Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 12

Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 12
332 ALÞÝÐUHELGIN Björnstjerne Björnsson og Karólína, kona hans, á heimili isínu í Aulestad. — Myndin er úr bókinni Noregur, eftir Ólaf Hansson, sem Menningarsjóður hefur nýlega gefið út. fékk talið hann á það og greiddi hon um fé fyrir? Þú hefur ekki hugmynd i'.m það. Iivað var það, sem rak Edvard Skuggen, þennan harðskeytta, var- kára mann, út í stjórnmálin, sem eru hæpnari en allt annað? Nú. Hér er hægt að koma fram méð tilgátu: Hann þoldi ekki þau umskipti, sem urðu við það, að hann fékk allt í einu efni á að borða annað en haframélsgraut og gat samtímis minnkað starfstíma sinn úr fjórtán stundum á sólarhring niður í sjö. Hann var eins og djúpfiskur, sem dreginn er upp á yfirborðið — jafn- vægislíffærin sprungu. Það kom upp í honum eins konai' síðborin rómantík. Fyrra líf lians stóð fyrir sjónum hans sem krafta- verk. Allir áttu að fá vitneskju um þetta kraftaverk. Þjóðin átti að gefa honum gætur. Hann hafði boð- skap að ílytja norsku þjóðinni — ef allir vildu aðeins fara að eins og hann, gætu allir Norðmenn orðið lektorar. Á seinni árum gat hann ekki um annað talað en sjálfan sig, eftir bvi sem þeir, sem hittu hann, segja frá. Jæja. Að vissu leyti náði hann takmarki sínu. Þjóðin tók eftir hon- um. Er þessi tilgáta rétt? Þú hefur ekki hugmynd um það. Hvað er að segja um Karsten Haugen? Hvers vegna og hvernig varð hann eins og hann varð? Það er sagt, að faðir hans væri harðstjóri. Laglegur, myndarlegur maður — skytta, veiðimaður, áfloga- hundur, íþróttamaður, samkvæmis- maður, kvennamaður. Og mesti ribbaldi á heimili. Harðgerður íaðir, veiklynd börn. Það er nú engan veginn algild regla. En gilti þessi regla hér? Þú hefur ekki hugmynd um það. Eru nokkur sameiginleg einkenni, sem verður samncfnari fyrir þessa cinstaklinga? Mér virðist hér allt mjög á réiki. Það eina, sem é.g fæ séð, er það, að leiðin er löng frá fátæklegum fjarðarpolli á vesturströndinni eða afskekktri sveit á Austurlandi til há- skóla, sérfræðiskóla og nútímalífs- venja í Osló. Það er hægt að villast oft á þeirri leið. , Nú hefurðu sennilega loksins far- ið nægilega lengi í hring. Þú sténd- ur þar, sem þú lagðir af stað, og get- ur ekki annað en sagt við sjálían þig: Ef því er nú þann veg farið, að þú fáir skilið nútímann betur með því að kanna og grafa niður í fortíðina, þá verðurðu að rannsaka þann mann, sem þú þekkir bezt, þann mann, sem þú ættir að minnsta kosti að þekkja bezt — sjálfan þig. Af hverju ertu svona liræddur við Það? Þú, sem ert lýtalaus. _ _____

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.