Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 15

Alþýðuhelgin - 15.10.1949, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUHELGIN 237 Kötlugosið 1823. Ilinn 6. júní 1823 hófst cldgos í Kötlugjá, er þá hafði hvílt sig í 68 ár, eða frá 1755. Barst sú fregn með kaupskipi, er litlu síðar kom út í Hafnax-firði, að bláleit aska hcfði fallið á það 28. og 29. sama mánaðar, í 220 mílna fjarlægð frá landi. Frá 1.—15. voru öðru hverju umbrot í jökliftum, með dunum -og vatnsflóð- um fram yfir Mýrdalssand með smá- jarðskjálftum, en lítilli sandrigningu í byggðum, en úr því fór það smá- minnkandi og hætti hinn 18. eða 19. s. m. En fyrst hinn 25. og 26. varð jökulbjart og heiðríkt. Sást þá eng- inn reykur úr Kötlugjá, svo menn urðu vissir um, að hún væri slokkn- uð. Við hið fyrsta gos eyddust Sól- heimar í Mýrdal, að því leyti, að ei varð þar neitt slægt, þó kom nokkur sauðsnöp um mánaðamótin eftir. Fell í Mýrdal, prestssetrið, spilltist svo, að þar varð eigi sláandi. Svo varð á ýmsurn stöðum. Pétursey spilltist og, en aðrar jarðir lítt. Um Álftaversjarðir hjólp jökulleðja og tók burt allt meltak og fleytti mel- um í stórflygsum á sæ út. Tók og út tré stór af Meðallandsfjörum og rak nokkur upp undir Eyjafjöllum. Fólk fór úr Álftaveri, Skaftártungu og Meðallandi lestaferðir á fjalla- baki yfir Mælifellssand, því Mýr- salssandur var ófær, en fiestir Síðu- menn sóttu verzlun á Djúpavog. Mest kvað að því, er allur fjall- jökullinn hljóp fram í sjó við fyrsta og annað gos, en síðan lækkaði hann aðeins. Er mælt, að cldingar hafi lostið tvo menn til meiðsla, og Ivatia hafi vaknað við þrumuveður, er að austan kom af Síðufjöllum, og meira hafi í'okið úr Eyjafjallajökli en vant var, mcðan hún sprakk; hef- ur þetta greint Sveinn læknir Páls- son. Jón prestur Austmann og Þor- kell hrcppstjóri Jónsson fóru að skoða gjána 12. ágúst. Fóru þcir xipp og vestur af Sandfelli á Mýrdals- ; sandi, náðu undir jökulinn um mið- munda, og bundu þar hesta sína. Síðan gengu þeir eftir löngu gljúfri inn í jökulinn og komust sem næst nyrðri gjábarminum um miðjan aftan. Koraust þeir eigi að barmin- um fyrir jökulsprungum stórum og djúpum, og leituðu því á hæsta fjall- tindinn norðan til við gjána og kom- ust þangað eftir nokkra stund. Þar eru tindar fjórir frá austri til vest- urs af hellugrjóti blökku, og fannst í hrafntinna; sá var hæstur, er næst- ur var hinum vestasta og lilóðu þeir vörðu á honum og öðrum til. Var þar víðsýnt og sáu þeir upptök Kötlu í slakkanum norðvcstur und- ir hæsta tindi Mýrdalsjökuls og nið- ur með honum, en þaðan var hátt og þvergnýpt ofan í hana sunnan- verða. Var hin hæsta sprunga frá norðvestiú til suðausturs og síðan gljúfrasprunga krókótt frá henni gegnum falljökulinn til Hafurseyj- arfjalls. Jökulgeimurinn mikli milli hinna hæstu jökulhnúka hafði lækk- að mjög við framhlaup vatnsins, sprungur óteljandi, og losnað við fjallsnúkana. Þeir komust yfir nokkrar sprungurnar og hugðu þær vcra 100 faðma djúpar, en sáu þó ei botn. Að ofan voru þær ei faðms víðar, en bæði þéttar og ófærar vfir að komast nær Kötlu. Kváðu þeir þykkt liins sprungna jökuls mynd- að hafa gjána. Þótti þeim sem hún hefði víða kastað brennisteinskless- um, er hún spjó. Komust þeir ei að þeim og ætluðu að þá mundi von á nýju gosi, er jökullinn hækkaði svo, að slétt yrði milli háhnúkanna, og mundi Álftaveri og Meðallandi hætt, ef það færi skemmstu leið ofan með Sandfelii. Sandur var minnstur fallinn næst gjánni, en hér um bil fjórðungs álnar þykkur cr frá dró. Þeir fóru frá vörðuknúkinum stundu fyrir náttmál og komust ofan af jöklinum að rúmum tvcim stund- um liðnum og hresstu sig. Bauð Jón prestur Auslmann fylgd sína þcim, er þangað vildu fara.. Allan þann tíma, er Katla spjó, var norðanveð- ur mikið fyrir norðan land og kom ei eimur af gosi hennar þangað, en mistur sást nokkra daga. Á kom úr Kötlu og rann-yfir Mýr- dalssand. Hún var stundum lítil, en stundum ófær af jökulhlaupum. (Annáll 19. aldar.) V V '•> HVALREKAR OG KVEÐSKAPUR. Árið 1812 var svo mikill marsvína- rckstur, að fá munu dæmi til. Rak um vorið á Kolgrafarfirði fjölda, segir Espólín 1600, en Gunnlaugur á Skuggabjörgum 1400. Mun þá næst lagi að halda sig við það, cr Magnús skáld Jónsson í Magnús- skógum, síðar á Laugum, telur: Hóf vagnlivali Hraunfjörð í, herrans miskunn sendi hundrað tælin fimmtán frí, Fjölnis upp á kvendi. Um haustið rak fjölda mikinn af vagnhvölum á Harðakambi, og stóð Stefán Scheving fyrir sölu á þeim, sem Magnús kvað: Kambinn harða kom það á, keypti af Scheving mengi, geisla fjarðar sendir sá seldi mönnum lengi.* Mun ég ei tala margt um þar, mig því bernskan heftir, Hvort að sala og vigtin var vilja drottins eftir. Þá er hvalrekinn á Ilarðakambi spurðist til sveita, fóru margir til hvalkaupa úr Dalasýslu, og var einn þeirra Magnús rímnaskáld. Lögðust á sunnanvindar og tóku þeir land í Rifi og keyptu af Rifsmönnum bæði spik og þvesti. Var vindur mótstæð- ur um hríð, en norðanalda lá undir. Fengu margir sér far til heimflutn- ings hvals þess cr keyptur var, og var Magnús einn þeirra. Voru há- setar hans tveir menn frá Jóni Gíslasyni presti í Hvammi og einn frá Jónasi bónda í Sælingsdals- tungu, og nefnir Magnús þá í rímu, er hann kvað um hrakning sinn, Ein- ar, Jón og Bjarna. Þóttist hann lítt mannaður, en gekk þó á skip annan þriðjudag í vetri, því þá þótti leiði, og höfðu þeir byr úr miðdegisstað, unz þeir kornu inn á Kolgrafarfjörð. Gekk þá veðrið í landsuður og hvessti mjög, en kvöld var komið. Urðu þeir þá að fella og börðu undir

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.