Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Síða 1

Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Síða 1
30. tbl. 1. árg. 1949. STEPHAN G. STEPHANSSON. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins hefur nú eigi alls fyrir löngu sent frá sér fjórða og síðasta bindið af „Bréfum og ritgerð- um“ Stephans G. Stephanssonar. Mun það eigi ofmælt, þótt fullyrt sé, að útgáfa þessara rita sé ein- liver merkilegasti- bókmenntaviðburður síðustu ára. Enginn íslendingur, sem bera vill það nafn með fullri sæmd, getur á- mælislaust látið und- ir höfuð leggjast að lesa þessar bækur. Þegar bréf Stephans og ritgerðir eru orð- in almenningseign, ásamt ljóðum hans, verður persónuleiki þessa stórbrotna skálds og manns þjóðinni fyrst ljós til nokkurrar hlítar. Og þá verður minn- ingin um það, sem Stephan var og vann, eiríhver dýrmætasta eign vor íslendinga, fagur vottur þess, sem íslenzk alþýðumenn- ing hefur bezt alið, ótvírætt merki um innri styrk hennar og lífsmagn, þrátt fvrir hinn þrönga stakk, sem ytri skilyrði sniðu henni oft og einatt. „Gildi hans er ekki einskorðað við þjóðernið. Slíkir menn styrkja trú vora á mátt og megin manneðlisins.“ Stephan G. Stephansson á miðjum aldri. Því miður hefur útgáfu bréfa Step- hans og ritgerða ver- ið gefinn minni gaum- ur en skyldi. Fátt eitt hefur verið um hana ritað, og sala þessa mikla ritsafns mun hvergi nærri vera svo mikil, sem það á skil- ið. Það er þess vegna engin ástæða til að biðja afsökunar á því þótt Alþýðuhclgin só að þessu sinni helguð Stephani G„ með þeim hætti, sem til- tækilegastur varð að teljast, að birta fáein sýnishorn úr ritgerð- um hans og bréfum. Geti það orðið til þess, að gera ein- hverjum lesendum Ijósara en áður, hví- líkur fjársjóður mannvits, dýrkeyptr- ar lífsreynslu og sannrar listar er fólg- inn í ritum þessa ís- lenzka stórmennis, er tilganginum náð. Sigurður Nordal kemst þannig að orði í inngangi að útgáfu sinni á Andvökuúr- valinu frá 1939 (ein- hverri ágætustu rit- gerð, sem samin hef- ur verið um íslenzkt skáld): „Það er ef til vill ekki úr vegi að

x

Alþýðuhelgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.