Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 12

Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 12
300 ALÞÝÐUHELGIN Dætur næturinnar ... tamari en norræna. Ber áritunin, einkum orðaskipun og stíll, þess ó- tvíræð merki. Og telja má, að það sé úrslitasönnun. Orðalagið á sér enga hliðstæðu í norrænu fjórtándu aldar máli, en bendir hins vegar greinilega til þess, að höfundur klausunnar hafi verið 19. aldar mað- ur af norskum uppruna, allvel les- inn í norrænu miðaldamáli — þó ekki sérfræðingur —, en daglegt mál hans hefur verið enska. Héraðið, þar sem Kensington- steinninn fannst, er aðallega byggt norrænum mönnum. Nordén vekur athygli á því, að þar hafi átt heima margir „lærðir“ skandinavar, sem vel hefðu getað, þekkingarinnar vegna, samið textann á steininum. Hann kveðst um skeið hafa „grun- að“ guðfræðing nokkurn frá Upp- sölum, drykkjumann mikinn og sér- vitring, sem ýmsar sögur fóru af í héraðinu, en „sýknað“ hann, þegar rannsóknin leiddi það í ljós, að rúnameistarinn myndi hafa verið Norðmaður. Það er naumast einber tilviljun, segir Nordén, að steinn þessi fannst í byggðarlagi, þar sem nálega allir íbúarnir eru af norrænu bergi brotnir. Og síðan bregður Nordén á glens og segir: „Loks meg- um við vera forsjóninni þakklátir fyrir það, að maður sá, sem fékk hugmyndina um að rista rúnirnar á Kensingtonsteininn, skuli ekki hafa verið sprenglærður norrænufræð- ingur. Þá hefði það vissulega vafizt fyrir sérfræðingum, að færa sönnur á hinn rétta uppruna letursins. Vafa- laust hefði þá mátt lesa í hverju fræðiriti um þessi efni, að árið 1362 hefði leiðangur Norðmanna og Gauta verið í könnunarför lengst inni í Minnesotafylki.“ Ég hef nú í fám orðum gert grein fyrir skoðunum hinna lærðustu manna, sem rannsakað hafa Kens- ingtonsteininn, og vikið lauslega að því, á hverju þeir byggja álit sitt. Síðar mun ég, þá er tími gefst til, fjalla í sérstakri grein um hin mál- fræðilegu atriði, sem eindregnast bendá til þess, að áletrunin á stein- inum sé verk einhvers skrítins sam- landa vors á síðari hluta 19. aldar. Þessar línur eru einkum ritaðar til leiðmeiningar fyrir blaðamenn, svo að þeir taki ekki of hátíðlega hverja „stórfrétt“, sem þeim kynni að ber- ast um gildi steins þessa. Frh. af 295. síðu. að þær yrðu blíðar. Maddaman veitti þessu athygli, því að hún sagði: „Jump, little frog, jump.“ Ég varð að kyssa Klöru fáeina kossa, áður en ég fór, og það gerði ég líka fúslega. Hún var ekki síður kyssileg að morgni dags. Svo kvaddi ég madd- ömuna með handabandi, þreif húf- una með áletruninni „The invin- cible“ og rauk á dyr. Ég nam skyndilega staðar, er ég var kominn hálfa leið niður stigann, og stokkroðnaði — borgunin. Henni hafði ég alveg gleymt. En ég lét mér ekki til hugar koma, að þetta fyrir- tæki væri góðgerðastofnun. Þetta var fyrst og fremst viðskiptafyrir- tæki, þótt fólkið hefði verið svo elskulegt við mig, að mér fannst ég vera meðal gamalla vina. Ég sneri við og spurði maddömuna, rjóður út að eyrum, hve mikið ég skuldaði henni, og svo auðvitað Klöru. En Klara brosti bara og sendi mér koss á fingri sér. Og maddaman? Það munu víst fáir trúa mér, en við það verður að sitja. Hún renndi hend- inni í gegnum hárið á mér og sagði: „You lil’funny boy, giv m-i-i kiss and let m-í-í s-í-í you other dime.“ Hún fékk kossinn. Þegar ég var kominn niður stig- ann og ætlaði að hlaupa út á götuna, komu sumar stúlknanna, sem ég hafði séð kvöldið áður, blaðskell- andi á móti mér. Þær umkringdu mig hlæjandi, og ein þeirra sagði: „You bad, bad boy.“ Og svo ógnaði hún mér með vísifingri og krafðist þess, að ég kyssti sig. Ég slapp ekki frá þessum glaðlyndu stúlkum, fyrr en ég hafði gengið á röðina og kysst þær allar. Ég skundaði burt í þeirri öruggu vissu, að ég væri mikið kvennagull, og stökk upp í sporvagn, sem var á leið niður að höfninni. Ég sannfærð- ist enn betur um þessa náðargjöf mína, þegar stúlkur, sem í vagnin- um voru, brostu til mín. Ég brosti á móti, og ég man enn, að ég hugsaði: Frakkland er land kvenna, víns og brosa. Bi'os mitt glæddi enn kátínu stúlknanna, og tvær virðulegar fiski- mannakonur, með stórar, hvítar skuplur, sem komu inn í vagninn í þessari andrá, litu á mig — og hlógu. Sama máli gegndi um ungan mann og tvær verksmiðjustúlkur, sem komu inn í vagninn á næsta við- komustað. Það var sem sagt mikil kátína í þessum sporvagni. Þegar ég fór út við höfnina, veifuðu allir á eftir mér af stakri vinsemd, vagn- stjórinn líka. „Elskulegt fólk, Frakk- ar,“ hugsaði ég. En trúin á kvenhylli mína og að- dáun á Frökkum rénaði þó snögg- lega. Ég nam staðar fyrir framan búð og varð litið framan í sjálfan mig í spegli, sem var festur við nafn- skjöld verzlunarinnar. Mig langaði til þess að vita, hvort á mér sæi eftir „nætursvallið“. ... Og því varð ekki heldur á móti borið, þótt á annan hátt væri en ég bjóst við. Ég hafði búizt við að sjá svarta bauga fyrir neðan augun, því að það vissi ég vera óbrigðult merki um svall og ólifnað. — En í þess stað sá ég rauð- ar skellur um allt andlitið á mér, eins og valmúa í haga. Ég bar enn merki eftir kveðjukossana í Rue de Voliéres 36. Ég þóttist vita af hverju glaðværðin í sporvagninum hafði stafað. Ég hef sjálfsagt verið líkastur skömmustulegum hvolpi, þegar ég nálgaðist skipshlið, þar sem fyrsti stýrimaður stóð reykjandi við borð- stokkinn hjá landgöngubrúnni. Svo heiftvondur var hann, að ég sá mér þann kost vænstan að vera kyrr í landi. „Jæja,“ öskarði hann og steytti kreppta hnefana. „Þar kemur þú loksins, óþverrinn þinn, skúnkurinn, ódámurinn. Komdu í lúkurnar á mér — ég skal hakka sundur á þér hrygglengjuna. Ég skal ylja þér svo um gumpinn, að þú getir ekki setzt niður í hálfan mánuð, — svona saur- lífisseggur." Ég tvísteig niðri á byrggjunni og komst að þeirri niðurstöðu, að líf mitt væri í veði, ef ég hætti mér í klærnar á stýrimarini. „Ég kem ekk- ert,“ hrópaði ég því og tók til fót- anna upp í bæinn. Klukkutíma síðar var ég aftur kominn á náðir madd- ömu Raimond í Rue de Voliéres 36, I

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.