Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 15

Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUHELGIN 335 staða og þaðan á fund sýslumanns, er tók hann í eið. Og þar sór hann, að Bjarni hefði falað af sér að drepa þá Arnljót hreppstjóra og Strjúgs- Jón, en hann skyldi drepa Pétur Skúlason fyrir Eyjólf og leggja 10 spesíur á milli. Gvöndur Brandsson bar og það, að Bjarni hefði falað af sér að drepa Strjúgs-Jón og boðið sér 10 spesíur, mundi bezt að kyrkja hann, ætluðu þá allir hann bráð- dauðan orðið hafa. Fleiri menn báru það með Eyjólfi, að Bjarni vildi kaupa af sér ljúgvitni, eða þá að leyna nokkru, svo mörg urðu vitnin tvísaga, og kom svo, að sýslumaður- inn furðaði vandræði þau, er á voru vitnisburðum mann, og þótti honum enginn kostur að átta sig á máli þessu. Sakir þess, hve vitnaleiðslur gengu öndvert Bjarna Strjúgsmági, var hann sakfelldur bæði í dómi undir- réttar og landsyfirréttar. Var dómur landsyfirréttar sá, að honum bæri að refsa með 27 vandarhöggum, en var að öðru leyti frífundinn fyrir réttvísinnar frekari ákærum í mál- inu, þó svo, að hann skyldi gjalda Jóni á Strjúgsstöðum andvirði poka þcss,' er stolið var við Stafnsrétt, og hans innihalds með 5 rbd. 92 sk. og standa málskostnað allan í undirrétti og hálfan í landsyfirrétti. Árið 1343 dó Strjúgs-Jón gamli. Sagt var, að fáum árum áður græfi hann peninga eigi alllitla í Strjúgs- skarði, en eftir það féll þar niður skriða mikil. Urðu menn þess varir, að hann leitaði oft við skriðuna og í henni, þótt eigi væri honum kostur þar til að grafa; svo var þar stór- grýti mikið og urðin afarþykk. Hafði honum löngum orðið klaksárt með aura sína, þótt aldrei yrði honum fjárvant. I.Eftir Espólín, Gísla Konráðs- syni og Annál 19. aldar.j ellimekkin. Gerast hár á hölði grá, hællinn sár í skónum, berast árin að og frá cins og bára á sjónum. Gísli Olafsson • ' frá Eiríksstöðum. ÞORSTEINN TÓL. Gissur hét maður Hallsson á 18. öld, og bjó hann á Hvoli í Fljóts- hverfi og á Breiðabólsstað á Síðu. Var hann enn á lífi 1796. Hann átti son þann, er Þorsteinn hét. Þorstcinn er fæddur 24. marz 1768. í móðurætt var Þorsteinn fjórði maður frá síra Magnúsi á Hörgslandi. Var hann bráðþroska mjög og afbragð ungra manna á þeim tíma. Hneigðist hann snemma til bóka og smíða, og svo sótti hann smíðarnar fast þegar á unga aldri og var sér svo úti um öll smíðaverkfæri, að menn kölluðu hann Þorstein tól. Líkaði Þorsteini það nafn vel, og tók sér það síðan að kenningarnafni sjálfur. Þorsteinn varð og hinn mesti smiður, einkum á járn og koparsmíði. Manna var hann glaðlyndastur og skáld mikið á sinni tíð. Átti hann íyrri hluta ævi sinnar heima í Fljótshverfinu og á Síðunni, en 1815 fluttist hann austur að Hofi í Öræfum, og bjó þar síðan til dauðadags eða fram undir 1850. í æsku þótti Þorsteinn nokkuð mik- ill fyrir sér, gáskafullur og glens- mikill, eins og hann sjálfur kveður í ævikvæði sínu aftan við Elis rímur og Rósamundu, er hann orti 1835 fyrir síra Pál Thorarensen í Sand- felli: Ungdóms fýrugt eðli var æsku þá um daga, lék ég í skauti lukkunnar sem lamb í grænum haga. En 1783, haustíð eftir Skaftáreld, þá er Þorsteinn var á sextánda ári, féll honum til svo þung kröm, að hann lá rúmfastur eitt ár og kreppti þá svo hægra fót hans, að hann rétt- ist aldrei síðan, og varð honum fót- urinn ónýtur. Getur hann þess í ævikvæði sínu: Iktsýkinnar eiUuð pcst árið mitt sextánda pressaði mig og píndi mest með plágu allra handa. Vesæl þá mín voru kjör, verkja stungu þyrnar, árið heilt ég kúrði í kör. og komst ei út fyrir dyrnar, Líka knýttu liðamót, linuðust sinafjaðrir, hef ég ei síðan lieilan fót haft sem flcstir aðrir. Ekki þótti mönnum einleikið um sjúkleik Þorsteins, og er sú saga til þess, er nú segir. Þetta sama haust og Þorsteinn veiktist, fór hann á fjöll með öðrum mönnum í sauðaleit. Gengu þeir inn undir jölda. Sáu þeir þá mannsspor afar stór og langt á milli sporanna, og því líkast sem gengið hefði verið á þrúgum stórum, en blóðdreíjar voru í slóðinni. Þor- steinn tók að hlæja að sporum þess- um og reyna að glenna sig í þau, en veitti það erfitt. Gengur hann svo tímakorn á þennan hátt eftir förn- um, en félögum hans þykir þetta óþarfa uppátæki. Leið svo dagur að kvöldi og héldu þeir félagar allir heim aftur. En um nóttina, þcgar Þorsteinn er sofnaður, þykir honum stórvaxin kona koma til sín og segja við sig: ,,Illa gerðir þú, Þorsteinn, í gær, að glcnna þig í spor jóðsjúkrar skessu, og mikið kapp lagðir þú á að flimta sem mest um það, er þér bar þá fyrir augu og félögum þínum. En það læt ég um mælt, að áður næsti dagur er að kvöldi kominn verði komin önnur eins lýti á þig og spor mín í gærdag.“ Síðan hvarf hún. En um morguninn, þegar hann vaknaði, hafði hann fengið óþolandi vcrk í fótinn og krcppti hann síðan, og bar Þorsteinn það mein til dauöadags, scm fyrr grcinir. (Þjóðs. J. Þork.) •fc 't :’é Grctt er brá og grönn er kinn, gcnginn hjá er þokkinn, hafa má nú heimurinn liærugráa lokkinn. Fiimbogi Iljálmarsson, Winnipeg.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.