Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 10

Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 10
330 ALÞÝÐUHELGIN Sigurd Hoel — Niðurlag. Myndasafn af glötuðum sálum. Karsten Haugen vár sonur sýslu- manns einhvers staðar uppi í Guð- brandsdal. Hann lagði stund á mál- fræði, en hætti námi, þegar hann uppgötvaói, að hann hefði skáld- skapargáfu. Ég er ekki fær um að leggja dóm á þessa gáfu hans. Víst er það, að fáum árum fyiir styrjöldina hlaut hann mikla viðurkenningu fyrir leikrit, sem hann samdi um guð- hræðslu og erfðasynd. Eftir þaó fékk hann háan utanfararstyrk og ferð- aðist fyrir hann til Þýzkalands og Ítalíu. Það var árið 1937. Hann kom aftur stórhrifinn og rit- aði nokkrar greinar um áhrif þau, sem hann hafði orðið fyrir. Hann var ekki stjórnmálamaður, en þar svðra gerðist margt athyglisvert. Þar var trú, og þar var stíll, og þar var æskn! Að sjá hana ganga hergöngu. ... Og án þess að taka stjórnmálalega af- stöðu (það kom fram, að það var undir virðingu fagurfræðingsins), þá varð hann að segja það, að sá, sem hefði heyrt og séð Mussolini, 11 Duce, halda ræðu frá svölunum við Piazza Venezia, hann hefði lifað stund, sem ekki væri auðvelt að gleyma. Og sá, sem hefði heyrt Hit- ler, þennan fyrrverandi málarasvein, tala fyrir hundi-uðum þúsunda manna á hátíðarsvæðinu í Níirnberg, hann hefði í raun og sannleika lent í þrumuveðri. ... Greinar þessar vöktu talsverða gremju hjá ýmsum mönnum. En við, sem þekktum hann frá fornu fari, létum okkur hægar. Við höfðum vitað öll þessi ár, að það var eitt- hvað undarlegt við tilfinningalíf hans. Þess varð undir eins vart, þegar hann kom‘ iríh í herbergi — hár vexti, dálítið álútur, með flökt- andi augnaráð, fölleitur, með slap- andi kinnar og poka fyrir neðan augun, þvalur á höndunum; þær voru ævinlega rakar, eins og hann hefði rekið þær niður í volgt og slepjulegt vatn. Eftir því, sem ég bezt veit, var hann ekki kynvillingur í ástalífi sínu. Hann hafði að minnsta kosti, eftir því sem tímar liðu fram, átt margar ástmeyjar, hverja á fætur annarri. En — já, tilfinningar hans voru einkennilegar. Hann varð al!t- af svo fram úr hófi hrifinn af valdi og skrauti. Ifann kiknaði í kniálið- unum aí því að sjá hersýningu, varð frá sér numinn af hrifningi^ ef ræðumaður barði í borðið til á- herzlu orðum sínum og höggin voru mögnuð með gjallarhornum, en hornaflokkur kvað við á eftir: tatra- ta. Hann dáðist að sterkum mönn- um á öllum sviðum og var æstur í að horfa á hncfaleika. En það hlýtur líka eitthvað að hafa búið með honum, sem andæfði þessum tilhneigingum. .Hann hafði unun af því að baknaga menn, sem hann annars dáðist að. Það varð honum að list. Hann kaus helzt að baknaga menn, sem voru í sama herbergi og hann, og illgirnin kom oft fram sem eins konar lofræða, en nokkrum smáorðum skotið inn í, svo að merkingin varð öfug. Ef sá, sem hann var að hallmæla, nálgað- ist, heilsaði hann honum einstaklega alúðlega og endurtók nokkuð af því, sem hann hafði nýlokið við að segja. Þegar aukasetningunum var sleppt, var þetta stórkostlegt skjall. Við þess háttar tækifæri skotraði hann augunum samtímis til beggja hliða og vænti sér aðdáunar úr báðum áttum. Ekki varð hjá því komizt, að þessi tvöfeldni kæmist einstaka sinnum upp. Þá féll honum strax allur ket- ill í eld. Þá gat hann bunað út úr sér þvílíkum ástarjátningum og andriki, að hinar frægu loftungur við hirð Noregskonunga að fornu hefði getað gert betur. Það voru þessir eiginleikar hans, sem gerðu það að vekrum, að sumir okkar vildu heldur vera í öðrum fé- lagsskap en þeim, sem hann var í. Og það voru sömu eiginleikarnir, sem ollu því, að við urðum ekki svo mjög hissa á þessum blaðagreinum hans. Jafnframt var það alveg augljóst mál, að ef svo hefði viljað til, að hann hefði ferðast til Moskvu, í stað þess að fara til Núrnberg, og séð skrúðgönguna á Rauða torginu þar 1. maí, myndi hann, ef unnt var, hafa orðið enn hrifnari. Hann var sem sé í raun og veru róttækur. Tók ekki þátt í stjórnmál- um, en var róttækur. í fyrsta lagi var róttæk stefna greinileg arfleifð í norskum bókmenntum — Werge- land, Vinje og Fjörtoft og svo fram- vegis, já, í stuttu máli ... En auk þess kom það af sjálfu sér, að só maður, sem brotið hafði af sér alla fjötra og var andlegur leysingi, var róttækur í eðli sínu. Hafði samúð með þeim, sem eiga við kúgun að búa, og svo framvegis, að minnsta kosti að stefnu til. Var fylgismaðui' stjórnarbyltingar sem hugsjónar, þó að hann sem andans maður tæki vitanlega undir með Ibsen: Prúðbúinn með hanzka á höndum heima’ eg sit, unz fæ ég kall. ELnkemiilegt, að sýslumannsnubb- ur ofan úr afdal skyldi geta fram- leitt svona fyrirbrigði. Þegar hann varð þess var, að mönnum féllu ekki blaðagreinar hans í geð, dró hann sig í hlé og varð hálfforviða. Hvað er nú þetta? Ríkti ekki lengur hugsanafrelsi í þessu landi? En hvort sem svo var eða ekki, þá kaus hann heldur vinsæld- irnar og ritaði nokkrar viðbótar- greinar, þar sem hann gerði gys að ýmsu í einræðislöndunum. Grein- arnar voru með léttum blæ, sem varð þó að allmiklum blæstri, þegar hann tók að ræða um skort á andlegu frelsi hjá þessum miklu, en að mörgu leyti óhamingjusömu þjóðum. . • • Hinn þögli grátur Gyðinganna innan -við niðurdregin gluggatjöld hlaut að nísta sál hvers tilfinningaríks manr.s. Þessar greinar endurreistu að nokkru vinsældir hans. Og Karsten Haugen myndi sennilega hafa átt fram undan sér jafna og beina braut upp á við, með skini og skúrum, eins og gerist, ef atburðirnir 9. apríl 1940 hefðu ekki átt sér stað. Hernámið svipti hann ýmsum þægilegum venjum. Styrjöldin í Noregi fór í taugarnar á honum, þó að hann væri sammála löndum sín- um í grundvallaratriðum. Vitanlega áttum við að verjast, en að hvaða notum kom það, úr því að við höfð-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.