Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 9

Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 9
ALÞYÐUHELGIN 281 Fór ég svo til Guðmundar á Narf- eyri og keypti vörur fyrir peninga. Sigldi ég síðan hraðbyri heim að Arnarbæli. Hafði ég náð mér í „reseft'* hjá lækninum, sem ég fékk í kaupbæti á heyið, og út á það í apótekinu. Lenti ég svo vel hress við tangann í Arnarbæli með blessaða vöruna, sæll yfir að hafa þó sigrað að lokum. Guðmundur frá Narfeyri var hinn bezti maður, og vorum við kunn- ingjar frá því fyrsta, er við kvnnt- umst. Hann verzlaði með köflum, og verzlaði ég oft við hann. í þetta sinn, er ég keypti af honum vöruna, spyr hann mig, hvort ég geti selt sér hey, helzt 1—2 kýrfóður, sem hann var beðinn um úr Reykjavík. Ég sagði honum, að ég ætti eina eyju ó- slegna, og ætlaði ég að heyja liana, ef tíð batnaði. Ég myndi fá úr henni upp undir 200 sátur, og lofaði ég að láta hann vita sem allra fyrst, hvort úr þessu gæti orðið. Ég byrjaði strax að heyja Barka- naut. Ég var vel menntur; þrír drengirnir, stórir og duglegir, og ég sá fjórði og tvær stúlkur. Við heyj- uðum Barkanaut á viku og komum öllu í galta. Nú kom ekki dropi úr lofti og þorrnaði heyið eftir hend- inni, sem kallað er. Ég brá mér út í Stykkishólm að sækja reipi til Guð- mundar, og fór að binda heyið. Svo lét Guðmundur mótorbát koma með skip aftan í til að sækja heyið. Fór hann tvær ferðir. Heyið var vigtað í eynni, og mun ég hafa fengið um 15—16 þúsund pund. Ekki man ég, hvað verðið var, en ég man, að verð á heyi var gott þetta sumar. Nú átti ég góða inneign hjá Guðmundi frá Narfeyri, og brast mig ekki vörur þennan vetur. Ekki var ég búinn að koma oft til Stykkishólms, þegar þetta missætti okkar Ágústar var gleymt. Ágúst Þórarinsson var glæsimenni í sjón, gáfaður og manna skemmtilegast- ur, jafn við alla, háa sem lága, bón- góður með afbrigðum. Ég held, að hann hafi átt bágt með að segja nei við nokkurn, ef hann var beðinn um lán. Kaupmaður var Ágúst mik- 111, og þótti sérstaklega flinkur vikt- armaður, enda vigtaði hann sjálfur alla ull í sumarkauptíð og kjöt og' gærur á haustin. Hann trúði sjálfum sér bezt í þeim sökum, enda mun verzlunin ekki hafa tapað á því. Nú byrjaði kaupfélagið að verzla um vorið í húsum Hjálmars heitins Sigurðssonar. Sigurður Steinþórsson var kaupfélagsstjóri, eins og hann er enn. Öllum féll vel við Sigurð, og var hann hinn prýðilegasti mað- ur. Ég verzlaði við kaupfélagið, þar til ég fór frá Arnarbæli, og féll á- vallt vel. Sigurður Steinþórsson keypti oft af mér töðu að vorinu, 1—- 2 kýrfóður, sem hann seldi til Reykjavíkur, og var það gott inn- legg. Ég fyrnti töðu á hverju vori. Sendi Sigurður mér mótorbát með skipi aftan í eftir töðunni. Ég verzl- aði alltaf bæði við Sæmund og Ágúst meira og minna á hverju ári, því að kaupfélagið hafði þá oft vörur af skornum skammti til að byrja með. Ég fékk svo ávísun frá kaupfélaginu til að borga Ágústi og Sæmundi með, til þess að þurfa ekki að skipta inn- legginu. Haustið, sem ég fór frá Tangs- verzlun og seldi Ágústi heyið, skuld- aði ég verzluninni rúmar 3000 krón- ur og fékk þar enga úttekt meir, enda skipaðist það þannig, að ég þurfti þess ekki. Svo byrjaði kaupfélagið að verzla og lækkaði vöruverð að stórum mun. Nú vildi Ágúst Þórar- insson semja við mig um skuldina, og reyndum við það, en kom ekki saman og strandaði á því, að ég vildi fá lagfærðar ýmsar skekkjur í reikningi mínum, sem alltaf var lof- að að laga, en aldrei ent. Ég geymdi reikninga þessa ár frá ári, en fékk aldrei nema loforðin, og voru þetta orðnar 600 krónur. Ég sagði Ágústi að taka þær fyrst og draga þær frá skuldinni, svo skyldum við byrja að semja; gekk þetta lengi, að hann þybbaðist við að draga þetta frá, og varð því ekki af samningum. Loks- ins kom að því, að við sömdum. Byrjaði hann á að lagfæra þessar 600 krónur, sem hann dró frá skuld- inni. Aðrar 600 krónur fékk ég fyrir flutninga á vörum og fólki írá og að verzluninni á síðastliðnum 10 ár- um. Voru þá eftir 1830 krónur, sem ég skyldi borga á næstu 10 árum, 183 krónur á ári, og halda þessari þægju, 60 krónum á ári, fyrir flutn- inga. Enga vexti skyldi ég borga af þessari skuld. Þennan samning und- irrituðum við með vottum, og var hann haldinn og ég skuldlaus við verzlunina, áður en ég fór frá Arn- arbæli. FRÁ KEFLAVÍK TIL REYKJAVÍK Fólkið í Keflavík skiptast í tvo flokka: í öðrum' flokknum voru út- gerðarmenn, kaupmenn, formenn og efnamenn; í hinum flokknum voru allslausir verkamenn. Útgerðar- mennirnir áttu allt og réðu öllu. Þeir áttu bátana og fiskverkunarstöðv- arnar og húsin. Þeir réðu hverja þeir tóku í vinnu á sjó*og landi, hvað kjör þeir létu þá fá, hvort þeir borguðu þeim nokkurn tíma eða aldrei. Þeir höfðu félag með sér, út- gerðarmennirnir. Þeir voru einráð- ir í hreppsnefndinni. Verzlunarlóð- in ásamt tilheyrandi mannvirkjum Heyflutningar á Bréiðafirði. I

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.