Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 6

Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 6
204 ALÞÝÐÚHELGIN — og nú þrútnaði brjóstið á mér af Fariseagleði — er kyrr um borð og safna peningum, svo að ég geti ein- hvern tíma orðið stýrimaður, tekið stór gufuskip á leigu, gengið í ein- kennisbúningi, grætt of fjár og kom- izt í kunningsskap við dætur mill- jónamæringa og' kvænzt þeirri rík- ustu og fallegustu þeirra — ef ég kærði mig um. En þessi sjálísánægja fjaraði fljótt út. Ég sá þess ekki nein merki, að iandgöngumennirnir væru í þann veginn að rotna í sundur lifandi. Þeir voru meira að segja glaðari en þeir höfðu nokkurn tíma áður verið. Þriðja kvöldið, sem ég var í La Rochelle, datt mér skyndilega í hug, að ég yrði skapvondur og leiðinleg- ur á allri þessari sparsemi og sjálfs- afneitun. Glaðværð og gáska mátti maður ekki úthýsa. Ég hugleiddi um hríð skapvont fólk, sem ég hafði kynnzt. Það leið fyrir hugskotssjón- ir mínar í löngum röðum, og þetta skaut mér skelk í bringu, svo að ég hypjaði mig á fund fyrsta vélstjóra, sem sat í klefa sínum með whiský- flösku á borðinu og sogpípu í og hlaða af ársgömlum vikublöðum á gólfinu. Það var vandi gamla manns- ins að lesa þennan búnka allan og byrja svo á nýjan leik, þegar því var lokið. Öll umræðuefni sín sótti hann í þessi fræði. Ég hleypti í mig kjarki og bað um tvöhundruð franka, og gamli maður- inn ýtti gleraugunum upp á ennið, drap tittlinga framan í mig og spurði, hvað ég ætlaði að gera við peninga um þetta leyti sólarhrings. Ég sagði honum, að einn hásetanna væri í vandræðum og vildi, að ég keypti af sér föt á tvö hundruð franka. En hann yrði að fá peninga strax. Fyrsti vélstjóri var góðhjart- aður maður, en hann var hvorki gull- gerðarmaður né guðsgeldingur. Hann deplaði góðlátlega framan í mig augunum og vildi fá að sjá fötin, því að hann ætlaði ekki að láta mig leika á sig. Ég hljóp undir eins fram í stafn, þreif föt varðmannsins og sýndi gamla manninum þau. Fötin voru allgóð, en því veitti gamli mað- urinn ekki athygli, að þau væru ætluð manni, sem var að minnsta kosti þriggja álna hár á sokkaleist- unum. Ég fékk peningana og fór svo aftur fram í hásetaklefann, skilaði fötunum og þvoði mér. i Einn — tveir — þrír, og' svo var það búið. Ég flýtti mér í viðhafnar- föt mín og skellti matrósahúfunni á höfuðið. Á húfuborðanum stóð, man ég: ,,The invincible“ — hinn ósigr- andi. Þá vissi ég eklr.i, hvað þetta þýddi, en seinna skemmti ég mér oft við að hugsa um þessa áletrun. Skjálfandi höndum tók ég nafn- spjaldið góða, sem ilmaði sætar en allar anganjurtir Austurlanda. Þannig tygjaður flýtti ég mér í land og þrammaði upp bryggjuna. Vatnið í dokkinni g'jálfraði þýðlega við síður skipanna. Mér fannst brydda á dálitlum glettnishreim í þessu gjálfri. Á leiðinni yfir torgið rak ég augun í blómabúð. Þar stóð gömul blóma- sölukona og bauð vöru sína. Mér datt skyndilega í hug, að „heims- maður“ Myti að færa dætrum næt- urinnar fallegan blómvönd í hvílu- laun. Ég bað um blóm fyrir tuttugu franka, og fékk svo stóran vönd, að ég hvarf hér um bil í hann sjálfur. Þessi blóm voru með stórar, rauðar krónur og langa stilka. Þau voru mjög falleg, en þefurinn af þeim var allt annað en góður — sterkur og ramur. En blóm voru þetta samt. Ég sýndi gömlu konunni nafnspjaldið hugþekka, og það færðist bros ýfir tannlausan munn hennar. Hún hristi höfuðið og ógnaði mér með vísifingri, svört eins og grafargímald. Svo benti hún eftir nokkur umsvif niður eina götuna, sem lá frá torginu, og ráðlagði mér að fara hana. Ég hélt í þveröfuga átt. Mig grunaði einhvern veginn ,að hún ætlaði að blekkja mig til þess að þræða veg dyggð- anna. Ég réð líka af axlaypptingum hennar, að þetta væri rétt til getið. Hún virtist segja: „Jæja, farðu þá til fjandans, bannsettur þverhaus- inn“. Og eftir svo sem tíu mínút- ur var ég líka kominn á Rue de Voliéres. Þetta var skrítin gata, lá hér um bil í hring og endaði í blindstræti. Húsin voru öll tvíhæða, gulmáluð, og yfir hverjum útidyrum hékk rautt ljósker, er þó átti ekki svo að skilja, að allt væri uppselt, heldur sem boð um að ganga í bæinn, því að hér væru allir velkomnir. Ég hefði getað farið í hvaða hús, sem var, því að þau voru öll eins. En ég hafði einsett mér að heimsækja maddömu Raimond. Af einhverjum ástæðum gerði ég mér í hugarlund, að maddaman byggi ein — hún væri ung og mjög falleg, fölleit kona í svörtum kjól, með myrk og djúp augu og angurvær á svipinn. Hús hennar væri hljóðlátt og tjaldað svortu flaueli. Það urðu raér þess vegna nokkur vonbrigði, er ég heyrði glaðværar raddir inni í Rue de Voliéres 36. Margar raddir karla og kvenna blönduðust þar sarnan við píanóspil, og það var alltaf sama lagið, sem var leikið aftur og aftur — „La Paloma“. Ég stóð langa-lengi við dyrnar og þorði ekki að hringja. Ég skimaði eftir kyrrlátri götunni og hefði helzt kosið að forða mér burt. Hvað átti ég að segja við stúlkurnar þarna inni? Hvernig átti ég að skýra þeim frá erindi mínu? Allt átti að vísu að fara fram gegn borgun,. en maðúr gat þó ekki gengið beint inn og fleygt peningunum á borðið, eins og í hverri annarri búð. Og segjum nú að ég færi inn — segjum, að ég hátt- aði hjá stúlku — og segjum, að svo vil'di hún þetla ekki — eða ég K®ti það ckki. Hvílík smán! Eða segjum, að ég yrði sleginn niður og pening- um mínum stolið — það höfðu skips- félagar mínir sagt, að oft henti í erlendum höfnUm. í þessum svifum hjólaði lögreglu- þjónn framhjá. Það jók mér kjark. Rue de Voliéres var þó ekki utan við lög og rétt. Lögregluþjónninn kall- aði eitthvað til mín, um leið og.hann fór hjá. Ég skildi auðvitað ekki orð hans, en tónninn var glaðlegur og kumpánlegur — hann vissi, hvert erindi mitt var. Og áður en ég vissi af, hafði ég þrifið í klukkustrenginn. Mér gafst ekki heldur neitt ráðrúm til þess að iðrast gerða minna og flýja af hólmi, því að þrjár eða fjór- ar ungar stúlkur opnuðu samstundis. Þær störðu stundarkorn forviða á sná'ðann, sem stóð í dyrunum með stóran blómvönd í annarri hendi og nafnspjaldið í hinni, og áletrunina „The invincible“ á húfunni. Svo ráku þær upp skellihlátur. Það var dillandi hlátur, laus við allan rudda- skap, og feirríni mín rauk út í veður og vind. Ég gekk inn í veitingastof- una, umkringdur hlæjandi stúlkum. Þarna var alhnargt manna fyrir, þar á meðal fáeinir ungir fiskimenn, nokkrir hermenn og fleira karl- manna. Allir voru glaðværir, en eng-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.