Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 15

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUHELGIN 367 Finnur Jónsson. um er enn orðið almennt ljóst. Norðmenn höfðu lengi »stundað síldveiðar hér við land og haft af þeim mikinn hagnað, áður en við íslendingar hófumst handa. Talið var einstaklingum ofvaxið að reisa síldarverksmiðjur. Þess vegna var það, að frumvarpið um stofnun fyrstu síldarverksmiðju ríkisins var flutt á alþingi af Alþýðuflokks- manninum Erlingi Friðjónssyni, en áður hafði verið skrifað mikið um þessi mál í blöð flokksins og þá fyrst og fremst í forustublað hans, Al- þýðublaðið. Með stofnun fyrstu síld- arverksmiðjunnar var lagður grund- völlur að hagnýtingu landsmanna á síldarmiðunum. Blöð og frambjóð- endur íhaldsins héldu framan af lengi vel uppi látlausum áróðri gegn síldarverksmiðjum ríkisins, en Al- þýðublaðið og forustumenn flokks- ins svöruðu jafnharðan. Árið 1934, þegar því var hreyft á alþingi, að ríkið reisti aðra síldar- verksmiðju til viðbótar, þótti það svo sjálfsagt, að ríkið héldi áfram að reisa slíkar verksmiðjur, að hinir fyrri andstæðingar tóku vel í það og greiddu því atkvæði. Á þessu sama ári fylgdi Alþýðuflokkurinn eftir skrifum og áróðri Alþýðu- blaðsins og gerði tillögur um skipu- lagningu útvegsins með stofnun síldarútvegsnefndar. Sú löggjöf mætti í nokkur ár mikilli mótspyrnu íhaldsins, og í mörg ár var haidið uppi látlausum árásum á störf síld- arútvegsnefndar. Öllum þeim hat- römmu árásum, sem mönnum eru enn í fersku minni, var jafnharðan svarað í Alþýðublaðinu og öðrum málgögnum flokksins. Og nú er svo komið, að allar árásir á skipulag síldarsölunnar eru niður fallnar. Á árinu 1934 flutti Alþýðuflokk- urinn einnig- frumvarp til laga um stofnun fiskimálasjóðs og fiskimála- nefnd. Fiskimálanefndin gerði stór- felldar tilraunir með hraðfrystingu fiskjar, sem síðar sköpuðu grund- völlinn að hinni merkilegu byltingu, sem orðið hefur í verkun fiskjar, en hún fór fram með stofnsetningu hraðfrystihúsanna. Starfsemi og framkvæmdir fiskimálanefndar sættu illvígri andstöðu íhaldsins og hinu sama skilningsleysi og bæði síldarverksmiðjurnar og síldarút- vegsnefnd. Blöð íhaldsins héldu uppi svo árum skipti látlausum rógi um þessar stofnanir, en reynslan sýndi, að þessi stefnumál Alþýðu- blaðsins og Alþýðuflokksins höfðu fullan rétt á sér og voru í samræmi við eðlilega og nauðsynlega þróun í atvinnu- og framleiðslulífi íslenzku þjóðarinnar. Nú er það almennt við- urkennt, að ef eigi hefði verið búið að reisa síldarverksmiðjur ríkisins, sem leiddu til þess að einstaklingar lögðu út í sams konar atvinnurekst- ur, að ef eigi hefði verið búið að skipuleggja síldarsöluna og ef eigi hefði verið búið að afla þeirrar miklu reynslu í hraðfrystingu, sem fiskimálanefnd hafði haft forgöngu um, þá hefðu landsmenn verið van- búnir og staðið uppi úrræðalausir, þegar þeir misstu nær allan markað sinn fyrir saltfisk á örfáum árura. Þá má heldur ekki gleyma því, að eitt af skilyrðunum, sem Alþýðu- flokkurinn setti fyrir þátttöku í rík- isstjórn Ólafs Thors, var nýsköpun sjávarútvegsins. Alþýðublaðið og Alþýðuflokkurinn hafa þannig með starfi sínu meðal almennings og á alþingi haft frumkvæði að þeirri þróun í fiskveiðum og hagnýtingu sjávarafla, sem ýkjulaust má segja að valdið hafi farsælli en friðsam- legri byltingu í lífi þjóðarinnar á síðastliðnum þrjátíu árum.“ -------------------------------------------------------♦ Réftinda- og öryggtsmálin. Haralds Guðmundssonar. j ---------------------------♦ „Þegar Alþýðublaðið hóf göngu, voru almannatryggingar svo að segja óþekktar hér á landi. Sveitarstyrk- urinn var eina björg hinna fátæku þegar á bjátaði. Veikindi, slysfarir, örorka, atvinnuleysi, elli og ómegð, allt bar þetta að einum og sama brunni — brunni örbirgðar, ósjálf- stæðis og útskúfunar. Sveitarómaginn var utangarðs í þjóðfélaginu, sviptur kosningarétti og kjörgengi. Öldungurinn, semhafði erfiðað langa ævi, alið upp börn og greitt skatta og skyldur, en ekki get- að safnað sjóði til elliáranna, var í þessu. efni settur á bekk með af- brotamönnum, dæmdum fyrir glæpi. Hjónin, sem voru svo ólánssöm að eignazt stærri barnahóp en svo, að' stopul daglaunavinna hjá kaup- manninum nægði fyrir þörfum fjöl- skyldunnar og því neyddust til ,,að fara á sveitina“, urðu að sætta sig við það möglunarlaust, að heimili þeirra væri sundrað, börnin boðin upp og afhent hæstbjóðanda. Sama var um ekkjuna, sem misst hafði mann sinn af slysförum eða veik- indum og barnahópinn föðurlausa. Ef sveitarlimur gerðist svo djarf- ur að flytja í annan hrepp eða hérað, þar sem hann taldi lífvænlegra, var hann tekinn nauðugur viljugur og fluttur „heim á sína sveit“, stund- um landshornanna á milli — og svona mætti lengi telja. Gegn öllu þessu ranglæti og mann- úðarleysi hóf Alþýðublaðið þegar harðskeytta baráttu. Það tók þegar upp kröfuna um afnám sveitaflutn- inga og kosningarétt styrkþegum til handa. Jafnframt sýndi. það fram á nauðsyn og nytsemi almannatrygg- inga og beitti sér fyrir skipuiegri fræðslustarfsemi um markmið þeirra og þýðingu fyrir einstaklinginn og þjóðina alla. Fyrstu árin, meðan-áhrif blaðsins voru lítil, virtist árangurinn, að von- urn, smávaxinn. En eftir því sem út- breiðsla blaðsins óx og áhrif þess jukust, miðaði betur í áttina. Ilöf- uðbaráttan á þessum fyrstu árum er þá um það, að fá dregið úr ranglæti fátækralaganna og öðrum verstu á- göllum þeirra, og að fá lögfestan hvíldartíma á togurunum. Afnám sveitaflutninga, kosningaréttur fá- tæklinga og unga fólkið voru aðal- dægurmálin á þessum árum, að ó- gleymdum togaravökulögunum. En jafnframt notaði blaðið hvert tæki- færi til þess að vinna hugmyndinni um almannatryggingar fylgi. Slysa-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.