Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 5

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 5
A.LÞÝÐUHELGIN 3b. fyrirmælum atvinnurekenda um kaup og kjör, sem oft og tíðum gátu engan veginn talizt mannsæmandi. Löggjafarvaldið veitti sjómönnunum litla stoð, enda hafði það jafnan ver- ið í höndum embættismanna og at- vinnurekenda, sem sýnt höfðu lítinn skilning á þörf íélagsmálalöggjafar í þágu alþýðu manna. Fai'mannalögin frá 1890 og siglingalögin írá 1913 máttu heita einu lagabálkarnir, sem tryggðu sjómönnum nokkur réttindi. Alkunna er, hve mjög skorti lengi á sæmilcgan aðbúnað skipverja, með- an þcir áttu um allt slíkt undir högg að sækja til útgerðarmapna. Það, sem þeir báru úr býtum fyrir erf- iði sitt, var einnig skammtað úr hnefa, og oft var sá skammtur náesta smár. Eftir að Hásetafélag Reykjavíkur var stoínað árið 1915, hóf það harða baráttu fyriir rétta.r- og kjarabótum sjómanna. Blaðið Dagsbrún, og síðan Alþýðu- blaðið, eftir að það var stofnað, voru sVcrð og skjöldur sjómanna og sam- taka þeirra í þessari baráttu. Tog- arasjómenn urðu að héyja langvinn og harðvítug verkföll, til að koma fram kröfum sínum um sæmileg kjör. og var Alþýðublaðið þeim ó- rnetanlegur styrkur. Þá beitti blaðið sér einníg fyrir hækkuðum dánar- bótum til ekkna og barna þeirra sjó- manpa, sem .létu lífið við-stöi'f sín, og náðust í.því efni verulegar rétt- arbætur árið 1921. Baráttan fyrir hvíldartíma togara- háseta var citt þeirra mála, scm blað- ið lagði mikið lið. Sú bráðnauðsyn- lega í'éttarbót náði fram að ganga árið 1921, þá er samþykkt var á al- þingi frumvarp Jón Baldvinssonar uhx sex stunda hvíld á sólarhring. Þa.ð tímamark var síðan háekkað á alþingi 1928, upp í átta stundir. Þá lét blaðið einnig mjög fil sín taka um öryggismál sjómanna, enda fengust brátt merkar í'éttarbætur á því sviði. Var það með lögum um cftirlit með skipurn og öryggi þeirra, sem samþykkt voru á alþingi 1922. Er það gagnmerk löggjöf, sem enn er að verulegu leyti í gildi, en hefur að sjálfsögðu verið endurbætt síðan. ■ Alniénh iiianm'éttiiidamál. Alþýðu- blaðið hóf þegar í upplxaíi baráttu fVrir gágngerum breytingum á hinni úreltu og ómánnúðlegu fátækralcg- gjöf, sem lengi hafði verið í gildi. Birti það mai'gar greinar um fátækra- flutningana ali'æmdu, krafðist þess, að landið allt yi'ði gert að einu fram- íærsluhéraði og niður féllu þau á- kvæði, að þcginn sveitastyrkur svifti rnenn borgaralegum réttindum. Þessi bai'átta varð langvinn og bar ekki árangur í löggjöf fyrr cn möi'g- um árum síðar en hér er komið sögu. Rýmkun kosningaréttar og réttlát- ari kjördæmaskipun varð snemma meðal baráttumála blaðsins. Eins og áður er sagt, náði sú í'éttarbót fram að ganga árið 1920, að þingmönnum Reykjavikur var fjölgað úr tveimur í fjói'a og hlutfallskosningar teknar upp þar. Baráttan fyrir lækkun kosningaaldui’s niður í 21 ár sótt- ist seinna, en þó bar lxún árangur að lokum. Umbætur á kaupi og kjörum vcrkafólks og iðnaðarmaiiua urðu að sjálfsögðu þegar frá upphafi rneðal helztu bai'áttumála blaðsins. Varþess og brýn þörf, vegna þeirrar dýrtíð- ar, sem ríkti hér á landi eftir heims- styrjöldina fyi'ri, þegar lífsnauðsynj- ar allar hækkuðu stói'lega í verði. Tókst vei'kalýðssamtökunum með harðri bai'áttu að rétta að nokkru hlut hins vinnandi fjölda, og studdi Alþýðublaðið hagsmunasamtökin fastlega í öllum viðureignum þeirra við atvinnurekendur. TÍMABILIÐ, 192ö — 1933. Eins og fyrr segir, var Alþýðu- Frh. af bls. 373.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.