Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 9

Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUHELGIN 329 öfund né yfirlæti. Ég get þagað, en aldrci sagt annað en mér finnst um það, sem ég annars hef reynt að gera mér grein fyrir. Svo cr ég nú eins og liver maður annar: Veit bara nrínu viti. ÚR BRÉFJ TIL JÓNS JÓNSSONAR FRÁ SLEÐBRJÓT 11. ÁGÚST 1913. . .. Áður gat ég setið og ruglað við kunningjana, hvenær sem mér slapp verk úr hendi, eða gert mér vökunótt til þess, eftir dagsverkið, en nú er ég orðinn viðutan og höfuðlamaður eít- ir hvern erfiðisdag, og vil helzt sofa1 eða verða að engu, gæti ég það fyrir lúa-verkjutn í skrokknum. Ég gæti hugsað mér það himnaríki, að mega sífellt vinna, en vcra alltaf vel fyrir kallaður. Þú minntist á félag korn- yrkjumanna og kjarabót bænda með samtökum þeirra milli. Ég fagna öllu, sem við einhvern ójöfnuð berst, jafnvel stétta-stríðinu. Það er vott- ur um vitkun á því, hve fyrirkomu- lagið er allt ósanngjarnt með okkur mönnum. Sjálfur er ég bóndi að nafninu — og þú hefur heyrt sög- una, sem ég las einhvers staðar, að Brandes sagði af sér og Ibsen heitn- um. í viðræðum þcii'ra fór Ibsen að dást að því, að Rússland væri eina landið í heimi, þar sem manni gæti hlotnazt það lán, að verða píslar- vottur frelsisins, nú orðið. Dreng- hnokki, sonur Ibsens, var þar hjá þeim. ,,Svo,“ sagðist Brandes hafa svarað, ,,þú kallar það lán, ef þessi fengi rússneska hýðingu,“ og benti á piltinn. Ibsen hikaði ögn á svarinu, en sagði loks: „Já, væri hann á Rúss- landi, ætti hann að vera sá, sem hýddi, en ekki sá, sem hýddur væri.“ Eins er fyrir mér með mína stétt. Af tvennu til, vil ég heldur að hún hefði vit á að hýða, en flónsku til að láta hýða sig, eins og hún gerir': Ég er, held ég, jafnaðarmaður inn við beinið. Ég held, að hornsteinn sanngjarnari hagfi’æði sé sú mæli- stika Marx, að manns-vinnan sé verðmæti hlutanna. Sem sé, ég ætti að fá jafnmikið fyrir kút af kartöfl- um, eins og þú fyrir kút af gulli, sé fyrirhöfn okkar fyrir báðum jöfn. Öll önnur vei’ðlegging hagfræðinnar finnst mér verða að völundarhúsi,. sem enginn ratar út úr. Sá, sem framleiðir lífsþarfir okkar, andlegar og líkamlegar, er eini nýti maðui’- inn. Það er kannske svo sem fimmti Skáldaugun. Um lcið og ég þakka hinum ágæta fræðimanni prófessor Watson Kirk- connell fyrir hans einlægu og góð- viljuðu ummæli um skáldið Stephan G. Stephansson, í tímariti: ,,Uni- versity of Toronto Quarterly, Vol. V, No. 2, January 1936“, þar sem hann tclur Stephan G. mcsta skálcl Canada, og áréttar ummæli sín með því^að telja hann mesta skáld ís- lendinga, sem uppi hefur verið að fornu og nýju. Við, sem erum íslcnd- ingar vitum, a,ð góðvitrustu þjóð- bræður Stephans hafa komizt að líkri niðurstöðu og W. K. og á undan honum, sem eðlilegt var. Eigi að síður á hinn góðviljaði tungumála- og hugsjónafræðingur próf. Watson Kirkconnell hugheil- ustu þakkir, skyldar allra íslendinga og þeirra, sem hlutdrægnislaust unna manndómi, fyrir það að vilja gefa samtíð og framtíð ábyggilega lýsingu, bæði af skáldinu og mann- inum persónulega. Þó vil ég allra vinsamlegast gera þá athugasemd við mannlýsingu prófessorsins, að Stephan G. Stephansson hafði ckki blá augu, eins og segir í áðurnefndri ritgerð hans. Ég hefði varla þorað að gera þessa athugasemd, ef ekki hefði verið fyrir það, að ég átti tal um þetta atriði við Stephan sjálfan, og spratt það samtal víst út af ritgei’ð eftir Dr. Helga Pélurss, og ummæl- um hans og athugasemd við lýsingu á augnalit Þorsteins skálds Erlings- sonar, þá nýlega dánum. Þorsteinn var sagður að hafa verið inócygur. Ég hef ekki í svipinn við hendiná ummæli dr. H. P., en þau voru á þá hver maður, hinir fjórir eru ómagar, gagnslausar uppætur, „prelátar“ og „patrónar“, prestar og „pólitíkusar, herrar og hermenn, „agentar“ og ó- menni. Svona er ég nú innrættur, Jón minn. En mér finnst ég vilji öllu vel, sem í áttina miðar, jafnvel bótatilraunir á stangli, sem ég þyk- ist vita, að ekki séu nema kák, ef til allra er litið. Slík finnst mér leið okkar manna til að læra að lifa, og bænda-vitið fyrir sig er þar í einn þátturinn. ... leið, að margt gæti nú málum bland- azt, þegar bláu augun Þorsteins Ei’lingssonar voru talin brún — að honum nýlega liðnum. En hvaða lit- ur cr á augunum þínum? sagði ég við Stephan. Ef ég skyldi uppi hanga, og þcim yi'ði ckki létt lýst, að honum látnum? — „Já, ég hef þessi kynlegu augu, sambland af brúnu, bláu og gráu, uppistaðan er gi’á og blá, en þetta ljósbrúna ívafið. —- Matthias hafði líkan augnalit.“ Nú bið ég prófessor Watson Kirk- connell vinsamlega að taká þessá leiðréttingu til greina, og árétta xim- mæli sín unx augnalit Stephans G. Stephanssonar í áðurnefndu tíma- riti, því það er á lxans færi þar, en ekki mínu. Sömuleiðis bið ég þjóð- bræður og systur, bæði hér og á ætt- jörðinni, að festa í minni ofanski’áð- ar línur, þær sem innan tilvitnunar- merkja standa. Með vinsamlegri kveðju og þökk. Jakob J. Norman. 27—9—36. ----------♦---------- < ÚIÍ BRÉFI TIL GUÐMUNDAR FINNBOGASONAR 30. nóv. 1921. . . . Svo er „Stjórnarbót“ þín þakkarverð, elja þín og velvild að. brjóta heilann um þessi nxannamein í vorum holgrafna hcimi, jafnvel þó ekki yrði enn gripið læknishendi á hverju kýli, nema með reynslunni, sem aðéins sést í ,,anda“. Élokkar og blöð eru sem þú segir. Það er bert. Og þó ckki sé til meira mæizt en bótar á þcssa flakandi flík: fyrir- komulagið, þá er það á allt í átt við umbót-vona, og hleypir í menn hug- í’ckki um, að mannheimur stýrj uin síðir ólaginu af. Mér skilst, að Krist- ur og ýmsir aðrir menn hafi skilið við hugsjónir sínar naktai’, með að hugsa þeim ekki neinar fyrirkomu- lags-umbúðir, en sem ýmsir býlt- ingamenn og „bolshevikar“ séu áð í’eyta sanxan í’eifar á, og sú ágizkun er mér til ánægju. Hitt hi’æðist ég, að enginn einn umbúnaður dugi, ef „alltaf lifir andinn sami“, andi á- gengninnar, þeirrar almennu heimsku, að ala sjálfan sig á öðrum og trúa, að slíku fylgi farsæld. Það er að mínu viti sú heimskasta hag- sýni, gagnvart einstökum sem öll- um, og ekkert vit -í. . . -.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.