Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Page 1
yfirgefin börn á svefnlyfjum barnaverndarnefnd reykjavíkur fær á hverju ári nokkrar ábendingar um að börn séu svæfð og skilin ein eftir heima: F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 25. september 2007 dagblaðið vísir 151. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 fólk n „á undanförnum árum hafa komið nokkrar tilkynningar um að börnum séu gefin svefnlyf og þau jafnvel skilin eftir ein,“ segir Halldóra Dröfn gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri barnaverndarnefndar reykjavíkur. Þeir sem setja sig í samband við barnaverndar- nefnd eru oftast ættingjar eða aðrir sem þekkja vel til barnanna. sjá bls. 6 og 7. >> Fangelsismálayfirvöld og lögregla sem rannsakar andlát fanga á Litla-Hrauni vita ekki hver dánarorsök hans er. Rannsókn stendur yfir. Þeir sem komu að manninum látnum sáu ekki ummerki um að fanginn hefði fallið fyrir eigin hendi. öryrki tapar peningum á vinnunni >> Örorkubætur Tryggva Ástþórssonar lækkuðu um 55 þúsund krónur á mánuði þegar hann fékk vinnu sem skilaði honum 50 þúsund krónum í tekjur. Hann tapaði því pening- um á því að fara að vinna frekar en að láta sér nægja þær bætur sem hann hafði. fréttir Óvissa um andlát fanga á litla-hrauni >> Bubbi Morthens segir rapparann Sævar Daníel Kolandavelu hafa sterka skírskotun í samtímann. „Hann er beinskeyttur, pólitískur og hnitmiðaður,“ segir Bubbi. Hann gefur ekki mikið fyrir nýja, íslenska tónlist. „Því miður er íslenskur tónlistarbransi meira eða minna ein stór runksamkoma,“ segir Bubbi. skógur vigDísar víkur n óánægju gætir meðal íbúa í árborg með Þá ákvörðun bæjaryfir- valDa að leyfa byggingu íbúðabyggð- ar í skógi sem var gróðursettur að frumkvæði vigDísar finnbogaDótt- ur, fyrrveranDi forseta. íbúarnir telja að gróðursetningin og starf unglingsbarna fari fyrir lítið. bæjarstjórinn í árborg segir Þetta reginmisskilning Hjá bæjarbúunum. Bu Bi >> DV ræðir við nokkra eldhressa Íslendinga sem eiga það sameiginlegt að bera tattú. Einn er með fótbolta- mark á kálfanum, annar með kross yfir bakið og sá þriðji með japanska fugla á lærinu, svo dæmi séu tekin. Einnig er rætt við Fjölni Geir Bragason, mynd- listarmann og húðflúrmeistara. h ú ð fl ú r Mannkynið hefur málað á sér kroppinn um aldir alda, ýmist með máln- ingu, blóði eða bleki. Það er því óhætt að fullyrða að tattú eru ekki ný af nálinni. Þau eru til í öllum regnbogans litum, öllum mögulegu stærð- um og hinum ýmsustu gerðum. DV ræddum við nokkra eldhressa Íslend- inga sem eiga það sameiginlegt að bera tattú. Einn er með fót- boltamark á kálfanum, annar með kross yfir bak- ið en ein er með jap- anska fugla á lærinu svo dæmi séu tekin. Á bak- síðu er rætt við Fjölni Geir Bragason, mynd- listamann og húðflúr- meistara. hvers vegna ert þú með sjóræn-ingjatattú? „Ég hef alltaf verið mikill sjóræningi í mér og stofnaði meðal annars Sjóræn-ingjafélagið þegar ég var ungur. Ef nú væri 16. eða 17. öld væri ég á sjóræningjaskipi. Fyrst langaði mig alltaf að verða indíáni þegar ég yrði stór. Svo þegar ég eltist og varð þroskaðri ákvað ég að verða sjóræn-ingi. Ég sá að þetta var ekkert raunhæft, ég yrði aldrei indíáni. Ég væri sjóræningi ef ég hefði ekki fæðst á vitlausum tíma. Það er bara svo lítið af sjóræningjum eftir, því miður.“ hvenær fékkstu þér það? „Ég fékk mér tattúið í Gautaborg árið 1990. Ég gerði það að vel ígrunduðu máli þegar ég var starfsmaður í Volvo-verk-smiðjunum í Svíþjóð. Á þeim tíma fengu menn sér tattú í útlöndum, aðallega til að sýna að þeir hefðu nú verið í útlöndum.“ hvers vegna fékkstu þér tattú? „Þetta átti að verða miklu stærra og íburðarmeira. Það áttu til dæmis að vera gullkista og smá sjór á myndinni. Þetta átti að verða litríkt og flott tattú en það var hins vegar svo dýrt að ég neyddist til að sleppa sumu. Spurði svona: „En ef ég sleppi gull-kistunni, hvað kostar það þá? En ef ég sleppi sjónum líka?“ Það endaði með því að fáninn stóð einn eftir. Í einum lit. Það var ódýrara.“ hefurðu einhvern tímann séð eftir því að hafa fengið þér tattú? „Nei, aldrei. Ég hef alltaf verið ánægður með þessa ákvörðun. Hún var hárrétt.“ Myndirðu viljað fá þér annað tattú?„Nei, ég held ekki. Allavega ekki á næst-unni. Svo reyndar þegar maður er kominn á elliheimili og hefur ekkert að gera getur mál-ið horft öðruvísi við. Þá getur verið að mað-ur vilji fá sér fiðrildi á kálfann eða eitthvað slíkt, til að drepa tímann. Það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug á efri árum. Þegar ég verð kominn á elliheimili verður þar allt fullt af fólki sem er með tribaltattú og annað slíkt. Ég gæti trúað því að þar myndist svolít-il tattústemning. Ég vil því ekki útiloka neitt.“ Er sjóræningi í Mér jón gnarr D V m ynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.