarnir voru kjörnir af söfnuðinum og lutu eng- um höfðingja, konungi eða biskupi. Það var einkum á þessu sviði, að Kalvínstrúin var ólík Lútherskunni, sem fól landsföðurnum, konunginum eða furstanum eða hertoganum stjórn kirkjunnar og lagði á þann hátt grundvöllinn að hinu „konung- lega einveldi af guðs náð“. Kirkju- lýðræði Kalvíns lagði aftur á móti grundvöllinn að borgaralegu lýðræði. Kalvínstrúin breiddist út um meiri hluta Svisslands, Hollands og Skot- lands. Enska konungsvaldið gerði Kalvínstrú að ríkistrú í Englandi, þó með þeirri breytingu, að kirkja Eng- lands laut konungsvaldinu og bisk- upar fóru þar með æðstu völd, en all- mikill hluti af Englendingum tók þó lireina Kalvínstrú (Púrítanar). í Frakklandi tók mikill hluti hinna borgaralegu miðstétta Kal- vínstrú (Hugenottar). Kalvínisminn setti svip sinn á menningu og stjórn- arfar allra þessara landa. Það er engin hending, að Holland og Sviss urðu fyrstu borgarlegu lýð- ræðislöndin í Evrópu. Það var bein afleiðing af hinni demókratisku kirkjuskipun þeirra. Það var engin hending, að það voru hinir hreinu Kalvínstrúar- púritanar, sem manna mest unnu að því að koma á borgaralegu lýð- ræði í Englandi, þó þeir yrðu að

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.