Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 1

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 1
1919 29, okt. 1949 Alpýðublaðið þrjátíu ára. Á síðustu árum 19. aldar varð þess fyrst vart í íslenzkum blöðum, að jafnaðarstefnan væri komin t'l landsins. Tóku þá öðru hvoru að birtast hvatningarorð til verka- manna um að bindast samtökum og stofna til félagsskapar, svo sem tíðk- aðist í öðrum löndum. Fyrstur ís- lenzkra blaðamanna mun hafa tek- ið í þennan streng Gestur skáld Pálsson, þá er hann var ritstjóri „Suðra“, en þó einkum eftir að hann fluttist vestur um haf og tók við stjórn blaðsins „Heimskringu“. Þar ritaði hann gagnmerkar greinar í anda jafnaðarstefnunnar (sjá „Verk- mannamálið“ 11. sept. og „Réttindi verkmanna 6. nóv. 1890), en lítil á- hrif mun þær greinar hafa haft hér á landi, þar sem kaupendur blaðsins hér heima voru sárafáir. Öðru máli gegndi um merkilegar greinar, sem Einar skáld Benediktsson ritaði fá- um árum síðar (1896—7) í blað sitt, „Dagskrá“, þar sem hann hvetur ís- lenzka verkamenn eindregið til að bindast samtökum og hefja sókn fyr- ir mannsæmandi lífskjörum. Þriðja skáldið bættist um svipað leyti í blaðamannahópinn og gerðist þá þegar eindreginn málsvari alþýðunn- ar. Það var Þorsteinn Erlingsson. Varð honum vafalaust mest ágengt þessara manna, einkum gróðursetti hann mörg fræ sósíalismans og und- irbjó jarðveginn með ljóðum sínum, Breyting sú hin mikla, sem va'rð á .atvinnuháttum við sjávarsíðuna á 'ðustu árum 19. aldar, fjölgaði stór- K,;a stétt daglaunamanna á mölinni. ■••mannastéttin tók nú einnig að ^xast, og varð það hún, eins og kunnugt er, sem fyrst hlýddi kalli hins nýja tíma, um að skipa sér í raðir til samstarfs. Sjómannafélagið „Báran“ var stofnað 1894. Saga ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar var hafin. Nú risu upp verkalýðsfélög á Ak- ureyri og Seyðisfirði. Prentarar og fleiri handiðnarmenn stofnuðu félög um aldamótin. Og í ársbyrjun 1906 Ixófst ný og máttug sókn verkalýðs- ins, félög voru stofnuð hvert á fæt- ur öðru: Dagsbrún í Reykjavík (1906) nýtt verkamannafélag á Ak- ureyri (1906), félag á ísafirði (1906) og félag í Hafnarfirði (1907). Eitt gleggsta táknið um þessa nýju sókn í verkalýðsmálum var stofnun Alþýðublaðsins gamla, fyrsta málgagns, sem verkalýðshreyfingin og jafnaðarstefnan á íslandi réði vf- ir. GAMLA ALÞÝÐUBLAÐIÐ. Gamla Alþýðublaðið hóf göngu sína 1. janúar 1906. Það var 8 síður að stærð, í mjög litlu broti. Er því lýst skýrt og skorinort í ávarpi, að blað þetta sé ætlað íslenzkri alþýðu, gefið út af alþýðumönnum og muni verða skrifað af mönnum úr alþýðu- stétt. Ritstjóri blaðs þessa var Pétur G. Guðmundsson, síðar fjölritari, og mun hann hafa verið einn helzti for- göngumaður um stofnun þess. Blað- ið var gott og vel ritað, enda mun það mála sannast, að það átti drjúg- an þátt í sókn verkalýðshreyfingar- innar árin 1906—1907. Meðal helztu liðsmanna Péturs við blaðið voru Ágúst Jósefsson, prentari og skáld- ið Þorsteinn Erlingsson, sem ritaði m. a. í annað tölublað ágæta grein, þar sem hann kemst svo að orði: „En það þvkist ég sjá í hendi minni, að verkamannasamt^kum og verkamannablaði eða albýðumanna getur því aðeins orðið lífs auðið og framgangs, að þau snúi sér með fullri djörfung og heils hugar að þeirri stefnu, sem heimurinn kallar Sósíal- simus og nú er aðalathvarf verka- manna og lítilmagna hins svokallaða menntaða heims. Mér er sú menn- ingarstefna kærust af þeim, sem ég þekki, og hefur lengi verið, ekki sízt af því, að það er sá eini þjóð- málaflokkur, sem helzt sýnist hafa eitthvert land fyrir stafni, bar sem mönnum með nokkurri tilfinningu eða réttlætis- og mannúðarmeðvit- und er byggilegt“. Gamla Alþýðublaðið varð ekki langlíft, enda litlir sjóðir, sem til var hægt að grípa, þá er prentsmiðju- skuldir fóru að safnast fyrir. Þá er það hafði komið út í tæþt ár, varð það að hætta um sinn, en hóf aftur göngu sína 21. febr. 1907, þá í all- miklu stærra broti en áður. Var þess þá við getið neðan við „blaðhaus- inn“, að það væri „málgagn verka- manna og jafnaðarsinna á íslandi“. Komu aðeins út 7 tölublöð í þessu nýja broti, og var hið síðasta dag- sett 7. apríl 1907. Þar með var sögu gamla Alþýðublaðsins lokið. VERKMANNABLAÐ. Afskipti verkalýðshreyfingarinn- ar af stjórnmálum hófust fyrir al- vöru árið 1910, þá er Verkmannafé- lagið Dagsbrún bar fram lista við bæj arst j ór narkosningar í Reykja- vík, að vísu í samvinnu við önnur

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.