Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 24

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 24
376 ALÞÝÐUHELGIN útgáfu þess hætt. Sáu margir lesend- ur eftir blaðinu, en eigi þótti kleift að endurvekia það meðan styrjöld- in stóð yfir. En í ársbyrjun 1949 var hafin útgáfa á nýju fylgiriti Alþýðu- blaðsins, Alþýðuhelginni, og er henni ætlað sama hlutverk og Sunnudagsblaðinu áður: að flytja lesendum nokkra skemmtun og fróð- leik. Allt frá upphafi hefur Alþýðublað- ið flutt framlialdssögur, og hafa margar þeirra notið mikilla vin- sælda. Meðal framhaldssagna blaðs- ins eru ýmsar ágætar sögur eftir fræga höfunda, þar á meðal Uptcn Sinclair (Koli konungur eftir Sincla- ir var fyrsta framhaldssaga blaðsins), Ivan Turgeniew, Jack London, Somerset Maugham, Vicki Baum, Hans Fallada og Alphonse Daudet, svo að nokkrir séu nefndir. 1 stuttri yfirlitsgrein sem þessari eru ekki tök á að geta allra þeirra blaðamanna, sem unnið hafa við blaðið. Eru þeir að sjálfsögðu marg- ir orðnir frá upphafi, sumir hafa að- eins verið stuttan tíma, en nokkrir svo að árum skipti. Þó verður að nefna þann blaðamanninn, sem lang- lengst hefur þar starfað, eða sam- fleytt í 25 ár. Það er Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Annaðist hann árum saman innlendar fréttir blaðsins, samdi fjölda viðtala við menn og rit- aði greinar um margvísleg efni. Hann hóf og fyrstur íslenzkra blaða- manna hina vinsælu rabbblaða- mennsku um daginn og veginn (Hannes á horninu), sem nú þykir sjálfsagður dálkur í hverju dag- blaði. Hér hefur nú verið litið um öxl og rakin nokkur atriði úr 30 ára sögu Alþýðublaðsins. Þótt stiklað hafi verið á stóru í þeirri sögu, mun sanngjarn lesandi hafa fullvissað sig um það, að blaðið hefur á þessum þrem áratugum unnið stöðugt að því markmiði, er það setti sér í upphafi: Að fylgja fram hagsuna- réttinda- og menningarmálum íslenzkrar alþýðu. SMÆLKI Karl nokkur átti dóttur eina, myndarlega og vel gefna. Hann setti hana til mennta. Þegar hún kom heim, vildi hún breyta ýmsu á heim- ilinu og lét sér mjög annt um auk- inn þrifnað. Ekki var karl sérlega hrifinn af allri þeirri nýbreytni, en lét þó kyrrt liggja, þar eð hann unni dóttur sinni mikið. Ein nýbreytni hennar var sú, að hún vildi eLki lofa fjártík karlsins að liggja inni í bað- stofu. Hafði tíkin jafnan legið þar óáreitt, en nú varð hún að víkja út í skemmu. Skömmu seinna gifti bóndadóttir sig og fór alfarin að heiman. Karl saknaði hennar mjög, en tíkin minna, því að nú fékk hún að liggja undir borðinu í baðstof- unni eii\s og áður. Eitt sinn, er tíkin var að skríða undir borðið, gellur karlinn við og segir: — Ævinlega dettur mér blessunin hún Gunna mín í hug, þegar ég sé rassinn á tíkinni!

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.