Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUIIELGTN 279 r Býflugnaræktarmaður einn í Bandaríkjunum hefur unnið að því um langt skeið í frístundum sínum, að smíða stærsta ,,býflugnahótel“ heimsins. Stendur á skiltinu til vinstri á myndinni, að þar séu 45 þús. „gestaherbergi“. sætta sig við þingbundna konungs- stjórn að lokum. í Frakklandi barði hin katólska kirkja, með hjálp konungsvaidsins, niður hreyfingu Kalvínista. í stað- inn varð páfinn að sætta sig við að konungsvaldið franska hrifsaði valdið yfir frönsku kirkjunni úr höndum hans. En frækorn Kalvinismans báru þó ávöxt í Frakklandi. Það voru Kal- vínistar Frakklands, sem fyrstir hófu baráttu á móti hinni kaþólku, konunglegu einvaldsstjórn, og benda má á, að hinn mikli lærifaðir frönsku byltingarinnar, Rousseau, var að miklu leyti alinn upp í Genf og hneigðist um skeið að kenningu Kalvíns. Sumir af byltingamönnun- um frönsku voru Kalvínstrúar og box-garalýðveldið í Genf var upp- runalega fyi'irmynd frönsku bylt- ingamannna. Það er því ekki of mikið mælt, þó sagt sé, að Kalvín sé lærifaðir hinna borgaralegu, lýðræðissinnuðu bylt- ingamanna í Sviss, á Hollandi, í Eng- landi og Frakklandi á 16., 17. og 18. öld. Kalvínskir púritanar átta sinn þátt í frelsisstríði Norður-Ameríku og sjálfstæði Bandaríkjanna. Borgaralegt lýðræðisþjóðtelag, með öllum þess einkennum, dafnaði alstaðar bezt í skauti Kalvínism- ans. Iðnaðarþjóðfélög nútímans spruttu fyrst upp í hinum kalvínsku löndum. Þar skapaðist líka fyrst sú stefna, sem nefnist líberalismi. En í þeim þjóðfélögum, sem mest mótuð- ust af líberalisma 19. aldar, þ. e. í Englandi og Frakklandi, myndaðist fyrst verkalýðshreyfing og sósíalismi í nútímamei'kingu, talsvert löngu áður en hinir þýzku liöfundar hins „vísindalega sósíalisma11, Marx og Engels, litu dagsins ljós. Það er engin tilviljun, að sósialismi Vesturlanda fékk fljótt áheyrn hjá nokkrum hluta hinna ensku púritana. Kalvín hafði meir en flestir aðrir trúarbragðahöfundar gert játendum sínum ljósa þá þýðingu, sem efna- hagur hefur, bæði fyrir ríki, ein- staklinga og stéttir. Hinir fyrstu kalvínsku söfnuðir höfðu haft með sér stei'k félagssamtök og samvinnu á sviði fjármála, og stundum veitt hver öðrum hjálpandi hönd ef í nauðir rak. Það er því ekki ofmælt, að fyrstu frækorn nútímasósíalism- ans liggi í kenningum og kirkju- skipun Kalvíns, en líka verður að benda á það, að í engum trúílokki hefur auðhyggja og peningaást dafn- að eins og hjá sumum Kalvínstrúar- mönnum. Hinir ötulu kalvínsku auð- boi'garar Englands, Hollands og einkum Bandaríkjanna, höfðu mikla velþóknun á þeirri kenningu Kal- víns, að þeir, sem nytu náðar Drott- ins, græddu meira fé en aðrir menn, og höguðu sér samkvæmt því. Það er engin hending, að nokkrir af stærstu auðjöfrum Bandaríkjanna voru og eru kalvínskir. Það nægir að benda í því tilfelli á Rockefeller og Ford. En einnig má geta hins mikla auðmanns og mannvinar Carnegie. Af þessu stutta yfirliti ætti mönn- um að vera ljóst, að Kalvínisminn, sem í upphafi virtist vera svo heil- steyptur, bar í sér frækornin að ger- ólíkum lífsviðhorfum og ólíkum þjóð- félagsformum. Hinir þjóðveldissinn; uðu, borgaralegu púritanar urðu and- legir ættfeður ameríska lýðveldisins mikla, sem nú nefnist Bandaríkin. En það var líka meðal púritana, að fyrstu drögin voru lögð að kenning- um hina utopisku sósíalista, sem urðu lærifeður og fyrirrennarar Marx. Kenningar Kalvíns og Marx voru meginstoð Leníns í fræðilegu tilliti. Lenín varð höfuðleiðtogi hinnar rússnesku byltingar og höfundur hins rússneska sovétskipulags. Á þennan hátt er hægt að rekja þræði bæði amerísku auðjöfranna og rússnesku sovétkommúnistanna til hins hávaxna, magra siðabóta- manns, Jóhanns Kalvíns í Genf. Þetta vissi listamaðurinn ame- ríski, sem eitt sinn bjó til Janusar-, höfuð með andliti Leníns öði’u meg- in og Rockefellers hinu megin. í svo óklíka farvegi geta straumar sömu stefnu runnið að lokum, en til þess þarf kynslóðir og stundum aldir. Fyrir borgaralega lesendur er þetta eftirtektarvert, og þá ekki síð- ur fyrir þá lesendur, sem aðhyllast sósíalisma. * i|: * SVEINN Á BÚÐUM. Ort, er Kristján Jónsson Fjalla- skáld frétti trúlofun Sveins kaup- manns Guðmundssonar á Búðum og Kristínar Siemsen: Sveinn á Búðum fái fjúk, fékk hann hana Stínu. Öndin spriklar öfundsjúk innan í brjósti mínu. I

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.