Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 5

Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUHELGIN . 325 Góður var síra Jón mér, ekki síður en öðrum. Væri ég gestur, sótti hann mig og setti til borðs með sér í betri gestaröð sína, sem mér var þó aldrei um. Ég var aldrei framgjarn, og var feiminn í þá daga. Við lækningar íékkst síra Jón, var ,,hómópati“, áð- ur „allópati“, en varð, sökum kostn- aðar, að sagt var, að fella sig við það, sem átti við ódýrari lyf. Vel þótti honum oft takast, einkum meðan hann var ,,allópati“. í Mjóaaal varð cg eitt sinn undir hans læknishendi. Flökkuveiki gekk eitt sumar, sem hann og allir ncfndu „gallsótt", sótt- hiti og grimmt „tak“. Ýmsir dóu. Ég var kvíasmali annan hvern morgun, móti vinnumanni öðrum, og hvert kvöld. Þurfti á ról að morgni, um kl. 4, áður cn „Mývatnsvargurinn" fór á fætur og ærnar ílúðu oían i grófirnar morgun vakna ég „altekinn", þyrstur og log- andi. Belgdi fulla blönduskál. Það var (á) mánudagsmorgun. Ég missti strax rænu. Rámaði aðeins í, í þoku þó, að ég sæi móður mína við rúmið.miit. Hún var þá vinnukona á Mýri. Og mér fannst ég sjá síra Jón Aust- mann og heyra hann segia við hana: „Það lítur tæplega út, að hann lifi það af, þó sárt sé með svona myndarlegan dreng.“ Seinna vissi ég, að rétt var. Um næstu helgi hafði mér létt-og var með ráði. Síra Jón vitiaði mín þá aftur. í Mjóadal var hreppskarl, Kristján fótalausi, kallaður „Nuff“. Lá úti og kól. Sagaðir af fingur og fætur. Hafði ver- ið ódæll, og var hvorki greindur né geð- mjúkur. Karl átti rekkju andspænis minni. Hafði orðið lasinn líka og lá fyrir. Síra Jón sneri sér að honum og spurði mjög hæversk- lega: „Hvernig líður þér, Kristján minn, ertu sárveikur?“ Karl varð önugur, lét illa yfir heilsu sinni, enda kvað hann enga batavon sökum næringarleysis síns. en karl var mat,- heill. Síra Jón spyr, hvort hann hafi ekkert nærzt í morgun. Að vísu, en ekkert að ráði. Já, en gat hann sagt hcr um bil, hvað lítið það var? Það var ekki nema tveggja marka skál af skyri og mjólk, t\fcir eða þrír fjórðu- partar af flatköku, og hálfur smáfiskur, og Kristján hafði orðið að skila þunnildisstykk- inu aftur, sökum lystai’leysis. Ég vissi að þetta var satt, hafði séð það. Síra Jón leit undan og til mín. Spaugið skein út úr honum og svari hans: „Það má ekki búast við bráð- um bata, meðan svona er.“ Ég hef oft verið næmur fyrir því, sem mér þótti skrítið. Mig greip hlátur. Síra Jón tók mér strax vara fyrir. Sagði hættu á, að mér þyngdi aftur. Þetta kom fram. Ég lá enn í viku og missti aítur ráð. Svo ralmaði ég við, en var svo máttfarinn, að mér var fyrirboðið að hreyía mig út úr húsi. Nokkru síðar vorum við Sigurbjörg föðursystir mín ein heima. Ilún við frámmiverk. Ég stalst út. Skjögraði niður völl, ofan að Mjóadalsá, stuttan spöl. Lagðist niður. En varla hef ég í verra kom- izt cn að hafa mig hcim. Hélt ég „yrði til“ á túninu í bezta veðri. En eftir þetta fór mér dagbatnandi, þó ,,systir“ setti ofan í við mig fyrir út- hlaupið. \ el héldum við piltar okkur að le. trinum á Ilalldórsstöðum. Lásum kvölds og morgna. Við lögðum af. „Hvergi hef cn orðið mat mínum fegnari." Jón iauk við bókina. Hafði lcsið nokkuð áður. Ég lauk ekki við alveg. Las heima á tómstundum hjá sjálfdm mér, það sem eftir varð. Halldór komst ögn skemmst. Á þess- Einn ari ensku, slík sem hún var, fleytti ég mér þegar vestur kom, hér um bil vandræðaiaust. Skildi þó betur á bókina. Heima las ég á ensku „Norð- urför Schaffners“ (til Svalbarðs eða Jan Mayen, minnir mig), Arnljótur síra Ólafsson var í þeirri för. Stutt bók og hroða-leiðinleg byrjanda. Hálvísindaleg. „The Vicar of Wako field" las ég líka á ensku. Fátt var um enskar bækur. Við piltar lékum okkur úti, meðan soíið var í rökkrinu. Höfðum þá, hvort sem var, ekkert ljós. Fundum sleðagarm. Fórum „hátt í hlíð“, sett- umst á og renndum okkur niður. Ileimasætur og vinnukonur slógust í sleðaferðirnar og þótti allskemmti- lcgt. Vandi nokkur var þó á. Fjós- haugur mikill var á vegi okkar, og Skrifstofa Stephans G. Stephanssonar. -áK

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.