Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Side 13
h ú ð fl ú r Mannkynið hefur málað á sér kroppinn um aldir alda, ýmist með máln- ingu, blóði eða bleki. Það er því óhætt að fullyrða að tattú eru ekki ný af nálinni. Þau eru til í öllum regnbogans litum, öllum mögulegu stærð- um og hinum ýmsu gerðum. Við ræddum við nokkra eldhressa Íslend- inga sem eiga það sameiginlegt að bera tattú. Einn er með fót- boltamark á kálfanum, annar með kross yfir bak- ið en ein er með jap- anska fugla á lærinu svo dæmi séu tekin. Á bak- síðu er rætt við Fjölni Geir Bragason, myndlist- armann og húðflúr- meistara. hvers vegna ert þú með sjóræningjatattú? „Ég hef alltaf verið mikill sjóræningi í mér og stofnaði meðal annars Sjóræn- ingjafélagið þegar ég var ungur. Ef nú væri 16. eða 17. öld væri ég á sjóræningjaskipi. Fyrst langaði mig alltaf að verða indjáni þegar ég yrði stór. Svo þegar ég eltist og varð þroskaðri ákvað ég að verða sjóræn- ingi. Ég sá að þetta var ekkert raunhæft, ég yrði aldrei indjáni. Ég væri sjóræningi ef ég hefði ekki fæðst á vitlausum tíma. Það er bara svo lítið af sjóræningjum eftir, því miður.“ hvenær fékkstu þér tattúið? „Ég fékk mér tattúið í Gautaborg árið 1990. Ég gerði það að vel ígrunduðu máli þegar ég var starfsmaður í Volvo-verk- smiðjunum í Svíþjóð. Á þeim tíma fengu menn sér tattú í útlöndum, aðallega til að sýna að þeir hefðu nú verið í útlöndum.“ hvers vegna fékkstu þér tattú? „Þetta átti að verða miklu stærra og íburðarmeira. Það áttu til dæmis að vera gullkista og smá sjór á myndinni. Þetta átti að verða litríkt og flott tattú en það var hins vegar svo dýrt að ég neyddist til að sleppa sumu. Spurði svona: „En ef ég sleppi gull- kistunni, hvað kostar það þá? En ef ég sleppi sjónum líka?“ Það endaði með því að fáninn stóð einn eftir. Í einum lit. Það var ódýrara.“ hefur þú einhvern tímann séð eftir því að hafa fengið þér tattú? „Nei, aldrei. Ég hef alltaf verið ánægður með þessa ákvörðun. Hún var hárrétt.“ Myndir þú vilja fá þér annað tattú? „Nei, ég held ekki. Allavega ekki á næst- unni. Svo reyndar þegar maður er kominn á elliheimili og hefur ekkert að gera getur mál- ið horft öðruvísi við. Þá getur verið að mað- ur vilji fá sér fiðrildi á kálfann eða eitthvað slíkt, til að drepa tímann. Það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug á efri árum. Þegar ég verð kominn á elliheimili verður þar allt fullt af fólki sem er með træbaltattú og annað slíkt. Ég gæti trúað því að þar myndist svolít- il tattústemning. Ég vil því ekki útiloka neitt.“ Er sjóræningi í Mér jón gnarr, grínisti, leikari og útvarpsmaður D V m ynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.