Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 16

Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 16
336 ALÞÝÐUIIELGIN ÞINGEYRAFEÐGAR. Eftir að Ásgeir alþingismaður Ein- arsson kom að Þingeyrum, átti hann jafnan marga fullorðna uxa, sem hann tamdi til dráttar, og reyndust þeir hin mestu tröll til vinnu. Nafn- kenndastur þeirra allra varð rauð- skjöldóttur uxi, sem Skjöldur hét. Hentu gárungar gaman að dálæti Ás- geirs á Skildi, og kölluðu, að Ás- geir tryði á hann. Byggðu þeir það mest á því, að Ásgeir hafði sagt, að ekki tryði hann því, að Skildi yrði nokkru sinni aflfátt. Til marks um orku Skjaldar má tilfæra þetta tvennt. Er Ásgeir byggði Þingeyrakirkju, ók hann ölfu grjótinu til hennar ar vestan úr Nesbjörgum. Ók hann því á ís yfir Hópið með hestum, en frá Hópinu heim að kirkju drógu ux- ar það, en Skjöldur þó miklu mest. Á sumrum hlóð Ásgeir miklu heyi saman inn á engjum, þar sem lieitir Eyjabær. Á vetrum sótti hann stór heyæki, sem tveir hestar drógu út fyrir neðan Þingeyratún. En er þangað kom, var Skildi ein- um beitt fyrir ækið upp vatnsbakk- ann og svo túnið, þangað sem átti að nota heyið. — í vetrarvinnu gekk Skjöldur á sterkum nautajárnum, sem bundin voru á hann með sterkum leðurólum. Eitt sinn, er ekið var grjóti með Skildi, þá fældist hann svo, að heita mátti, að hann ærðist noeð öllu. Var þetta að vorlagi. Sleit Skjöldur af sér aktygin, og hljóp öskrandi suður úr túni, og stefndi inn á Haga. Ás- geir var í smiðju og sá, er Skjöldur ærðist. Hljóp hann þá til að stilla hann, en Skjöldur var laus við ælcið og farinn, fyrr en Ásgeir gæti kom- ið til hjálpar. Hljóp Ásgeir þá til bæjar, og kallaði hástöfum: ,,Guð- iaug mín, Gauðlaug mín! Skjöldur er orðinn vitlaus og Jón sonur ekki heima“. Nú er að víkja að Jóni. Hann korn innan Haga, og mætir Skildi fyrir innan Leysingjastaði. Sá ham strax hvers kyns var, að Skjöldur hefði fælzt. Vék þá Jón úr vegi fyrir hon- um, en jafnskjótt og Skjöldur var kominn framhjá, þá hleypti Jón á eftir honum, og er hann var kominn jafnframt Skildi, þá hljóp hann af hestinum yfir á herðar honum. Seildist hann þá fram á háls ux- anum, og náði í eyrun. Sneri hann þá svo fast upp á þau, að Skjöldur lét undan, og gat Jón þá stöðvað hann. Náði hann þá í nasahringinn Skjaldar, og teymdi hann heim. En er það sást frá Þingeyrum, að Jón kom með Skjöld, gekk Ásgeir á móti honum, mjög hrifinn, og mælti: „Það held ég, að Jón sonur væri almátt- ugur, ef hann drykki ekki“. Nokkuð má marka stærð Skjald- ar á því, að er hann var felldur, þá vó kjötið eitt 860 pund. Var honum slátrað á Blönduósi á lestum, og seldur í kaupskipin, er þar voru þá, og í þorpið. Hafði Jón þá tekið við búi. Fyrir helming verðsins keypti hann kampavín, en whisky og koníak fyrir hitt. (Sagnaþættir úr Húnaþingi.) :S * V Ellihærur aukast jafnt, eggjar særa fætur. Vonin nærist, sveltur samt, sálin hl?er og grætur. Jósep S. Húnfjörð. ❖ * Magnús Markússon sjíáld, sem lézt í Winnipeg síðastliðið haust, nærri níræður að aldri, gerði eftir- farandi vísur er hann varð 86 ára, og nefndi Afmælisvísur. Hallar degi, húmið vex hress eg enn þá vaki, áttatíu ár og sex eru nú að baki. Ellin mig ei hræðir hót hálum lífs á vegi, glöðu sinni geng eg mót gröf og hinzta degi. TVÆR VÍSUR. Fyrir nokkrum árum birtust i Heimskringlu vísur tvær, sem taldar voru áður óprentaðar. Var sú fvrri frá . N. til A. S. Bárdal, og hljóðar þannig: Lánsamastur þú ert ,sem ég þekki; þeirra manna, sem að drekka ekki: en hvernig sem á heimsku slíkri stendur, halda flestir þú sért alltaf kendur. Hin vísan er eftir Matthías Joc- humsson, og fylgir henni þessi for- máli: Þegar síra Matthías gaf út Þjóð- ólf, skrifaði hann stundum vísur á eitthvert hornið á blaðinu til kunn- ingjanna að gamni sínu. Á blað til síra Jóns Bjarnasonar í Winnipeg skrifaði hann eitt sinn vísu og fer hún hér á eftir: Þriðji krakkinn kom í dag — klukkan þrjú; gefi honum drottin góðan hag — gott átt þú! Ritstjóri: Stefán Fjetursson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.