Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 11

Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUIíELGIN 331 um látið landvarnirnar undir höfuð leggjast í svo mörg ár? ... Hitt var verra, hve erfitt var að fá fyriríramgreiðslur hjá bókaútgef- endum, dagblöðum og tímaritum. Hugsaði enginn um mcnntálífið á þessum timum? Jafnframt fór ekki hjá því, að herfylkingar Þjóðverja orkuðu á hann hægt og bítandi. Kiknandi í knjáliðunum réð hann það af haust- ið 1040, hvað gera skyidi. Hann varð eitt af hirðslcáldmn hins nýja tíma. Hann baknagaði hina nýju hús- bændur sína frá upphafi. Hann kom til þeirra manna í stjórnarskrifstol’- unum, sem honum var kunnugt um að voru góðir Norðmenn, og hann vissi að sátu þar og unnu skemmd- arverk, — komu skjölum undan, gerðu eftirrit á laun og brenndu plögg, ef þeir gátu því við komið. Þeim var engin leið að bíta hann af sér. Þessum mönnum sagði hann skemmtUegar sögur um mikilmenni síðustu daga. En í dagblöðunum skreið hann flatur fyrir þeim. Það var erfitt að lesa þessar greinar hans án þess að hugsa sér smáathugasemdirnar, sem hann myndi hafa bætt munnlega við. Önnur eins ritlist og í hinni aumk- unarverðu norsku hirð Quislings hafði ekki verið til í Noregi síðan Ólafur helgi — sem því miður ekkert ski-ifaði — lagði frá sér ritfjóorina. Sem stendur rær hann lífróður, svo að freyðir um kinnungana. í guðanna bænum — menn hafa þó ekki tekið þessi smámisgrip hans al- varlega? Hann, skáldið ... Skáldið verður fyrir svo margs konar áhrif- um. ... Og auk þess var á það að líta, að ef hann hefði ekki gert það, myndi einhver annar hafa gert það. ... Það var í raun réttri af nokkurs konar meðaumkun með hinu óljósa í þessari nýju hreyfingu, að hann ... Hann hafði látið sér detta í hug, að hún hlyti að geta tekið einhverri menningu. Einhverri göfgun. En þar hafði honum því miður yfir- sézt, og hann hafði líka orðið fyrst- ur manna til að uppgötva það. Mis- grip, elns og hann hafði sagt. En nú sat hann þarna fastur, og ... Það var ekki svo auðvelt að komast út úr því aftur, meðal annars beinlínis fjárhagslega. En hann óskaði þess eins, að menn vissu það, að hann hefði aldrei í alvöru verið með þess- ari — þessum ... Aldrei. Ekki and- artak. Ó! Og svo erum við að lokum komnir að Carl Heidenrich. Ég veit ckki almennilega hvers vegna ég tel hann þeirra verstan, og þó hygg ég, að ég viti það. Hinir — það er auðsætt hverjum manni, að þeir voru lialdnir veru- legum skapbrestum. Tveir þeirra voru svo gráðugir, að það stappaði nærri geðveiki. Þegar pylsa var hengd upp fyrir framan nefnið á þeim, var þeim öllum lokið. Einn fór til fjandans vegna mein- loku, sem hann var haldinn, annar vegna sjálfsblekkingar, sem sligaði hann, þriðji vegna afvegaleiddra eðlishvata og sá fjórði vegna ótrú- legrar heimsku. Og allir voru þeir svo einmana, að sú byrði varð þeim ofraun. Ma'ður getiu' orðið svo myrkfæiinn, að hann þakkar fyrir að fá að vera í félags- skap með draugi. En Carl Heidenrich hefur engar slíkar afsakanir. Hann var læknir í einum smábæjanna — meira að segja mjög ‘duglegur læknir, sem hafði nóg að starfa og góðar tekjur, eftir því sem heimildarmaður minn hefur sagt mér frá. Kvæntur lag- legri, viðfelldinni konu, samkvæmt sömu heimild, og þau munu hafa átt börn. Maður í góðum efnum og vel gefinn. Fullkomlega með réttu eðli, eftir því sem séð varð af ytra borð- inu. Hver ósköp gátu hafa komið honum til þess að skerast úr leik og gerast böðull landa sinna? Ég hef ekki séð hann í meira en tuttugu ár, og þó tel ég mig vita það. Maðurinn var kaldlyndur. Honum fannst allir aðrir menn vera graut- arhausar. Vegna skorts á vitsmunum létu allir aðrir stjórnast af svoköll- uðum tilfinningum sínum. En skki hann. í hans augum var lífið reikn- ingsdæmi, spurning um áþreifanleg- an hagnað. Hann leit á læknisfræði- nám sitt, eins og hann sagði sjálfur frá, sem nauðsynleg óþægindi, veg til þess að græða á ríflega fé. Svo græddi hann, eftir því sem stundir liðu fram, ríflega fé í þessum smá- bæ sínum. Og svo kom styrjöldin og hernámið, fyrsta andstyggilega tíma- bilið, þegar allir skynsamir menn gengu að því vísu, að Þjóðverjar hlytu að sigra. Hann var áreiðanlega einn meðal hinna fyrstu í smábæn- , um, sem gekk að því vísu. Og þar sem hann hafði aldrei leitt hugann að öðru en því, sem borgaðj sig, þ. e. a. s. borgaði sig á áþreifanlegan hátt, þá gaf hann sig, — með ein- hverjum afsökunarorðum fyrir siða- sakir, að ég ætla, en framar öllu með þóttafullu, drýgindalegu brosi og meðaumkun með öllum þessum ó- björgulegu moðhausum, sem ekki vildu eða gátu skilið — djöflinum á vald. Já, á vald djöflinum. Hann er engin gáta. Og nú, þegar hann hlýtur að sjá, að hann hefur reiknað skakkt, ,og að allir heimsk- ingjarnir voru vitrari en hann, nú rær hann, auðvitað — ég veit það, þó að enginn hafi sagt mér það. Og honum svíður þetta, og hann brýtur heilann. Brýtur heilann um, hvernig hann eigi að koma því svo fyrir, að hin töluðu orð verði sem ósiigð og gerðir hlutir sem ógerðir. Og spyr sjálfan sig sí og æ: Hvernig á ég að bjarga mér? Það eina, sem hann spyr ekki sjálfan sig um, er þetta: Hver er ég, að ég skuli hafa getað gert þetta? Nei, Carl Heidenrich er engin gáta. Er hann engin gáta? Þó er það að minnsta kosti tor- ráðið, hvernig maður getur farið svo beina leið til helvítis, að hann sé ekki nein gáta að glíma við. Ef athafnir einhvers manns reyn- ast mjög einfaldar og sjálfsagðar — vertu þá á verði, því að svo óbrotnir erum við mennirnir ekki. Sannleikurinn er sá, kæri Watson minn, að þú þekkir allt of lítið til mannanna. Hvað segirðu um Lars Slaten? Honum hafði að lokum tekizt að ná sér í konu, það er vitað' mál. Hann hefur þá ef til vill að lokum lært romsu? Eða ef til vill hefur hann hitt konu, sem kunni romsu sjálf? Var það hún, sem kom honum til þess að snúa við blaðinu? Þú hefur ekki hugmynd um það. Ef svo ívar Tennfjord hefur gerzt njósnari — og um það veiztu ekkert með visst* -rr hver var það þá, sem k

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.