Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 13

Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUHELGIN 301 þar sem það vakti glens og gaman, hve fljótt ég kom aftur. Ég notaði morguninn til þess að hjálpa stúlk- unum við að þvo gólfin og fægja lát- únshúna. Þetta var sama vinna og ég hafði með höndum í skipinu — hér var aðeins skemmtilegra að starfa. En mikillar vandvirkni þurfti við. Maddaman mátti hvergi sjá kusk. Að þessu loknu snæddum við hádegisverð, og ég komst að raun um, að góð vinátta var með madd- ömunni og stúlkum hennar. Hún var líkust lífsglaðri móður í hópi kátra dætra. Margar stúlknanna voru kornungar, þeirra á meðal Klara, sem maddaman virtist hafa mikið dálæti á. > Þegar matazt hafði verið, hjálp- aði ég til við uppþvott, og fór síðan ■út í bæ með Klöru, sem kaupa átti ýmislegt, er búið vanhagaði um. Við skruppum niður að höfn, og ég sýndi Klöru skip mitt, en gætti þess þó að hætta mér ekki svo nærri því, að fyrsti stýrimaður næði til mín. Höfnin var eins aðlaðandi og hægt var að hugsa sér. Beggja megin innsiglingarinnar gnæfðu hinir gömlu skotturnar, og hér angaði allt af seltu Atlantshafs- ins, fiski og tjöru og ótal mörgu öðru, sem of langt yrði upp að telja. Rennilegar fiskiskúturnar spegluð- ust í grænum sjónum — bláar, hvít- ar og gráar. Það, sem eftir var dagsins, undi ég við það að horfa á Klöru. ■ Um kvöldið kallaði maddaman mig á eintal og sagði, að mér væri velkomið að dvelja hér, og meira en velkomið, en — og það var eins og hún yrði hálf-vandræðaleg — ég yrði að muna það, hvað væri hennar atvinna, og ég yrði að minnsta kosti að borga henni herbergisleigu. Klara væri dugleg og góð stúlka, en dálítið heimsk — hún vildi ekki þiggja neina peninga frá mér, því að henni litist vel á mig. „Ja, þetta er kjána- legt“, sagði maddaman og yppti öxlum, „en Klara um það.“ Ég borgaði maddömunni og hét því með sjálfum mér, að Klara skyldi ekki sjá eftir því, þótt hún Væri mér góð. Þegar ég fór til skips morguninn eftir, vissi ég sitthvað um konur, sem ég hafði ekki vitað daginn áður. Enn þann dag í dag er ég Klöru inni- lega þakklátur — hún var góð og skilningsrík stúlka, hvað sem um at- vinnu hennar kann að mega segja. Mig hefur aldrei iðrað þess að vera með henni fyrstri kvenna. Mér var ekki eins grimmilega tek- ið á skipsfjöl, eins og ég bjóst við og ráða mátti af hátterni fyrsta stýri- manns daginn áður. Hann rak mér aðeins löðrung og tuldraði eitthvað um það, að nú væri gyllingin farin að mást af heilögum Jóhannesi, og skip- aði mér svo að lokum að ganga fyrir sig annan hvern morgun til eftirlits, sem mér fannst ærið auðmýkjandi. Auk þess setti hann mér aðrar regl- ur, sem mér virtust í fljótu bragði vera argasta móðgun við Klöru. En þetta var áreiðanlega í góðu skyni gert. Við vorum ellefu daga í La Roc- helle, og allar stundir, er ég mát.ti því við koma, var ég hjá Klöru. Ég held, að við höfum bæði verið mjög ástfangin. Maddaman hristi höfuðið, en leit þó mildilega á háttlag okkar, þótt Klara vanrækti starf sitt, því að henni gazt vel að mér, auk þess sem hún vissi, að dvöl mín í La Rohélle gat ekki orðið langæ. Við fórum í gönguferðir, þegar ég hafði lokið vinnu minni á kvöldin — geng- um hér um bil alltaf út ströndina og settumst þar á klettahöfða og horfð- um út á sjóinn. Við gátum lítið talað saman, því að hvorugt skildi tungu- mál hins, svo að við horfðum bara þegjandi út á hafið, þar sem fiski- skúturnar rorruðu á öldunum, er komu að vestan, og geislar hnígandi sólar böðuðu rauð seglin. Þegar dimmt var orðið, horfðum við á ljós- in, sem komu í augsýn og hurfu til skiptis, eftir því sem bárurnar vögguðu skipunum. í hendur héld- umst við alltaf og kysstumst við og við. Það voru þó ekki þjálfaðir koss- ar, eins og Klara hlýtur að hafa fundið, lieldur barnslegir kossar, kysstir köldum vörum, og lausir við allan losta — ekki neitt tekið út í reikning næturinnar, sem við áttum í vændum. Þetta hljómar kannske dauflega, en samt var þetta dýrðlegt. Fiskimannsdóttirin var fylliega á- nægð með það hlutskipti að sitja þegjandi hjá mér og hlusta á brim- gnýinn við klettótta ströndina. Við sátum þarna líka síðasta daginn minn í La Rochelle og vorum enn þögulli en áður — ef unnt var. Ég hafði beðizt með auðmýkt und- an störfum mínum, svo að við gát- um verið saman allan daginn. Við reikuðum um bæinn, og ég glímdi við þá þraut að láta mér detta í hug einhverja gjöf, sem henni þætti vænt um. Ég hafði tekið út allt kaup mitt, sem ekki var að vísu mikið, en lítið sem fékkst fyrir hvern franka. En mér fannst það háðung að gefa henni peninga. Ég teymdi hana framhjá hverri búðinni af annarri, í þeirri von, að athygli hennar beind- ist að einhverju, sem henni léki hug- ur á. Það reyndi á þolinmæði mína, því að Klara var ekki heimtufrek. En loks sá ég, að henni varð star- sýnt á kjól í glugga einnar kjóla- verzlunarinnar. Ekki svo að skilja, að hún innti að því, að sig langaði til þess að eiga þennan kjól — til þess var hún of hógvær — nei, virti hann bara fyrir sér með aðdáun. Hún stóð þarna lengi og horfði á hann og ætlaði svo að halda áfram. Og undr- un hennar var ósegjanleg, þegar ég leiddi hana upp þrepin og inn í búð- ina, og þakklæti hennar ekki minna, þegar henni varð ljóst, að ég ætlaði að gefa henni kjólinn, ef ég ætti fyr- ir honum. Og ég átti fyrir honum, svo að ég gat sýnt henni örlítinn vott þakklætis fyrir allt, sem hún hafði veitt mér. En þegar við staðnæmdumst á torginu, eftir að hafa farið inn í fleiri búðir og keypt hatt, skó og fá- ein pör af hönzkum, byrjaði hún að gráta hljóðlega. Og litla fiskimanns- dóttirin laut skyndilega niður, lyfti faldinum á pilsinu sínu og þerraði augun. Við áttum að láta úr höfn í rauða- býti morguninn eftir, og í fölri skímu hins komandi dags fylgdi Klara mér til skips. Um leið og við kvöddumst rétti hún mér dálítinn böggul. Mér virtist hún leggja bann við því, að ég skoðaði, hvað í honum væri, fyrr en skipið væri farið úr höfn. Þegar við sigldum út á milli skotturnanna gömlu, stóð hún enn veifandi fremst á bryggjunni — í bjarma upprennandi sólar. ... Ég sá hana aldrei framar, en ég óska þess af heilum huga, að lífið hafi farið um hana mjúkum höndum. ... í böggl- inum, sem hún fékk mér, var þykk, prjónuð ullarpeysa af þeirri gerð, sem franskir fiskimenn nota. Þvert yfir brjóstið voru breiðar rendur, rósofnar, og í bréfi, sem fólgið var í

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.