Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Síða 2
Frístundakort á
Skagaströnd
Foreldrum barna á Skaga-
strönd gefst nú kostur á að fá 15
þúsund króna styrk fyrir hvert
barn sem tekur þátt í íþrótta- og
æskulýðsstarfi. Kortin tóku gildi
á laugardaginn og gilda í eitt ár.
Magnús B. Jónsson, sveit-
arstjóri Skagastrandar, segir
að frístundakortin dragi tölu-
vert úr kostnaði fyrir stórar
fjölskyldur. Þar með jafni þau
möguleika ungmenna til að
taka þátt í slíku starfi, óháð
efnahag fjölskyldna þeirra.
Kortin ná til starfsemi íþróttafé-
laga auk hvers konar skipulagðs
félags- og tómstundastarfs. Auk
þess gilda kortin fyrir aðra tóm-
stundaiðkun eins og tónlistar-
eða listnám.
mánudagur 3. september 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Bæjarstjóri Seltjarnarness er sakaður um að hafa þvingað fram skjaldborg sér til
stuðnings. Stuðningsyfirlýsingar starfsmanna bæjarskrifstofu og bæjarfulltrúa flokks-
ins stangast alfarið á við orð heimildamanna DV innan bæjarstjórnar og utan. Fullyrt
er að trúnaðarbrestur ríki innan meirihlutans og uppsögn bæjarstjórans sé væntanleg
en bæjarstjórinn vísar því á bug.
LEYNIFUNDIR Í
LANDSVIRKJUN
„Það eru ýmis mál sem hafa komið
upp. Kvartanir hafa borist og meiri-
hlutinn hefur verið að funda til þess
að ræða stöðu bæjarstjórans,“ segir
Ásgerður Halldórsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar Seltjarnarnesbæjar. Hún stað-
festir jafnframt ólgu innan raða sjálf-
stæðismanna á Seltjarnarnesi.
Starfsmenn á bæjarskrifstofu Sel-
tjarnarnesbæjar og bæjarfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins hafa lýst yfir
stuðningi við Jónmund Guðmunds-
son, bæjarstjóra Seltjarnarnesbæj-
ar. Það er þvert á orð heimildamanna
DV úr innsta hring Sjálfstæðisflokks-
ins á Seltjarnarnesi sem fullyrða um
trúnaðarbrest innan meirihlutans og
að uppsögn bæjarstjórans hafi verið
rædd síðustu daga eftir að starfsmenn
bæjarins hafi kvartað undan vinnu-
framlagi hans undanfarið. Stuðningur
starfsmanna og bæjarfulltrúa stang-
ast því alfarið á við viðmælendur DV
innan bæjarstjórnarinnar og utan,
sem vegna áralangs samstarfs við
bæjarstjórann sjálfan og hversu við-
kvæmt málið er treysta sér ekki til að
koma fram undir nafni, sem furða sig
á afneitun Jónmundar og yfirlýstum
stuðningi við hann.
Í stað þess að funda á bæjarskrif-
stofum Seltjarnarness eða í höfuð-
stöðvum Sjálfstæðisflokksins var fund-
að í húsnæði Landsvirkjunar, án þess
að fulltrúaráð eða félagar sjálfstæðis-
félaganna hafi verið kallaðir saman.
Heimildamenn segja það undirstrika
þann trúnaðarbrest sem uppi er innan
meirihlutans. Sjálfur vísar Jónmundur
trúnaðarbresti á bug og segir bæjar-
fulltrúa ræða málin af fullri einurð.
Þvingaðar yfirlýsingar
Stuðningsyfirlýsingar voru fengnar
fram með óeðlilegum hætti, að mati
viðmælenda úr röðum sjálfstæðis-
manna á Seltjarnarnesi, sem eru ósátt-
ir við hvernig yfirlýsing forystumanna
flokksins í bænum var þvinguð fram á
fundi fyrir helgi. Eins og áður sagði var
fundurinn haldinn í húsnæði Lands-
virkjunar og stóð yfir stóran hluta
dags.
Hver og einn bæjarfulltrúi var
þangað boðaður á fund þar sem á
móti sátu Stefán Pétursson, formaður
fulltrúaráðs Sjálstæðisflokksins á Sel-
tjarnarnesi, og Jónmundur Guðmars-
son, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.
Hart var lagt að hverjum og einum að
undirrita stuðningsyfirlýsinguna og
undrast viðmælendur DV úr röðum
sjálfstæðismanna fyrirkomulagið þar
sem nærri ómögulegt hafi verið fyrir
nokkurn að mótmæla.
Svipaðar aðstæður eru sagðar hafa
verið daginn eftir þegar allir starfs-
menn bæjarins voru kallaðir saman
til fundar. Þar las fjármálastjóri bæj-
arins upp stuðningsyfirlýsingu sem
starfsmennirnir voru hvattir til að sam-
þykkja. Viðmælendur DV segja að-
stæður hafa útilokað nokkur mótmæli.
Ómarktækur stuðningur
Þær upplýsingar fengust hjá Lands-
virkjun að fundurinn hafi ekki verið
haldinn með samþykki fyrirtækisins
og það væri ekki hluti starfsemi þess
að blanda sér í málefni sveitarstjórna.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafull-
trúi Landsvirkjunar, bendir á að fjöldi
starfsmanna fyrirtækisins tengist
stjórnmálum með ýmsum hætti. „Þeir
starfsmenn sem halda slíka fundi hjá
okkur verða að svara fyrir slíkt sjálfir
enda ekki um málefni okkar að ræða.
Við höfum um nóg að véla svo
við séum ekki að blanda okkur
í sveitarstjórnarmál,“ segir Þor-
steinn.
Viðmælendur DV innan
raða Sjálfstæðisflokksins furða
sig á því hvers vegna ekki hafi
verið kallað til fjölmenns alls-
herjarfundar hjá Sjálfstæðisfé-
lagi Seltirninga og Sjálfstæðis-
félaginu Baldri til þess að ræða
stuðning við bæjarstjórann.
Þeir benda á að slík sé reglan
hjá flokknum til þess að hægt
sé að senda út marktæka yf-
irlýsingu í nafni félaganna.
Ef stuðningurinn hefur
hvorki verið samþykktur né
borinn undir félagana telja
viðmælendur hann ómark-
tækan og því sé hann aðeins
undan rifjum örfárra fulltrúa
flokksins runninn.
TrausTi hafsTeinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
fundað í höfuðstöðvunum bæjarstjórinn og formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisflokksins á
seltjarnarnesi kölluðu starfsmenn og bæjarfulltrúa á sinn fund í höfuðstöðvum Landsvirkjunar.
nýtur trausts starfsmenn og bæjarfulltrú-
ar seltjarnarnesbæjar keppast við að lýsa
yfir stuðningi við bæjarstjórann. Viðmæl-
endur dV segja stuðningsyfirlýsingarnar
hafa verið þvingaðar fram með hraði.
Þegar skóladegi lýkur í dag munu
1.200 börn ekki fá inni á frístunda-
heimilum Reykjavíkurborgar. Þetta
segir Soffía Pálsdóttir, æskulýðs-
fulltrúi Íþrótta- og tómstunda-
ráðs Reykjavíkurborgar. Illa hefur
gengið að manna frístundaheimili
borgarinnar á undanförnum árum.
Ástandið hins vegar aldrei verið
jafnslæmt og í ár og segir Soffía að
það sé að hluta til litlu atvinnuleysi
um að kenna, auk þess sem 350 fleiri
umsóknir hafi legið fyrir í haust.
„Í síðustu viku voru fjórtán
hundruð börn komin inn en á sama
tíma voru þrettán hundruð manns
á biðlista. Fyrir helgi náðum við að
koma hundrað fleiri börnum inn á
frístundaheimili.“
Soffía segist búast við því að bið-
listarnir munu styttast enn frekar á
næstu vikum. Þegar líða fer á sept-
ember verði ástandið erfiðara og
færra fólk muni fást til starfa. „Við
erum bjartsýn og við gerum okkar
besta. Við gerum okkur grein fyrir
því að þetta verður erfiðara þegar
líða fer á veturinn.“
Aðspurð hvort biðlistinn gæti
farið niður fyrir þúsund börn fyr-
ir enda septembermánaðar segir
Soffía að hún sé ekki bjartsýn á það.
„Það væri óskandi að geta náð því á
næstu vikum. Það er samt kannski
fullbratt en við erum alltaf að reyna
að ná í gott fólk. Því fyrr því betra,“
segir Soffía.
ÍTR hefur reynt að beina þeim til-
mælum til foreldra barna að hjálp-
ast að með því að skiptast á að sækja
börn í skóla eða passa þau. Hún
segir að foreldrar hafi tekið vel í það
þótt margir eigi erfitt um vik vegna
vinnu.
Í ár hafa aldrei borist fleiri um-
sóknir inn á frístundaheimilin en
þeim fjölgaði um 350 í ár frá árinu í
fyrra. Soffía segir að það sé erfitt að
bregðast við þessum aukna fjölda
en á sama tíma í fyrra voru undir
þúsund manns á biðlista.
Útlendingar hafa verið ráðnir í
störf á frístundaheimilunum og seg-
ir Soffía að það hafi gefist vel. Það
þurfi þó að vera ákveðið jafnvægi
og það megi helst ekki vera fleiri en
einn útlendingur á hverju heimili.
Aðspurð hvernig koma megi í veg
fyrir að slíkir biðlistar endurtaki sig
segir Soffía að það sé erfitt að segja
meðan atvinnuástandið er jafngott
og það er um þessar mundir. „Við
sem stöndum að þessu verðum að
leita lausna í sameiningu.“
einar@dv.is
Erfiðlega hefur gengið að manna frístundaheimili í Reykjavík:
1.200 börn í vanda eftir skóla
soffía Pálsdóttir segir að biðlistarnir
muni styttast enn meira á næstu vikum.
Vinstri græn
bæta við sig
Vinstri græn bæta við sig
þriggja prósenta fylgi samkvæmt
nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, jafn-
miklu fylgi og Sjálfstæðisflokkur-
inn tapar milli kannana.
Sjálfstæðisflokkurinn fer úr
45 prósentum í 42 prósent og
Samfylkingin úr 28 prósentum í
29 prósent samkvæmt könnun-
inni sem birtist í Morgunblað-
inu. Vinstri græn fara úr þrettán
prósentum í sextán. Framsóknar-
flokkurinn mælist með níu pró-
senta fylgi og Frjálslyndi flokkur-
inn tæplega helming þess, fjögur
prósent.
Engin nauðsyn á
Saga Class-hliði
Öryggishliðið, sem komið
var upp í Leifsstöð fyrir farþega
á Saga Class, er ónauðsynlegt,
segir Björn
Bjarnason.
Hliðið var
sett upp fyrr
á þessu ári og
var því ætlað
að hjálpa far-
þegum sem
flugu á Saga
Class með
Icelandair að
komast hjá því að bíða í langri
röð til að gangast undir örygg-
isskoðun. „Tilraunin með sér-
stakt öryggishlið fyrir farþega á
Saga Class mun hafa leitt í ljós,
að það sé ónauðsynlegt,“ segir
Björn á vefsíðu sinni.
Auka álagningu
Verðhækkanir olíufélaganna
eru óréttlætanlegar að mati Run-
ólfs Ólafssonar, framkvæmda-
stjóra Félags íslenskra bifreiða-
eigenda. Öll olíufélögin, að
undanskildum Atlantsolíu og
Orkunni, hækkuðu verðið um 2
krónur á lítrann fyrir helgi.
„Ekki er hægt að réttlæta
hækkanir gömlu olíufélaganna
með því að verið sé að mæta
hækkun á kostnaðarverði elds-
neytis. Hlutfallsleg álagning á
bensín og dísilolíu hefur aukist
hjá íslensku olíufélögunum í
sumar. Þessar nýjustu hækkanir
eru vísbending um að olíufélögin
séu ekki hætt á þeirri braut,“ segir
Runólfur.