Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Síða 7
DV Fréttir þriðjudagur 25. september 2007 7 FORELDRAR GEFA BÖRNUM SVEFNLYF OG FARA SVO ÚT Mál Madeleine McCann hefur beint athyglinni að því að foreldrar gefi börnum sínum svefnlyf með það fyrir augum að þeir geti sjálfir farið út að skemmta sér. Ekki nýtt af nálinni, segir norskur réttarlæknir: SVEFNLYF Í SUMARFRÍINU Í kjölfar hvarfs Madeleine McCann hefur hafist viðamikil umræða um hvort foreldrar gefi börnum sínum svefnlyf til að njóta næðis. Foreldrarnir hafa verið sakaðir um að gefa Madeleine svefnlyf svo þeir gætu farið út að borða, skammturinn hafi hins vegar verið of stór og Madeleine látist. Þessu hafa foreldrarnir neitað alfarið. Spurningin snýst ekki lengur um hvort lyfjagjöf í þessu samhengi sé stunduð, heldur í hve miklum mæli. Í umfjöllun norska dagblaðsins Verdens Gang fyrir skemmstu um málið er sagt að norskir foreldrar gefi börnum sínum svefnlyf til að geta stundað næturlífið í sólarlandaferðum. Þar sagði Finn Abrahamsen, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, að mál Madeleine McCann ætti að vera alvarleg áminning í þessu tilliti. Að hans mati væri um alvarlega vanrækslu að ræða ef foreldrar beittu slíkum aðferðum og þótt McCann- málið væri engan veginn til lykta leitt væru þau sek um þá vanrækslu að hafa skilið börnin eftir, undir áhrifum svefnlyfja, varnarlaus, á meðan þau sátu með vinum á veitingastað í Praia da Luz í Portúgal. Foreldrar láta sig ganga fyrir Torleiv Ole Rognum, réttarlæknir í Osló, sagði að það væri ekkert nýtt vandamál að foreldrar gæfu börnum sínum svefnlyf án samráðs við lækni. Að hans sögn hefði þetta sennilega verið stundað til margra ára og hann vissi um mörg tilfelli í Nor- egi þar sem fundist hefðu leifar svefnlyfja í látn- um ungabörnum. Að hans sögn hefði þó ekki verið hægt að segja með fullvissu hvort það hefði verið dánarorsökin. Forstjóri ferðamálaráðs Noregs, Rolf Forsdahl, staðfesti við Verdens Gang að inn á borð til þeirra kæmu reglulega umkvartanir vegna óábyrgrar hegðunar foreldra í sólarlandaferðum og greinilegt væri að til væru foreldrar sem legðu meiri áherslu á að skemmta sér en velferð barna sinna. Í ein- hverjum tilvikum þyrftu fararstjórar að grípa inn í og taka að sér barnavöktun. Forsdahl sagði að því miður væri merkjanlegt að ferðamenning Norður- landabúa færi versnandi og erfitt væri að samræma fjölskylduferð og fullorðinsskemmtun. Hann taldi þó að flestir norskir foreldrar sýndu ábyrgð gagn- vart börnum sínum í sumarleyfisferðum á suðlæg- ar slóðir. Ekki vitað um umfang Ekki eru fyrirliggjandi neinar áreiðanlegar töl- ur sem sýnt geta fram á umfang notkunar svefn- lyfja til handa börnum í þessum tilgangi, að sögn Karitu Bekkemellem, ráðherra í norska barna- og jafnréttisráðuneytinu. Að sama skapi býr ráðu- neytið ekki að neinum upplýsingum um hve al- gengt það er að foreldrar skilji börn sín eftir ein á meðan þeir fara út að skemmta sér. Engu að síð- ur sagði hún að það væri óásættanlegt ef foreldrar notuðu svefnlyf í þessu samhengi, börn ættu ský- lausa kröfu á öryggi og umhyggju. Ef þessu tvennu væri ekki til að dreifa gripi löggjafinn og barna- verndarnefnd inn í með það fyrir augum að veita viðkomandi barni skjól, umhyggju og öryggi. Foreldrar Madeleine McCann eiga, samkvæmt portúgölskum lögum, yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi fyrir að hafa skilið Madeleine varnarlausa eftir að kvöldi hins 3. maí, þótt þau verði ekki sek fundin um aðild að hvarfi Madeleine. kolbeinn@dv.is Í einhverjum tilvikum þyrftu fararstjórar a�� �r��a inn � �� taka a�� sér barnavöktun. Madeleine McCann Ásakanir í garð foreldra ungu stúlkunnar um að hafa gefið henni svefnlyf hafa vakið upp umræðu um hversu algeng slík lyfjagjöf sé. algengt mun vera að norskir Ísland standi vel að vígi hvað þetta varðar.“ Matthías segir að það sé auðvelt fyrir Landækn- isembættið að skoða svefnlyfja- gjöf til barna. Það getur samt ruglað menn í ríminu því sum svefnlyf eru einn- ig gefin flogaveikum einstaklingum. Matthí- as tekur undir orð Hall- dóru um að sönnunarbyrð- in í slíkum málum sé erfið og það sé ekki hægt nema að láta barnið gangast undir blóðprufu. Fólk meðvitaðra „Ég tel að svefnlyfjagjöf til barna hafi minnkað á undanförn- um árum,“ segir Geir Friðgeirsson, barnalæknir í Domus Medica. Geir er einn reynslumesti barnalækn- ir landsins en hann hefur starfað í faginu í um 30 ár. Hann segir að foreldrar hafi gefið börnum sín- um Phenergan og Vallergan en slík lyfjagjöf hafi minnkað. Fólk er far- ið að leita annarra leiða til að svæfa börnin sín. „Svefnráðgjöf til foreldra barna hefur aukist mikið á undan- förnum árum. Fólk virðist vera orð- ið meðvitaðra um að þetta sé til að brjóta upp einhvern vítahring. Það er ráðlegast að gefa barninu lyfið ekki lengur en í eina til tvær vikur í senn.“ Geir segir að Phenergan og Val- lergan séu notuð töluvert nú til dags en þau eru talin vera tiltölu- lega þægileg í notkun og hafa ekki hættulegar aukaverkanir í för með sér. Bæði lyfin eru gömul lyfseðils- skyld ofnæmislyf sem höfðu þær aukaverkanir að fólk varð syfjað af inntöku þeirra. Geir segir að mjög margir íslenskir foreldrar hafi not- að lyfin með ágætum árangri fyrir yngstu börnin. Geir segist ekki þekkja dæmi þess að börnum hér á landi hafi ver- ið gefinn of stór skammtur af svefn- lyfjum. „Nei, ég hef starfað í þessu í 30 ár og man ekki eftir að slíkt dæmi hafi komið upp. Það er hins vegar langt síðan ég hætti að vinna á spít- ölum og það er ekki hægt að útiloka að slíkt dæmi hafi komið upp.“ Átak hjá Evrópusambandinu „Lyf hafa ekki verið rannsökuð neitt sérstaklega í börnum og það er átak í gangi hjá Evrópusamband- inu og í Bandaríkjunum sem miðar að því að auka rannsóknir á lyfja- gjöfum hjá börnum,“ segir Rann- veig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfja- stofnunar. Hún segir að lyf virki allt öðruvísi á börn heldur en fullorðna og nefnir hún í því samhengi Rítal- ín sem hefur þveröfug áhrif á börn en fullorðna. Lyfjagjafir til barna hafa ekki verið rannsakaðar nægj- anlega að hennar mati. Hún seg- ir að ekki séu til nein svefnlyf sem eru eingöngu ætluð fyrir börn. „Þetta eru yfirleitt �runsemdir ætt- in�ja e��a vina sem þekkja vel til barnanna. Stundum fáum vi�� einn- i� tilkynnin�ar úr skólum barnanna þar sem �runsemdir hafa vakna��.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.