Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 21

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 21
ALÞÝÐUHELGIN 373 Framliald af bls. 357. Alþýðublaðið þrjáfíu ára borið það fyrir fylkingum í barátt- unni. En þó að vel hafi sótzt er enn löng og erfið leið fyrir höndum. Framtíð- ar baráttumálin eru mörg. Það ber fyrst og fremst að tryggja það, sem fengizt hefur og bæta, en síða.i sækja fram til aukins öryggis fyrir starfandi stéttir, vaxandi lýðréttindi í stjórnmálum og fjármálum cg meiri jöfnuð á kjörum. Undirstaða allra alþýðuflokka og allrar alþýðuhreyfingar er aukinn pólitískur þroski og menning. Næstu tímar munu markast ekki sízt af baráttunni fydir þessu og í því efni mega hvorki blaðið né samtök okkar hugsa einvörðungu um stundar hag. Við megum ekki gleyma framtíðinni í harki líðandi stundar. Það má vel vera að gaspur og ábyrgðarlaus slag- orð gefist vel um stund, en þau skilja eftir hol, sem síðar mun erfitt að fylla. Alþýðublaðið hefur unnið að auknum pólitískum þroska og menningu, þar sem persónulegar á- rásir hafa vikið um set, en í staðinn komið heiðarlegar og drengilegar rökræður. Skamma stund verður hönd höggi fegin, og þó að stjórn- málablöðum takist um stund með göróttum pólitískum áróðri að efla fylgi flokka sinna, þá verður það ekki varanlegt og slíkt fylgi verður ekki byggt á traustum grunni. Skil- yrðið fyrir haldgóðri uppbyggingu pólitískra samtaka er það að því að- éins fylgi menn þeim, að þeir hafi öðlast bjargfasta sannfæringu og lífsskoðun, sem sé í samræmi við inntak samtakanna. Alþýðublaðið getur litið yfir far- inn veg. Alveg eins og alþýðuhreyf- ingin sjálf hefur það þroskazt úr því að vera lítið frumbýlingsblað í það að verða áhrifaríkt landsbloð. Aðstaða blaða alþýðunnar er ólík að- stöðu hinna borgaralegu blaða. Blöð alþýðunnkr berjast fyrir hugsjónum og þessar hugsjónir hafa skapað þau. Borgaraleg blöð eru gefin út og rekin eins og hver önnur fyrirtæki. Alþýðublaðið mun ætíð verða trútt þeim hugsjónum, sem stofnendur þess mörkuðu í upphafi. Það býr sig nú undir langvarandi baráttu og byggir hana á þeim grundvelli, sem lagður hefur verið á síðustu þremur áratugum. Ég vil gjarnan nota þetta tækifæri til þess að þakka þeim mörgu mönnum, sem á þessum liðnu blaðið upphaflega prentað í prent- smiðjunni Gutenberg, en fluttist það- an fljótlega og var síðan um langt skeið prentað í prentsmiðju Hall- gríms Benediktssonar, lítilli prent- smiðiu á Bergstaðastræti 19. Prent- smiðja þessi var búin lélegu letri og hafði yfir að ráða frumstæðum vélum. Árum saman var um það rætt innan Alþýðuflokksins og verkalýðs- félaganna, að nauðsynlegt væri að flokkurinn og alþýðusamtökin eign- uðust sína eigin prentsmiðiu. sem annast gæti prentun Albýðublaðsins og annara rita, sem þessir aðilar gæfu út. Árið 1924 var hafizt handa um undirbúning þessarar fram- kvæmdar og beitti Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna sér einkum fyrir málinu. Nokkurt fé safnaðist að því sinni í prentsmiðiusjóðinn, en þó hvergi nærri nægilegt til bess, að í prentsmiðiukaup yrði ráðizt. Leið svo og beið fram á árið 1925. Þá var að nýju skorin upp herör og unnið ötullega að söfnun til prentsmiðjunn- ar. Svo vel var undir fjársöfnun tek- ið að því sinni, að á skömmum tíma aflaðist nægilegt fé til kaupa á lítilli prentsmiðju. Kom hún til landsins það hið sama ár, snemma vetrar, og tók til starfa í desember 1925. Sama dag og preritsmiðjan hóf göngu sína, var Alþýðublaðið stækk- að. Það var þá rúmlega sjö ára gam- alt og hafði allan þann tíma verið í sama, litla brotinu, aðeins þrír mjó- ir dálkar. Nú urðu dálkarnir fjóxúr á síðu og lengdust að því skapi. Breytti blaðið allmjög um svip til bóta, enda naut það nú betri véla- kostar og hentugri leturtegunda en áður. Kaupendum fjölgaði til muna og áhrif blaðsins fóru stöðugt vax- andi. í þessu formi hélzt blaðið nokkuð á sjöunda ár, eða þar til í október- árum hafa unnið fyrir Alþýðublaðið og gert það að því, sem það er í dag, öruggum og glæsilegum merk- isbera Alþýðuflokksins og alþýðu- mánuði 1933. Ritstjórar Alþýðu- blaðsins á þessu tímabili voru þess- ir: Hallbjörn Halldórsson, til ársloka 1927. Haraldur Guðmundsson, frá því í ársbyrjun 1928 og þar til í febrúar- mónuði 1931. Ólafur Friðriksson, er tók öðru sinni við ritstjórn blaðsins hinn 10. febrúar 1931 og hafði hana með höndum til 18. júní 1933. Einar Magnx'isson, ritstjóri frá 19. júní til 1. október 1933. Vilhj. S. Vilhjálmsson, fx’á 2. okt. til 28. okt s. á. Skal nú vikið lauslega að nokkrum helztu baráttumálum blaðsins á þessu tímabili, en mun þó fljótt yfir sögu farið, enda eru sumum þess- um málum gerð frekari skil í viðtöl- um, sem birtast á öðrum stað hér í afmælisblaðinu. Umbætur á kosningarétti og kjör- gengi. Baráttan fyrir auknum rétt- indum í bessu efni hélt enn áfram, og tók nú loks að bera sýnilegan ár- angur. Árið 1929 fékk Alþýðuflokk- urinn bví til vegar komið með stuðn- ingi Framsóknarflokksins, að laga- ákvæðum um kosningar til sveita- og bæjarstjórna var breytt á þann veg, að kosningarétturinn var færð- ur niður í 21 ár. Þá fékkst og sú um- bót, að þeginn sveitastyrkur svifti menn því aðeins kosningarétti, að hann ætti rætur sínar að rekja til leti, óreglu eða hirðuleysis. Þar með var brautin rudd, enda var þess nú eigi langt að bíða, að hliðstæð breyt- ing væri einnig gerð varðandi kosrt- ingar til alþingis. Fékkst því fram- gengt með breytingu á stjórnar- skránni 1934 og nýjum kosningalög- um, þar sem aldur til kosningarétt- ar var ákveðinn 21 ár og hann veitt- samtakanna í landinu, glæsilegasta málsvara lýðræðis, frjálslsyndis og þingræðis meðal íslenzkra blaða.“ V. S. V.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.