Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Side 105

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Side 105
um einstök gróðurhverfi er að ræða og aðgreiningu þeirra. Ég hefi ekki verið þess umkominn að gera gróplöntum skil í þessu gróðurlendi fremur en öðrum. Verður þeirra því að engu getið umfram það, sem bent er á snjómosa skorpur (Anthelia) innan um grasvíðibreiðuna, og hlut snjómosans í fleti dældanna. Það skal tekið fram, að íslenzka grasvíði sveitin virðist greinast verulega frá skyldum gTÓðurlendum Skandinavíu í því, að fléttna (Lichenae) gætir víðast hvar lítið hér, eða þær eru alls ekki í gróðurlélaginu. Mosagróður er oft einnig lítill, og mun það einkurn stafa af sandfoki, sem berst í jarðveginn, einkum þó í miðhálendinu. Mætti því raunar svo vera, að þáttur mosanna sé minni í grasvíði sveitinni á íslandi en í Skandinavíu, án þess þó slíkt verði fullyrt. Eins og fyrr getur, er svipur grasvíði sveitarinnar dálítið ólíkur eftir því, hve lengi snjórinn liggur. í grunnu snjódældunum, þar sem snjórinn liggur skemmst, lyftir víðirinn sér frá jarðveginum, og minn- ir þar víða á runnaheiðina, svo að ekki eru alls staðar skýr mörk þar í milli. Blómjurtir eru þar á stangli, og raunverulega eru blettir þessir oft til að prýða og lífga landslagið innan um mela og gráar mosaþemb- ur. I dýpri dældunum er grasvíðirinn (S. herbaced) svo smávaxinn og jarðlægur, að hann rennur að kalla fullkomlega saman við botnlag mosanna. Engu að síður verða blettir þessir til upplífgunar í landslag- inu, sem efstu forverðir samfelldra gróðurbletta, þar sem ekkert er umhverfis, nema gróðursnauðar skriður og melahryggir. Svo lengi sem grasvíðibreiðan er samfelld, er gróðurbletturinn skarpt markaður við útbreiðslu fannarinnar, sem huldi hann yfir vet- urinn. En hátt til fjalla hverfur dældarbragurinn oft með öllu. Þar finnst grasvíði sveitin oft á allvíðáttumiklum svæðum í dalahvilftum og botnum, þar sem svo er grýtt, að landið er líkast mel eða skriðu tilsýndar. A slíkum stöðum er oft erfitt að gera grein á milli grasvíði sveitarinnar og mosa-snjódældar. Athugun úr einni slíkri dæld er hér l'yrir hendi. Svo má kalla, að grasvíði sveitin sé útbreidd um allt land, þegar náð er nægilegri hæð yfir sjó. Upp á við eru henni þó einnig takmörk sett. Hæstu samfelldar grasvíðidældir hefi ég fundið í fjallgarðinum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar eða um 850 m og á Marteinsflæðu á Bárðdælaafrétti í 750 m hæð. Kunnugt er mér þó, að á þeim slóðum nær hún allmiklu hærra, er t. d. við Gæsavötn, í um 900 m hæð. Yfir- leitt mun þó gróðursveit þessi naumast ná miklu hærra en í um 800 m. Neðri rnörk hennar eru hinsvegar mjög lireytileg eftir aðstæðum. Hér fer á eftir skrá yfir þær lægstu grasvíðidældir, sem ég hefi athugað TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.