Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 32

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Blaðsíða 32
384 ALÞYÐUHELGIN r p ■ í’ ' Vetrarmynd frá Reykjavíkurhöfn, og hafði jafnvel til að bjóða mönn- um „eitt glas af portvíni“, er hirt- ingunni var lokið. Drykkjuskapar- öld var þá mikil um allt ísland og ekki sízt í Reykjavík. Margir skóla- piltar voru drykkfelldir, og tók Bjarni hart á því, ef piltar urðu útúr fullir eða höguðu sér hneykslanlega niðri í bæ, en ekkert hafði hann á móti því, þó að þeir, hresstu sig á víntári í hófi, og um tíma máttu þeir, sem vildu, á laugardagskvöld- um hafa toddydrykkju í herbergi dyravarðar. Ef einhver var leiddur fyrir rektor, sem drukkinn var, þá slapp hann, að sagt var, við nótu og ofanígjöf, ef hann gat gengið beint eftir fjöl í gólfinu á skrifstofu Bjarna. (Minningabók Þ. Th.) EKKI ALLT SELIR, SEM SÝNIST. Áður fyrr var svo háttað um allan reka í Vestmannaeyjum, að sá, sem fyrstur fann, hlaut happið. Var því mikið kapp um rekagöngur. Venju- lega var farið í þær fyrir dögun, svo að aðrir yrði ekki fyrri á rekann. — Einhverju sinni fór bóndi af ein- hverjum bænum fyrir ofan Hraun fyrir dág á reka suður eftir eins og venja var. Hann kom ekki heim aft- ur um daginn, og var þá farið að leita hans. Fannst hann meðvitund- arlaus og mállaus, liggjandi fyrir ofan Klaufarskálina. Dó hann skömmu síðar, og fékk ekki málið fyrir andlátið, nema hvað menn þóttust heyra að hann segði, þegar reynt var að spyrja hann þess, hvernig hann hefði orðið svo á sig kominn: „Það eru ekki allt selir, sem sýnist.“ (Sagnir úr Vestmannaeyjum.) BLEKIÐ. Hannes biskup Finnsson kom á prestssetur eitt á Vestfjörðum á yf- iri^ið sinni. Ekki er hér getið, hvar það var né hver var þar prestur. Biskup tjaldaði fyrir utan tún og gekk síðan til kirkju. Það slys hafði orðið í ferð hans um daginn, að blekið hafði hellzt niður, og bað hann nú prest að lána sér blek. En prestur fann ekki blekið, þar sem hann átti þess von, og kom það ekki í leitirnar í bænum, þó að maður gengi undir manns hönd. Allt í einu rankar prestur við sér og segir: „Nú man ég, hvar það er. Það er úti á fjósveggjarpalli, síðan henni Skjöldu var haldið í vetur.“ Þá varð biskupi að orði: „Og ekki þurfið þér á bleki að halda á hverjum degi, prestur minn.“ (Gráskinna.) Gleðile gt nýárl Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Alþý ðuprentsmiðj an.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.