Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 25
DV Ferðalög föstudagur 7. september 2007 25
U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s
á ferðinni
Veiðimet í
Eystri-Rangá
Veiðimet hefur verið slegið í
eystri-rangá þetta sumarið en
þegar hefur verið veiddur 4.661
lax og er þá metið frá sumrinu
2004 slegið, segir á heimasíðu
lax-a.is. bara á miðvikudaginn
náðust 193 laxar á land í einu
versta veðri sumarsins. Þeir sem
til þekkja eru alveg hissa á því
hvað ætlar að veiðast mikið í
eystri-rangá þetta sumarið og
spá því að veiðin fari yfir 6.000
laxa. Heill mánuður er eftir af
veiði sumarsins svo það er aldrei
að vita nema sá spádómur rætist.
Ganga í
Brynjudal
sunnudaginn 9. september
næstkomandi verður farin ganga
á vegum ferðafélags Íslands í
brynjudal í botni Hvalfjarðar.
brynjudalur er fallegur og
gróðursæll dalur og er hann
umgyrtur háum fjöllum á báða
vegu. Í dalnum er að finna ótal
perlur á borð við gil, flúðir og fossa.
farið verður frá mörkinni 6 klukkan
10.00. Áætlaður göngutími er
fimm til sex klukkutímar og
fararstjórn er í höndum Leifs
Þorsteinssonar. frekari upplýsingar
um gönguna er að finna á fi.is.
Fjölskyldu-
ferð
Helgina 14. til 16. september
verður farin fjölskylduferð
ferðaklúbbsins 4x4 í setur. Lagt
verður af stað á föstudeginum
klukkan 19.00 frá select við
Vesturlandsveg. Á laugardeginum
verður skipulögð dagskrá við allra
hæfi með leikjum fyrir börn og full-
orðna. slegið verður upp grillveislu
um kvöldið og svo tekur við
kvöldvaka með tilheyrandi
varðeldi, söng og leikjum. frekari
upplýsingar og skráning á f4x4.is
en síðasti skráningardagur er 12.
september.
Hvað er maríufiskur?
fyrsti fiskur sem manneskja veiðir er gjarnan nefndur maríufiskur. Þetta er vel þekkt orð sem hægt er að rekja í
heimildum aftur til 17. aldar. maríufiskurinn var fyrsti fiskur sem sjómaður veiddi á ævinni. sinn fyrsta fisk átti
sjómaður að gefa fátækustu konunni í verstöðinni þegar komið var í land. ef maríufiskur unglings var
góðfiskur, sem er þorskur, ýsa eða lúða, var framtíð hans á sjónum
sögð björt. Þessi siður er rakinn aftur til kaþólskrar trúar og var
litið á maríufiskinn sem nokkurs konar heitfisk. Heitið var á maríu
mey til fiskiheilla. Heimild: www.visindavefur.hi.is
Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar,
er mikill veiðimaður. Gylfi segir hér magnaða sögu af frænda sínum og veiðifélaga,
sem er einstakt ljúfmenni en stundum nokkuð seinheppinn.
INNBROT OG ÓNÝTT NESTI
Fyrir um 10 árum fór Gylfi Jón
ásamt veiðifélögum sínum til
rjúpnaveiða í Mývatnssveit. Þetta
var á fyrsta degi rjúpna og því var
mikil tilhlökkun í hópnum. Þar sem
hver bjó á sínu landshorni komust
þeir ekki allir á áfangastað á sama
tíma en frændi Gylfa Jóns kom
manna síðastur. „Guðmundur,
frændi minn, var aðeins seinn
fyrir, en við sættumst á að hann
myndi hitta okkur þar sem höfðum
um árabil lagt bílunum okkar. Við
sögðum honum að þar myndi
hann finna bílinn og í honum væri
nesti sem hann mætti gæða sér á,“
segir Gylfi Jón og útskýrir að þeir
hafi ekki viljað að hann tefðist enn
frekar við að smyrja sér nesti.
Aumingjalegt nesti
„Þegar frændi kom að bílastæðinu
var hann mjög svangur og fann bíl
sem hann taldi sig þekkja. Hann fór
inn í bílinn, setti hann í gang og hóf
leitina að nestinu sem við höfðum
lofað honum. Milli sætanna fann
hann tvö háöldruð súkkulaðistykki,
volgan bjór og eitthvað smotterí
sem hann át upp til agna. Honum
þótti nestið hálfaumingjalegt en
lét sig hafa það,“ segir Gylfi Jón en
í þann mund sem Guðmundur
kláraði nestið kom maður upp að
bílnum. „Guðmundur byrjaði á
að skamma manninn fyrir ónýtt
nesti. Súkkulaðistykkið hafi verið
náhvítt og bjórinn volgur. Maðurinn
varð hálfhnípinn á svip og frændi
ekki síður þegar í ljós kom að
maðurinn var ekki á okkar vegum.
Guðmundur hafði brotist inn í bíl
hjá bláókunnugum manni og klárað
nestið hans,“ segir Gylfi Jón og
hlær. „Frændi sem er hvers manns
hugljúfi sættist við manninn. Seinna
bar hann því við að við hefðum gefið
honum misvísandi upplýsingar um
tegund bílsins. Hann sakaði okkur
um að hafa sagst vera á gömlum
Toyota Hælúx, en hann er sá eini
í okkar hópi sem hefur nokkurn
tímann átt slíkan bíl.“
Skítugt handklæði
Það er siður hjá þeim félögum
að baða sig í Stórugjá í Mývatnssveit.
Engin undantekning var gerð í
þetta skiptið. „Við skelltum okkur í
kærkomið bað en frændi fór manna
fyrstur upp úr og byrjaði að þurrka
og þrífa af sér leðjuna sem myndast
umhverfis gjána. Við tíndumst upp
úr einn af öðrum en þegar síðasti
maður kom upp úr baðinu fann
hann hvergi silkimjúka, fannhvíta
handklæðið sitt. Frændi minn er
góður veiðimaður en ekki sérlega
skipulagður. Hann hafði gleymt
að taka með sér handklæði. Þegar
upp um hann komst, stóð hann,
tandurhreinn á handklæðinu í
leðjunni. Hann rétti manninum
handklæðið með eftirfarandi
huggunarorðum: „Þetta er allt í lagi,
ég notaði það bara öðrum megin.“
Te og kaffi
Þeir félagar veiddu vel þessa helgi
en manna best veiddi frændinn.
Hann var í góðu skapi og bauðst til sjá
um að hita kaffið og elda matinn áður
en þeir legðu af stað heim. Eigandi
handklæðisins, jafnan kallaður
Sorinn, er mikill tedrykkjumaður
en hefur óbeit á kaffi. Guðmundur
fékk skýr fyrirmæli um að setja
kaffið ekki í tebrúsann, sem var
sérstaklega merktur með bláu bandi.
Hann mætti manna fyrstur inn á
Skútustaði og kveikti undir pottunum
eins og um var samið. „Þegar við
mættum á svæðið, örþreyttir og
svangir, mættum við pottréttinum í
dyragættinni. Kokkurinn var hvergi
sjáanlegur en fannst sæll og glaður
í heita pottinum þar sem hann
malaði í símann og drakk kaffið
sem var að sjálfsögðu í tebrúsa
Sorans,“ segir Gylfi Jón en bætir við
að matarskammturinn hafi verið
naumur í þetta skiptið. Gylfi segir
Sorann seinþreyttan til vandræða
en Guðmundur frændi sé eini
maðurinn sem geti komið honum
úr jafnvægi. „Þegar Sorinn, foxillur
spurði frænda hvers vegna hann hafi
sett kaffið í tebrúsann hann, svaraði
hann sallarólegur; „Mér er ekki vel
við að brjóta þau prinsipp sem aðrir
setja sér í veiði. En ég geri það.“
Gummi frændi, ekki í umræddri
ferð „svipurinn er hins vegar sá sami.“
Gylfi Jón Gylfason með
þann stóra úr geirdalsá.
Suðurlandsbraut 4. Reykjavík. - www.veidihollin.is - Sími 533 1115 - 893 7654
eða frá þér í ár?
Viltu spara 25% af verði eins besta útivistar og veiðifatnaðar sem völ eru
á fyrir unglinga, konur og karla, kynntu þér þá pöntunarþjónustu okkar.
www.veidihollin.is.
sem og allt annað færðu hjá okkur í skot og stangveiði.
Allt það besta frá Veiðilandi færðu hjá okkur.
Verðum með notaðar byssur í endursölu, skráðu byssuna hjá okkur .