Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Blaðsíða 84
bugðupunt (Deschampsia flexuosa), en sú tegund raun hvergi á land-
inu jainútbreidd og á Vestfjörðum.
Vaxtarstöðum gróðurhverfisins hefir þegar verið lýst. En eins og
töflurnar sýna eru einkennistegundir þess aðalbláberjalyng (Vaccinium
Myrtillus), ltláberjalyng (V. uliginosum) og krækilyng1) (Empetrum).
I gróðursvipnum drottna bláberjategundirnar. Krækilyngið er ætíð
lágvaxnara en þær og nær ætíð ófrjótt. Venjulega drottnar aðalblá-
berjalyngið í gróðursvipnum, nema þar sem snjórinn verður grynnst-
ur, þar er bláberjalyngið jafnoki þess, og þar nær krækilyngið einnig
mestum þroska. Aðalbláberjalyngið ber nær ætíð blóm, en bláberja-
lyngið er að miklu leyti ófrjótt. Helztu fylgitegundir eru: bugðupunt-
ur (Deschampsia flexuosa), ilmreyr (Antlioxanthum odoratum) og
Ijónslappi (Alchemilla alpina). Bugðupuntur þekur mest af þeim, og
er nær ætíð frjór. A stöku stað gætir hálíngresis (Agrostis tenuis) veru-
lega. Grasvíðir (Salix lierbacea) og kornsúra (Polygonum viviparum)
eru alltíðar tegundir, sennilega tíðari en töflurnar sýna, því að þær
koma einungis fyrir í svarðlaginu og því lítt þroskaðar, svo að manni
getur sézt yfir þær. Blágresi (Geranium silvalicum) er oft áberandi og
kemur þar fram skyldleiki við blómdældina, sem síðar verður lýst.
Stinnastör (Carex Bigelowii) hittist oft, en ætíð strjál og venjulega
ófrjó, sama er um engjafífil (Taraxacum croceum coll.). Stundum hitt-
ist litunarjafni (Lycopodium alpinum), en þó má vera að hann sé
algengari, því að hann er ætíð undir lynginu og mjög smávaxinn. í
öðrum athugunum mínurn er hans oft getið, t. d. frá Auðkúlu í Arnar-
firði, þar sem hann óx í hverri bláberjadæld, sem ég kannaði.
Þá vil ég geta nokkurra aðalbláberjadælda, sem ég gerði ekki talna-
greiningu í.
Á hálsinum milli Geiradals og Gilsfjarðar, hæð um 330 m, var
dæld í mólendi, þýfð að vísu, sem er frábrugðið dæmigerðum aðalblá-
berjadældum. Gróður í henni var lágvaxinn og gisinn og mikill mosi.
Drottnandi tegundir voru aðalbláberjalyng (V. Myrtillus) og kræki-
lyng (Empetrum) en á smáblettum gi'asvíðir (Salix herbacea) og litun-
arjafni (Lycopodium alpinum). í lautunum bar mest á fjallasmára
(Sibbaldia produmbens), Ijónslappa (Alchemilla alpina) og kornsúru
(Polygonum viviparum). Aðrar tegundir: stinnastör (Carex Bigelowii),
túnvingull (Festuca rubra), fjallafoxgras (Phleum commutatum), engja-
fílill (Taraxacum croceum coll.) og brjóstagras (Tlialictrum alpinum).
’) f'S gcri licr ekki greinarmun á krækilyngstegundunum, en oftast mun hér vcra um
að ræða krummalyngið, Empetrum hermafroditum.
80 Flóra - tímarit um íslenzka gkasafræði