Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 8

Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 8
280 ALÞÝÐUHELGIN Jón Kr. Lárusson: r Ur ævisögu Breiðfirðings ísafoldarprentsmiðja sendir frá sér um þessar mundir bókina „Ævi- saga Breiðfirðings“, en það eru end- urminningar Jóns Kr. Lárussonar skipstjóra og bónda frá Arnarbæli á Fellsströnd. Er þar sagt frá fjölda manna og málefna, víða af óvenju- legri bersögli. Öll er frásögnin hressileg og hispurslaus. Hikar höf- undur hvergi við að segja skoðun sína. Má því ætla, að bókin veki all- mikla athygli. Hér birtast tveir kaflar úr „Ævi- sögu Breiðfirðings“. SAGAN UM HEYIÐ. Eins og getið er hér að framan, seldi ég talsvert af heyi, meðan ég bjó í Arnarbæli, og hafði ég oft góð- ar tekjur af því. Eitt sinn, er ég var staddur í Stykkishólmi seinni part sumars, biður Sæmundur Halldórs- son mig að finna sig. Var erindið að biðja mig að selja sér hey þá um haustið, 20 hesta, sem hann kvað sig vanta. Ég taldi tormerki á, að geta flutt það svo langan sjóveg, því að tíð var slæm, og ég þá búinn að selja „Austra“ minn, en fá aftur stóran flutningabát úr Bjarneyjum, sem ég gat flutt á 20 hesta af heyi í góðu veðri. En til að leggja upp með heyfarm að haustinu 12 sjómílna leið, þurfti einsýnt veður. Hey var þá í góðu verði, og vantaði marga hey í • Hólminum. Sæmundur sótti þetta fast og fór svo, að ég lofaði honum heyinu. Leið nú tíminn, en aldrei gaf mér með heyið. Ég átti heyið í eyj- unum í góðum göltum með hærum yfir, svo að ég var ekki hræddur um, að það dræpi. En loks kom að því, að ég lagði af stað með heyið i góðu veðri, og lán- aðist ferðin vel út eftir. Ég lenti í Stykkishólmi í byrjun dimmu, og gekk til Sæmundar að láta hann vita, að nú væri heyið komið. Hann virt- ist verða því mjög feginn, og sendi strax sína trúu þjóna til að skoða heyið, sem báðir voru gamlir bænd- ur. Þeir skoðuðu heyið og komu svo til okkar, þar sem við vorum að tala saman. Sögðu þeir heyið gott og vel verkað, en farið að dofna, þar sem þessi tími væri kominn. Þá segir Sæmundur: „Ég kaupi heyið ekki með sama verði og snemmslegið hey“. Ég sagði honum, að ég hefðá tekið það fram, þegar ég lofaði hon- um heyinu, að ég slægi ekki af verðinu, og yrði það að standa. Ekki man ég nú, hvað hann vildi að ég slægi af heyinu, en ég aftók að slá nokkuð af því. „Hvað ætlarðu að gera við heyið?“ spyr Sæmundur, „nú er veðrið að versna og detta á myrkur“. Ég sagði, að honum kæmi það ekkert við; hann gæti fengið heyið fyrir það verð, sem um hefði verið samið, en ég slægi ekkert af því. Slitnaði nú upp úr heykaup- unum milli okkar og reigsaði hann burt. Nú var byrjað að rigna og komið myrkur. Báturinn lá við bryggjuna með farminum, og var ég að hugsa um að bera heyið af og stafla því, og breiða seglið yfir til morguns. En þá kemur Pétur Lárusson til mín með boð frá Ágúst Þórarinssyni, hvort ég vilji selja honum heyið. Pétur var þá verzlunarmaður hjá Ágúst. Ég sagði Pétri, að mér væri sama, hverjum ég seldi heyið, en ég yrði að fá það borgað í vörum og pen- ingum. Samdist svo með okkur, að Ágúst borgaði helminginn í pen- ingum, en hinn í vörum, sem ég tæki út daginn eftir. Ég var nýbúinn að leggja inn hjá honum féð og skuld- aði mikið, svo að ég fékk enga út- tekt hjá honum að sinni. Ætlaði ég mér að fá vörur fyrir heimilið fyrir heyverðið. Ágúst átt.i heyhlöðu inni í Maðka- vík, og flutti ég bátinn þangað. Var nú bvrjað að bera af farminn og vigta heyið. Ágúst vigtaði sjálfur og var handfljótur að vana. Honum líkaði heyið vel og virtist hinn á- nægðasti. Endurtók ég nú samn- ingana, hvernig heyið ætti að borg- ast. Ég skrifaði hjá mér í vasabók þyngd á hverjum bagga og hann hjá sér. Heyið var látið ofan á í hlöðuna, og var skán af stakk á milli þess og heysins, sem fyrir var í hlöðunni, og skildi mitt hey sig alveg frá. Við unnum við þetta langt fram á nótt, að leysa heyið og hala það upp. Síð- an fór ég með bátinn niður í kaup- stað, ángæður yfir vel unnu dags- verki. Morguninn eftir var hvass suð- vestanvindur, og hugði ég nú gott til að sigla heim með vöruna fyrir hey- ið. Ég var snemma á fótum. Þegar opnuð var búðin fór ég inn og hitti þar Pétur Lárusson, og vildi ég nú fara að gera upp heyið, en Pétur sagði, að Ágúst kæmi bráðum og bezt að bíða hans. Svo kom Ágúst, og fórum við nú að bera saman vigt- ina, en hún reyndist ekki sú sama hjá báðum og höfðu sumir bagganna létzt yfir nóttina og lagaði Ágúst það, en svo urðu sáturnar 40 hjá mér, en ekki nema 37 hjá honum. Ekki hætti ég fyrr en ég var búinn að fá rétta vigt á heyinu; var þá farið að síga í Ágúst. Kom nú að því erfið- asta, að fá heyið borgað. Þá aftók Ágúst að borga nema helming heys- ins. „Ég borga þér helminginn í vörum“, segir hann, „hitt skrifa ég inn í reikninginn þinn; hann þolir það“, bætir hann við. Nú byrjaði rimman fyrir alvöru. Ágúst segir: „Heyið er komið undir lás í hlöðu hjá mér, og þaðan fer það ekki, nema ofan í skepnurnar, scm eiga að éta það“. Ég sagði honum, að heyið væri mín eign, meðan það ekki væri borg- að. Rifumst við nú vel og lengi, sem endaði með því, að hann henti í mig lyklinum að hlöðunni, þegar ég hót- aði að láta sýslumann opna hlöðuna. Var nú heyið mín eign, en begar Guðmundur læknir komst að, hvern- ig gekk með heysöluna, því að fátt fór fram hjá honum, bauð hann mér að kaupa heyið, sagði sig vanta það. Seldi ég honum það, án þess að þurfa að vigta það aftur. Hann sagð- ist trúa því, að Ágúst hefði ekki snuðað sjálfan sig á vigtinni, en ég yröi að koma því til sín sér að kostn- aðarlausu. Ég lofaði því, og borgaði hann heyið samstundis í peningum- Fékk ég Halldór Jónsson á Mel, merkan mann í Hólminum, til að sjá um flutning á heyinu til Guð- mundar læknis upp á minn kostn- að. Fékk ég honum lykilinn að hlöðunni og bað hann að skila hon- um í hendur Ágústar, þegar hann væri búinn að taka heyið út úr hlöðunni, sem hann og gerði. I

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.