Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 16

Alþýðuhelgin - 29.10.1949, Blaðsíða 16
304 ALÞÝÐUHELGIN SMÆLKI BJÖRGUN. Annan dag maímánaðar 1822 sáu menn, er voru við selveiðar á báti úr Borgarfirði eystra, af sjónum sex menn í fjöru á eyðisvæði við Glett- inganes sunnanvert vií?' fjörðinn. Kom þeim þegar í hug, að það myndu skipbrotsmenn, eins og líka reyndist. Var þar Thomas Thompson skipherra, stýrimaður og fjórir há- setar af briggskipinu „The Wear“ frá Lundúnum. Skipið var um 108 lestir og átti skipherrann þriðjung þess. Höfðu þeir lagt út 12. marz og ætluðu að sækja ís. Komust þeir inn í hann hinn 27., en 28. liðaðist skipið sundur og sökk. Skipverjar voru alls 11. Drukknuðu nú tveir hásetar, en skipherra, stýrimaður og fjórir há- setar fóru í kaf á meðan þeir voru að leitast við að losa bátana, en gátu ekki. Voru þeir síðan 12 daga á ísn- um, unz þeir höfðu búið sér til bát úr stórgerðu lérefti og fjölum, og ætluðu sér með fyrstu að smjúga á honum milli jakanna til íslands, en treystu eigi bát sínpm til þess er á herti. Sneru þeir aftur að tveim dögum liðnum og komust eftir fjóra daga þar frá í auðan sjó austanvert við ísinn. Þar dvöldu þeir einn dag til þess að rota sel sér til bjargar. 20. apríl var vindur N.N.V. Sigldu þeir þá og ætluðu að halda bátnum til Færeyja, en vindur gekk skjótt til austurs, svo þeir stýrðu suðureftir í tvo daga, og vonuðu að vindur mundi ganga til, en neyddust svo til að halda undan til íslands. Eftir fjögra daga siglingu reiknaðist þeim, að þeir myndu vera komnir nálægt Reyðarfirði. Rak þá á suð- vestan storm, og sáu þeir ekki land fyrr en að kvöldi hins 29. Dóu þá þrír hásetar, er eigi höfðu smakkað vatn í sex daga. Þann 30. lentu þeir á áðurnefndu nesi sunnan við fjörð- inn og biðu þar þangað til selveiða- mennirnir tóku þá fársjúka og stór- skemmda á fótum og fluttu inn í Borgarfjörð. Var þeim þar komið fyrir á þrem helztu bæjunum og hjúkrað sem bezt. Hrakningasaga þessi er tekin eftir bréfi skipherr- ans til Páls sýslumanns Melsteðs, dagsettu 11. maí það ár. (Annáll 19. aldar.) * * BJÖRN í LUNDI. Björn bóndi í Lundi hafði hvefsað Jón skáld Thoroddsen í orðum. Jón kvað: Sagði guð við söfnuðinn, sem í heimi undi: „Allt er gott nema andskotinn og hann Björn í Lundi.“ Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.