Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 31

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 31
ALÞÝÐUHELGIN 383 Frh. af bls. 361. Þegar alþýðan áíti ekkert blað.,. þeirra höfðu það eftir hinum danska manni, að meira byðist af fólki en hægt væri að taka. Það var ósatt, því að verkamenn vana þessari vinnu var ekki að fá, og verkamenn úr annarri vinnu litu ekki við þess- ari. Annai’s ætla ég ekki að fjölyrða um þessa vinnudeilu, hef minnzt á hana áður. Aðeins vil ég sýna þá að- stöðu, sem verkafólk átti áður en það fékk blað, sem barðist fyrir rétti þess og hagsmunum. En það varð fyrst viðunandi eftir að Alþýðublað- ið hóf göngu sína. Að vísu höfðu verið gerðar titraunir með blaðaút- gáfu. Upp úr hafnarverkfallinu var gefið út blað. Hét það Verkamanna- blaðið og stóð Dagsbrún ein að því. En aðeins komu út fá blöð og varð að hætta útgáfu þess. Síðar kom svo blaðið „Dagsbrún", sem var vikublað. En það blað markaði tíma- mót í sögu verkalýðshreyfingarinn- ar. Því stýrði ritstjóri með eldlegan áhuga og ágætan penna. Um sama leyti varð Alþýðusambandið til og svo Alþýðublaðið. Og þau tvö sam- eiginlegu öfl gerbreyttu á ótrúlega skömmum tíma aðstöðu og kjörum verkalýðsins í landinu. Þegar þau öfl hófu baráttu sína, mátti segja að atvinnurekendur litu á verkamenn- ina líkt og verkfærin. Þeir töldu sig eiga hvorttveggja. Alþýðublaðið hafði því verk að vinna þegar það hóf göngu sína, enda var óspart reynt að hamla á móti tilveru þess. Það tókst þó ekki, sem betur fór. Undir því var líka gæfa og framtíð verkalýðsins og allrar alþýðu í landinu komin. Það er því furðulegt að til skuli vera fólk í verkalýðs- og launastéttum landsins, sem virðist ekki vita hvað það á Alþýðublaðinu, Alþýðusambandinu og Alþýðu- flokknum að þakka. Virðist ekki vita að allar félaglegar umbætur, sem orðið hafa hér, eru fyrir for- göngu Alþýðuflokksins, með AI- þýðublaðið að vopni. Því að ef það vissi þetta, og það skildi alla þá bar- áttu og allt það starf, sem unnið hef- ur verið, ef það vissnað ef Alþýðu- ÓKINDARBÁS. Norðan í Heimakletti í Vest- mannaeyjum er allstór skúti inn í bergið, sem nefndur hefur verið Ókindarbás. Verpa þar nokkrir fýl- ar, en nú er mjög langt síðan að sig- ið hefur verið þangað til fýla. Sig er allhátt ofan í básinn, og eftir- tekjan lítil. Það er sögn manna, að þarna hafi einhver illvættur haft hæli sitt, og hafa menn þess vegna ekki þorað að fara í básinn. Ein- hverju sinni fyrir löngu, þegar ver- ið var til fýla norðan í Heimakletti, seig sigamaður í Ókindarbás. Er hann var kominn fyrir munna báss- ins, kom handleggur fram úr berg- inu með sveðju í hendi og skar á vaðinn. Þegar sigmaðurinn sá hepd- ina, kallaði hann upp: „Hann er þrí- þættur, í drottins nafni!“ Brá svo við, að aðeins tveír þættir vaðsins skárust sundur, og bjargaðist siga- maðurinn á teininum, sem heill var. Var hann þegar dreginn upp, án þess að hafa farið í básinn. Síðan hefur aldrei verið gerð tilraun til þess að fara í Ókindarbás. (Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum.) YFIRLÝSING. í blaðinu „Haukur“, sem gefið var út á ísafirði fyrir og um aldamótin flokksins og Alþýðublaðsins nyti ekki við, þá stæðu vinnandi stéttir þessa lands aftur varnarlausar. Ég segi því: Allt það fólk, sem skilur og veit hvað gert hefur verið fyrir til- stilli þessara afla, stendur sem þétt- ast um þau, starfar fyrir þau og gerir þau máttug og sterk. Um hina, sem hlaupið hafa frá samtökunum, klofið þau og unnið þeim allt það ógagn, sem þeir máttu, hafa skipað sér í raðir þeirra, sem ekkert hafa gert annað en að sundra — en þótzt vera vinir — þeir hafa unnið verka- lýðnum og allri alþýðu meira ógagn en hreinir andstæðingar, því þá þekkir alþýðan.“ _________ síðustu, birtist eftirfarandi yfirlýs- ing: „Ég, Moris M. Gilsfjörð, neyti héðan af einskis áfengis sem drykkj- ar, og bið því vini mína og aðra, að bjóða mér ekki neitt þess konar framar. Staddur á ísafirði, 21. okt. 1897. Moris M. Gilsfjörð.“ Nokkru síðar birtist svohljóðandi tilkynning í sama blaði: „Að ég, eins og ýmsir helztu menntamenn heimsins, þingmenn og þjóðhöfðingjar, hef bi-eytt skoðun minni, og afturkalla nú yfirlýsingu þá, sem ég setti í 4. tbl. „Hauks“, — það kunngerist hér með. P. t. ísafirði, 26. nóv. 1897. Moris M. Gilsfjörð.“ Guðleif á Lanibastöðum. Einar og Guðleif, hjón á Lamba- stöðum, áttu átján börn, og dóu þau öll í æsku, nema einn sonur. Guðleif var tápkona mikil og ákaflega heilsu- hraust. Þegar hún var nýbúin að ala börnin, var hún vön að borða þorsk- helming, stóreflis köku og fjögra marka ask af nýmjólk. Einar og sonur hennar drukkn- uðu skammt frá landi, og horfði Guðlaug á það, því að hún stóð úti og stúlka hjá henni. Þegar stúlkan sá slysið, fór hún að gráta, en Guð- leif sagði: „Ég væri brotin, væri ég gler, og bráðnuð, væri ég smjör, og farðu inn að sjóða Lauga“. (Huld). BJARNl REKTOR. Bjarni Jónsson (rektor) var strangur og stjórnsamur og þoldi enga óhlýðni. Hann var stórbrotinn í framgöngu og mikilfenglegur að útliti, svo að enginn þorði að æmta né skræmta á móti honum, og Bjarni gerði sér engan mannamun og agaði eigi að síður syni Trampe greifa en aðra pilta. Hann horfði ekki í, ef svo bar undir, að berja á piltum og jafnvel kennurunum, hann var bráð- ur, en reiðin rauk fljótt úr honum, og laus var liann við alk langrækni

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.