Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Blaðsíða 11
DV Fréttir þriðjudagur 25. september 2007 11 Heimsókn forseta Írans, Mahmouds Ahmadinejad, til Bandaríkjanna hefur vakið upp misjöfn viðbrögð þar í landi. Í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina í síðustu viku lagði hann grunninn að heimsókn sinni. Í viðtalinu lagði hann áherslu á að Íran þarfnaðist ekki kjarnorkuvopna og stefndi ekki að stríði við Bandaríkin og sagði að engin ástæða væri fyrir löndin að fara í stríð við hvort annað. Ahmadinejad tók í gær þátt í umræðufundi í Kólumbía- háskólanum í New York og sýndist sitt hverjum um þátttöku forsetans. Skólayfirvöld neituðu að verða við kröfum um að fella dagskrána niður, þrátt fyrir að reynt væri að höfða til viðhorfa Íransforseta til Helfararinnar og Ísraels, en hann hefur lýst því yfir að Helförin hafi aldrei átt sér stað og að Ísraelsríki skyldi þurrkað út af yfirborði jarðar. Í dag munu George W. Bush, for- seti Bandaríkjanna, og Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, ávarpa öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hætt er við álíka mótmælum vegna þess. Enginn vafi leikur á því að ummæli þeirra við það tækifæri verða túlkuð með tilliti til samskipta landanna, sem um þessar mundir einkennast af mikilli tortryggni og kulda. Á sama tíma og sumir Banda- ríkjamenn telja að réttara væri að handtaka Íransforseta í stað þess að bjóða honum að halda ræður eru þó þeir til sem eru á öndverðum meiði. Ahmadinejad hefur áður höfðað til almennings í Bandaríkjunum og aðskilið almenning frá ríkisstjórn landsins. Nýlega sagði hann í sjón- varpi að hann óskaði friðar og vin- áttu með þjóðunum. Einnig hefur hann í opnu bréfi til almennings í Bandaríkjunum gagnrýnt stefnu Bandaríkjaforseta í Mið-Austur- löndum. Goncalo Amaral, yfirmaður rannsóknarinnar á hvarfi Made- leine McCann, bíður þess að vera yfirheyrður vegna meintra pyntinga þriggja undirmanna sinna. Af þeim sökum horfist hann í augu við kröf- ur þess efnis að hann láti af stöðu sinni sem yfirmaður rannsóknar- innar. Málið sem um ræðir átti sér stað í september árið 2004, en þá hvarf, á svipuð slóðum og Made- leine McCann, hin átta ára Joana Cipriano. Nú hefur móðir stúlk- unnar, Leonor Cipriano, tjáð sig um rannsókn málsins, en hún afplánar sextán ára fangelsisdóm. Að henn- ar sögn var játning hennar á sínum tíma knúin fram með yfirheyrslum og pyntingum sem stóðu í fjörutíu og átta klukkustundir samfleytt. Hún var látin krjúpa á tveimur glerösku- bökkum, með poka yfir höfðinu og barin með einhverju sem hún telur hafa verið kylfa. Lögreglumennirnir sem hlut eiga að máli hafna ásökun- unum og segja að hún hafi kastað sér niður stiga. Kærasti Leonor, Leandro Silva, hafði svipaða sögu að segja. Hann segir sig hafa sætt barsmíðum vegna rannsóknarinnar árið 2004. Hann hafi verið barinn í kviðinn og einn- ig með símaskrá. Leandro sagði að þetta hefði verið eins og í hryllings- mynd. „Þú borðaðir Joana. Þú eld- aðir hana og borðaðir hana,“ sagði hann að rannsóknarlögreglan hefði sagt við hann. Carlos Garcia, varaforseti stéttar- félags portúgalskra lögreglumanna, sem sér um vörn Goncalos Amaral og starfsfélaga hans, sagði að ekkert væri hæft í ásökununum sem born- ar væru á þá. Roy Ramm, fyrrverandi yfirmaður hjá Scotland Yard, sagði að það væri með ólíkindum að maður sem sakaður væri um jafn alvarlega hluti, sæi um rannsókn á jafn áber- andi máli og McCann-málið væri. „Í besta falli væri hægt að reikna með einhverju skrifstofustarfi,“ sagði hann. Drukknir með byssur Tveir norskir liðsforingjar eiga á hættu að verða reknir eftir að hafa, undir áhrifum, hleypt af skotum í höfuðstöðvum NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Ekki hlaust mannskaði af athæfi þeirra svo vitað sé. Norska herlögreglan hefur tekið yfir rannsókn málsins og er það litið mjög alvarlegum augum. Neysla áfengis er leyfileg í höfuðstöðvum NATO í Afganistan, en, eins og gefur að skilja, ekki undir vopnum. Verði liðsforingjarnir sekir fundnir geta þeir í besta falli vænst heimsendingar og í versta falli brottreksturs úr hernum. Fleiri óska leyndar Sífellt fjölgar þeim Dönum sem óska þess að nafn og heimilisfang verði ekki opinbert hjá dönsku hagstofunni. Árið 2000 var fjöldinn um tuttugu og sjö þúsund, en í dag hafa tæplega þrjátíu og fjögur þús- und óskað eftir upplýsingaleynd. Til að fá upplýsingar frá hagstofu þurfa lánastofnanir og aðrir að sýna fram á réttmæta ástæðu ef upplýsinga er óskað um einhvern sem nýtur upplýsingaleyndar. Að- stoðarskrifstofustjóri Íbúaskrán- ingar Kaupmannahafnar telur að í flestum tilfellum sé um að ræða opinberar persónur, lögreglufólk og leikara. Vesturlönd hundsuðu flóttamenn Samtökin Amnesty International gagnrýna Vesturlönd fyrir að hafa horft framhjá flóttamannavanda- málinu í Írak. Í skýrslu samtak- anna segir að Vesturlönd hafi látið Sýrland og Jórdaníu um að bera þungann af vandamálinu. Að mati samtakanna eru rúmlega fjórar milljónir Íraka á vergangi vegna stríðsins í Írak og af þeim eru enn um tvær milljónir og tvö hundruð þúsund innan landamæra landsins en restin hefur flúið til Sýrlands og Jórdaníu. Fólksflóttinn er sá mesti í Mið-Austurlöndum frá árinu 1948, þegar Palestínumenn urðu fórnar- lömb stofnunar Ísraelsríkis. Lagði grunninn að Bandaríkjaheimsókn sinni í síðustu viku: Íransforseti mætir mótmælum Yfirmaður rannsóknar á McCann-málinu sætir rannsókn: Sakaður um að hafa hylmt yfir pyntingar Lögreglumenn í Portúgal tengjast ekki fréttinni. Skiptar skoðanir Konan til vinstri telur að Íransforseti eigi að fá að tjá sig. Brown munDar kúStinn sótthreinsaðir og skrúbbaðir,“ sagði Brown. Sum sjúkrahús hafa þegar tekið upp þessar aðferðir við þrif og vilji Brown stendur til þess að fleiri fylgi fordæminu. Takmörkuð áhrif Þeir eru þó til, innan heilbrigðis- geirans, sem telja að „djúphreins- un“ Browns á sjúkrahúsum hafi tak- mörkuð áhrif. Þeir telja að þarna sé fyrst og fremst um að ræða aug- lýsingabrellu sem muni falla vel í kramið meðal samherja forsætis- ráðherrans í Verkamannaflokknum. Þegar upp er staðið, segja þeir, bygg- ir sótthreinsun innan sjúkrastofnana fyrst og fremst á almennu hreinlæti, handþvotti og aga innan stofnan- anna. Norman Lamb, hjá frjálslynd- um demókrötum, sagði að margar árangurslausar aðgerðir hefðu verið gerðar til að vinna bug á bakteríunni. Hann taldi að breytt viðhorf inn- an sjúkrahúsa og umönnunarheim- ila væru líklegri til árangurs til langs tíma litið, en flottir tilburðir. Sam- kvæmt tölum frá bresku heilsugæsl- unni voru skráð 6.378 tilfelli MRSA- sýkinga á sjúkrahúsum frá apríl árið 2006 til mars árið 2007, samanborið við 7.096 fyrir sama tímabil árin áður. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er vit- að um 15.592 tilfelli af C. difficile- sýkingu í sjúklingum sextíu og fimm ára og eldri, sem er aukning um tvö prósent frá sama tímabili árið 2006. Áhyggjur almennings Áætlun Browns í sjúkrahúsmál- um Bretlands byggja að öllum lík- indum á könnun á vegum Verka- mannaflokksins. Niðurstöður könnunarinnar bentu meðal annars til þess að almenningur hefði miklar áhyggjur af hreinlæti á sjúkrahúsum landsins. Gordon Brown hefur und- anfarna mánuði heimsótt sjúkrahús og heilsugæslustöðvar víða í Bret- landi og heyrt skoðanir starfsfólks og fengið vitneskju um hvað það er sem þarfnast breytinga. Landsfundur Verkamanna- flokksins gordon brown upplýsti flokksmenn um áherslur sínar. Breskt sjúkrahús Álitamál hvort áform browns hafi áhrif til langframa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.