Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 4
324 ALÞÝÐUHELGIN t * lesa rit Tómasar Carlyle — góður og glaðvær og bjartsýnn, aldurhnigni og heilsulausi mæðumaðurinn. Ég bæði kenndi í brjósti um hann og dáðist að honum fyrir þolgæði hans. Hann var hvatfær á Halldórsstöðum, ungur þá. Vestan hafs vorum við Friðrik löngum kunnugir og lengst af sveit- ungar. Oft bar okkur á milli. Aldrei vissi ég til, að óvild yrði úr því, jafn- vel þó í kapp færi. Hann varð mér því vinveittari sem lengra leið á ævi okkar. Pálma hitti ég í Rvík 1917. Hann bað mig að koma heim til sín. Það gerði ég eitt kveld, ófyrirframboðað. Hann tók mér sem heimamanni sín- um. Við röbbuðum á nótt fram, mest um Halldórsstaðaveru okkar. Hana hélt ég mig nokkuð vel muna. Á hinu furðaði mig: hann mundi vel líka og gat jafnvel minnt mig á. Að tvennu spurði ég hann, hví hann hefði aldrei ritað neitt að marki í sínu aðalvið- fangi, íslenzkunni, lét hann skilja, að mér þætti það áskortur. Hann sagðist aldrei hafa haft hug á því. Hitt var: hvort þeirra færu ekki enn bréf á milli, síra Friðriks og hans. Vissi, að þeir voru lengi máíar og rituðust á.'Hann kvað ekki svo vera þá, en hefði lengi staðið, en ioks slitnað upp úr út úr trúmálum, á þeim árum, þegar síra Friðrik þótti þar íhaldssámastur. Við Jón Múli skiptumst bréfum á eitt sinn eða tvisvar, eftir vistina saman. Því lauk, þegar ég fluttist vestur, og aldrei hittumst við, svo að fundum bæri saman. Halldór heimsótti ég um vorið eft- ir, að bón hanS. Með mér voru börn föðursystur minnar, Guðnýjar Stephan G. Stephansson flytur ræðu á íslendingadegi í Wynyard. Eyjadalsá, þau Guðni og Helga. Við vöktum nótt á Bjarnastöðum. Ætl- uðum að ganga Skjálfandafljót á ís, beint yfir að Mýri. Þegar að fljótinu kom, var ísinn allur jaka-floti. Hláka var á. Samt réðumst við yfir og tókst það slysalaust. Þegar yfir kom, stóð Jón bóndi á Mýri á fljótsbakkanum, hafði hlaupið að heiman, þegar til ferða okkar sást, og heilsaði okkur svo, þegar við náðum landi, að skilið ættum við að vera tekin þar og kag- hýdd fyrir fíflskuna. Jón var inn mesti gætnismaður til orðs og æðis. Þessu hafði ég gleymt, en Helga frænka mín mundi það enn, þegar ég kom heim. Þetta voru síðustu kynni okkar Halldórs. Ég held Jón (Múli) hafi í þá daga, sem við kynntumst, verið ætlaður til skólanáms. Hann var okkar fjöl- kunnugastur ýmsu þess konar staf- rófi. Hafði átt við byrjun til þýzku, latneskr- ar málfræði og fleira, en ekkert framhald orðið. Hann hafði líka lært 30 ,,tíma“ í 100 Timer i Engelsk, sem var okkar skólabók, áður en við byrjuðum saman. Eiginlega var kennslan engin, nema bókin. Við hlýddum hver öðrum yfir lærdóminn, en gerðum þýðingarnar hver út af fyrir sig, og bárum okkur ekki saman um þær fyrr en eftir „yf- irheyrslu“ Guttorms. Honum var létt að leið- rétta stílana, þeir voru prentaðir sér, eins og þeir áttu að vera, í ,,Nöglen“, kveri sem fylgdi og hann hafði undir höndum. Síra Jón Austmann skildi ensku nokkuð. var talinn fær í henni og sagði að sér hefði veitzt hún létt lærð, . sökum latínu- kunnáttu sinnar. Þó var framburði frekar ábótavant og til bar það, að hann gat»ekki leyst úr á bók, sem ég las, þegar mig þraut, helzt auðvitað þegar til alþýðumáls var brugðið. Síra Jón var bæði tígulegur maður og fríður á velli og prúðmannlegur og kurt- eislega broshæðinn. Mér er sem ég sjái hann, þegar hann svaraði stráknum, sem hélt, að „fiskurinn væri æðsta dýrið“, og sem þu minntist á og ég hafði heyrt og munað. T. d. var hann eitt sinn að tala við mig um emb- ættisbróður sinn, sem var orðlagður fyrir að vera ölkær. „Mér leiddist hann mest,“ sagði síra Jón, „þegar úr honum var rokið. Þá fékk hann svo mikla brennivínssamvizku á eftir. Einu sinni í slíku kasti bað hann mig að segja sér bróðurlega, hvort ég gæti ímyndað mér, að slíkur syndaselur sem hann væri myndi geta orðið sáluhólpinn." Ég gat varla að mér gert, en spurði þó: Hverju svöruðuð þér? „Ó, ég bara sagði ósköp rólega: Ætli að það slark- ist ekki einhvern veginn af?“ Ekki hló hann, er\ svipurinn sagði til.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.