Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 10

Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 10
282 ALÞÝÐUHELGIN mmm, gekk frá einum braskaranum til annars. Mér virtust Keflvíkingar nokkurn veginn einlitir í stjórnmálum, flest- allir íhaldsmenn, með Ólaf Thors fyrir þingmann, fáeinir framsóknar- menn (aðkomumenn), en ekki heyrði ég getið um nema einn jafn- aðarmann, Hannes Jónsson, og var hann þar í litlum metum sökum þess, að hann fylgdi slíkum „glæpa- flokki“ sem jafnaðarmönnum. Hannes var fátækur ómagamaður og stundaði skósmíði. Annar skósmið- ur var í þorpinu, ívar að nafni, ó- svikinn íhaldsmaður, en bezti karl; vandaður mun ívar hafa verið til orða og verka, vann að iðn sinni alla daga. Gestrisinn var hann svo, að fá- ir munu hafa komið þar án þess að þiggja kaffi. Þau hjónin voru barn- laus, og munu hafa verið vel efnuð. Áttu þau laglegt hús, bjuggu sjálf niðri, en leigðu stórt herbergi uppi og eldhús. Einnig seldu þau ferða- mönnum næturgistingu, þegar þeim sýndist, og voru tvö smáherbergi uppi og sitt rúmið í hvoru. Ekki mun gistingin hafa fengizt strax, alltaf af- sagt fyrst, en þegar gesturinn var að fara, mun oftast eitthvað hafa greiðzt úr og gesturinn fengið rúm- ið. Þegar gesturinn fór, fylgdi ívar honum æfinlega úr hlaði út á aðal- Jón Lárusson við stýri á bát sínum. götuna, og gekk þá með staf í hendi og harðan hatt á höfði, og var hann þá hinn virðulegasti. — Eins var það, þegar einhver kom með skó til viðgerðar, þá sagðist ívar hafa svo mikið fyrirliggjandi, að slíkt væri sér ekki mögulegt. „Allt fullt“, sagði ívar, „ég bæti engu við, en seztu og drekktu kaffi“. En þegar gesturinn var að fara, sagði ívar: „Það gerir ekkert til, þótt ég líti á það, sem þú varst með“ — og tók hann þá skóna orðalaust og tiltók, hvernær mætti sækja þá. Stóð það oftast heima, að þá var viðgerð lokið, vönduð vinna og sanngjarnt verð. — Fáir voru jarðaðir svo, að ívar ekki fylgdi, hvort sem hann þekkti þann fram- íiðna eða ekki. Um haustið fór ég til Breiðafjarð- ar að gera upp sölu búsins í Arnar- bæli við Bjarna í Ásgarði. Níels son- ur minn fór með mér. Við fórum með „Esju“ til Búðardals, gengum svo að Ljáskógum og reiddi Guðmundur okkur svo að Ásgarði. Ágætlega tók Bjarni á móti okkur, og gerðum við upp Arnarbælisuppboðið, bæði fvrir mig og aðra. Sótti svo Hans á Orra- hóli okkur að Ásgarði. Við gistum hjá honum í tvær nætur, og reiddi hann okkur svo út á bæi. Þaðan fórum við til Stykkishólms — og síð- an suður með „Gullfossi11. Síðan hef ég ekki komið á Breiðafjörð, og kem sennilega ekki í þessu lífi. Ég hafði keypt skektu um vorið vestur á Breiðafirði, og ætlaði að stunda síldveiði á henni að vorinu í Keflavík og hrognkelsaveiði. Helzt vildi ég ekki þurfa að sækja vinnu til atvinnurekendanna í Keflavík, enda óvanur að vinna undir annara stjórn. Ég var búinn að ná þessari fleytu til mín og standsetja hana; ætlaði ég að byrja að fiska á hana næsta vor, en það fór allt á annan veg. Áður en ég fór frá Arnarbæli, var ég orðinn mjög lasinn og slæmur fyrir hjarta. Þennan vetur virtist þessi kvilli ágerast. Vegna ýmissa örðuléika, sem steðjuðu að um þess- ar mundir, tók ég því það ráð að flytja alfarinn úr Keflavík. Við fer.gum leigt kvistherbergi á Grett- isgötu 2, og vorum við þar til vors- ins. Þá fluttum við að Bergsstöðum í Kaplaskjóli, og vorum þar til haustsins, en fengum þá leigt í Aust- urstræti, eitt herbergi og gang til að elda á. Enga atvinnu fékk ég þetta ár, enda oft undir læknishendi. Gekk ég til læknis mestallan fyrri vetur- inn, og skar Kjartan augnlæknir Ólafsson mig tvisvar við hvarma- bólgu þetta vor, og heppnaðist sú að- gerð ágætlega. , I

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.