Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 14

Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 14
286 ALÞÝÐUHELGIN DRUKKNUN ÞÓRARINS ÖEFJÖRÐ. Flestir munu kannast við stef þetta, er Bjarna Thorarensen varð á munni, þá er hann frétti að mágur hans og frændi, Þórarinn Öefjörð, hafði látizt með sviplegum hætti: Er þegar öflgir ungir falla sem sígi í ægi sól á dagmálum. Þórarinn Öefjörð var sonur Magn- úsar Þórarinssonar, föðurbróður Bjarna. Fæddur var hann 1783, var efnilegur snemma og settur til mennta. Haustið 1814 sigldi hann ut- an til laganáms við Kaupmanna- hafnarháskóla. Er auðsætt á bréfum Bjarna Thorarensen, að honum hef- ur verið mjög umhugað um þennan frænda sinn og' þótt mikið til hans koma. Biður hann vel fyrir hann í bréfum til vina sinna í Ilöfn, Gríms Thorkelins, Gríms Jónssonar og Bjarna Þorsteinssonar. í einu bréf- inu kemst hann svo að orði um Þór- arinn: ,,Hann er einn frænda minna, sem ég mest allra held uppá* því ég hefi þókzt finna hjá honum hrein- lyndi, stöðugleika, góðan greindar- kraft og manndáð, svo ég held að hann með hjálp góðra manna geti orðið föðurlandi sínu til gagns á sín- um tíma. Ég vil hafa úr honum sýslumann með vold og magt. Þau embætti eru mest verð allra á ís- landi“. Þórarinn Öefjörð kom heim að loknu lagaprófi og var settur sýslu- maður í Rangárþingi 1819, er Vig- fús Þórarinsson, faðir Bjarna, and- aðist. Gekk hann þá að eiga frænku sína, Rannveigu Vigfúsdóttur, syst- ur Bjarna. Hinn 12. dag júnímánað- ar 1823 var Þórarinn settur sýslu- maður í Skaftafellssýslu og reið í embættisferð þangað austur í sept- embermánuði, cn drukknaði á heim- lcið úr þeirri för. í Annál 19. aldar cr frásögn af atburði þessum. Hún er svohljóðandi: „í september vildi Þórarinn Öe- fjörð sýslumaður ríða í Skaftafells- sýslur, er hann var settur fyrir. Var altalað, að hann hafi sagt það ber- lega, að eigi mundi hann koma með lífi úr þeirri ferð, og gert ráð fyrir legstað síjium. Hann kom til bæjar við á þá, er rann frá Kötlu eftir Mýr- dalssandi. Er sagt, að hann hafi beðið bónda fylgdar, en hann hafi verið nokkuð tregur, og boðið hon- um gistingu og íyldgarmönnum hans, þótti áin lítt fær, og ætlaði, að betri mundi að morgni. Það var 14. septcmber, og vildi sýslumaður á- fram. Þeir voru með honum, Páll prestur Ólafsson Pálssonar og Bene- dikt skáld Þórðarson, þá orðinn gamall og óstyrkur. Páll hét mað- ur sá, er fylgdi Öefjörð að heiman. Riðu þeir allir til árinnar, og bænd- ur tveir, Árni og Þorlákur. Var áin mikil, en sýndist þó fær. Og er þeir voru langt komnir út í vatnið, kom hlaup mikið á þá úr jöklinum, svo að tók upp yfir hcstana á miðja mennina, og kollvarpaði hvorum tveggja. Týndist þá Páll prestur, en sýslumaður og Bcnedikt komust á fætur, og hröklduðust hestarnir frá þeim til sama lands, svo og bænd- urnir Árni og Þorlákur, og Páll fylgdarmaður. En þeir Öefjörð stóðu í vatninu á grynningum í mitti, lík- lega í þeirri von, að hinir mundu koma til þeirra hestunum. Kom þá annað vatnsflóð og sló þeim flötum, og sást Benedikt eigi síðan. Þá er sagt, að hann hafi kvcðið þannig, eða þessu líkt: Andæftir skáld upp úr móðu: Fram eru feigs götur, skiljast sköp, skammt er að landi, brosir bakki mót. Þórarinn Öefjöi'ð komst enn á fætur, og ætluðu þá Skaftfellingar þeir tveir, er stóðu á landi, fyrir sárbeiðni Páls, að freista að komast til hans, en er hann sá það, tók hann að vaða á móti þeim. Óð hann lengi all-knálega, svo að vatnið braut á öxlum honum, og voru þeir komnir skammt eitt frá landi, er hann átti skammt til þeirra. í því reið að þriðja öldufallið. Tók það upp yfir hann, og lézt hann þar, en þeir kom- ust til lands aftur. Líkin fundust tveim dögum seinna“. Þessi er frásögn Annáls 19. aldav. Virðist liún byggð á tveim heimild- um aðallcga, Árbókum Espólíns og iGausturpóstinum 1823. Rangherœi er það, að Benedikt Þórðarson hafi verið gamall orðinn og ellihrumur. Hann hafði ekki nema einn um fimmtugt. Þá er og vísa sú, sem Benedikt er látinn kveða i ánni, þá er hann drukknar, vafalaust af öðr- um ort. Að öðru leyti cr írásögnin sennilega í aðalatriðum rétt. Bjarni Thorarensen orti tvö all- löng kvæði í tilefni af atburði þess- um. Heitir annað þeirra Kötlukvísl, og er þar greinilega skýrt frá at- burðinum sjálfum, mjög á svipaða lund og í frásögninni hér að fram- an. Hitt kvæðið nefnist Til Raim- vcigar systur minnar. fjögur síðustu erindin sverja sig bezt í ættina: Berjast hermenn og bana hljóta fyrir föðurland. Embættismaður embætti stýrir íyrir föðurland. Deyi hann fyrir cmbætti. deyr hann einnig íyrir föðui'land. Er því þinn maki sem í orustu fallinn, 3 '-> fegursta dauða hann fengið hefur, sá er dauði lífi löngu betri, því vér lifum \. svo lærum að deyja. Huggast því mín systir og í hug þér lát koma, hvers þú ekkja ert. Æran er gleði allri fremri, mundu líka að þú ert manns dóttir. Líttu á stjörnu hvolf, og líttu þar tvo hali á ljósskýi hermannlega, mann þinn og föður mjúkt þér bcndandi uppi'étt að ganga mót öi'laga straumi. Mundi eigi Bjarni boða hér svip- aða kenningu og hinn forni skáld- bróðir hans, er kvað: Dcyr fé, deyja frændi', deyr sjalfr it sama; m cn orðstírr deyr aldregi hveim sér góðan getr. ....

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.