Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Qupperneq 22
þriðjudagur 25. september 200722 Fókus DV Frisell Projekt í salnum bandaríkjamaðurinn Scott McLeMore leiðir tríóið FriSeLL Projekt á tónleikum í SaLnuM í kvöld. tríóið, sem skartar auk scotts á trommum þeim róbert ÞórhaLLSSyni á bassa og Sunnu GunnLauGS á 30 ára Wurlitzer-rafpíanó, mun leika tónlist eftir gítarleikarann og grammy-verðlaunahafann biLL FriSeLL sem sótt hefur efnivið í ýmsar tónlistartegundir. tónleikarnir hefjast kLukkan 20 og er miðasala á salurinn.is. á þ r i ð j u d e g i SkrímSlin í arkitektar ekki fram- leiðslufyrirtæki Það er alltaf ánægjulegt þegar bent er á eitthvað sem verið er að gera á Íslandi,“ segir Margrét Harðardóttir, arkitekt og annar stofnenda arkitektastofunn- ar Studio Granda sem fékk Sjón- listaverðlaunin 2007 síðastliðinn föstudag fyrir hönnun á viðbygg- ingu við Vogaskóla í Reykjavík og einbýlishús á Hofi á Höfðaströnd. Verðlaunin voru nú afhent í ann- að sinn en verðlaunaféð nemur tveimur milljónum króna. Að- spurð hvort verðlaunin hafi komið á óvart segir Margrét að í ljósi þess að þrír voru tilnefndir hafi þetta ekki komið þannig séð á óvart. „Það voru náttúrlega þrjátíu pró- senta líkur og því var þetta ekkert svo óvænt,“ segir Margrét. Önnur bygg-ingin sem Studio Granda hlaut verð- launin fyrir er opinber en hin fyrir einkaað- ila. Margrét segir tölu- verðan mun á þessu tvennu hvað varðar verkferla arkitekta. „Þetta eru mjög ólíkar byggingar. Önnur þeirra var unnin algjörlega í samstarfi við eigendurna og var hún sköpuð af báðum aðilum. Hin var svokallað alútboð þar sem fimm aðilar fengu að bjóða í bygginguna og var leitað að lægsta verðinu. Smá tillit var tekið til hönnunar en það var í rauninni verðið sem réð því að sú bygging var byggð. Þar unnum við með og fyrir verktakann en ekki fyrir verk- kaupann. Það er allt önnur staða því notandinn og byggjandinn eru mikið fjær. Þetta er mjög slæmt form fyrir barnaskóla.“ Margrét svarar aðspurð að þetta sé mjög hamlandi fyrirkomulag. „Það má ekkert kosta. Það þurfti til dæmis að berjast fyrir því að fá að nota flísar í skólann en verktakinn gerði eins mikið og hann gat og stóð sig því mjög vel miðað við aðstæður. Það eru eiginlega allir í spennu- treyju í svona verkefni.“ Studio Granda, sem var stofnuð árið 1987, fæst ekki eingöngu við hönnun húsa heldur við afar fjölbreytt verk- efni. „Við erum líka í brúargerð og þess vegna hönnun á hlutum. Við erum eiginlega í öllu á þessu sviði,“ segir Margrét og bætir við að það sé mjög mikilvægt að hafa sem mesta fjölbreytni. „Það eykur svo sviðið þegar maður hugsar víðar og er ekki alltaf að framleiða það sama. Og við erum að reyna að hanga í því að arkitektar séu ekki framleiðslufyrirtæki heldur skapandi fyrirbæri.“ SjónliStaverðlaunin „Ég er hræddur, ég vil fara heim,“ sagði lítill snáði stundarhátt á frumsýningunni á Gott kvöld! á sunnudaginn var. Hann skreið upp í fangið á pabba sínum og pabbi varð að fara fram með hann smástund til að róa hann niður. En þeir voru brátt komnir aftur og horfðu saman á leikinn til enda. Í þessum leik, Gott kvöld!, eftir Áslaugu Jóns- dóttur, barnabókahöfund og myndlistarmann, er fjallað um talsvert viðkvæmt og vandmeðfar- ið efni: ótta barnsins, hræðslu litla drengsins sem er skilinn eftir einn heima, þó ekki sé nema stutta stund. Það er hræðsla sem getur hæglega breyst í óviðráðanlega angist, stjórnlausan kvíða, takist einstaklingnum ekki að ná valdi á henni, komast yfir hana. Þannig mun þó líkast til ekki fara fyrir drengnum sem þessi leikur segir frá. Honum tekst nefnilega með hjálp hugarflugsins að búa sér til innri heim þar sem allt hið óttalega fær á sig æv- intýralegar og undirfurðulegar myndir. Allir, sem skildir hafa verið eftir ungir – í einhverjum skiln- ingi – eru ekki svo lánsamir. Þegar verst lætur geta afleiðingarnar fylgt manninum alla ævi, jafnvel eyðilagt líf hans. Gott kvöld! er eins konar lofgjörð til ímyndun- araflsins, lýsing á lækningarmætti þess og krafti. Þetta er eitt þeirra góðu verka sem bæði börn og fullorðnir geta notið og það leyndi sér ekki að leikurinn hélt athygli ungra áhorfenda til enda. Líklega er þetta þó frekar verk fyrir börn sem eru orðin aðeins stálpuð, eins þótt listrænir höfundar sýningarinnar hafi gætt þess að gera ekkert sem kynni að skapa óþarfan ótta. Áhorfandinn ungi, sem ég minntist á hér í upphafi, var einn um að sýna áberandi hræðsluviðbrögð, svo ég tæki eftir. Sumir segja að vísu að börn þurfi alltaf að verða pínulítið hrædd, eða a.m.k. óörugg, til að fá áhuga á því sem er að gerast á sviðinu. Það hlýtur að kalla á ákveðinn línudans og ekki bar á öðru en hann væri stiginn hér af lipurð. Litli drengurinn, sem Vignir Rafn Valþórs- son leikur ljómandi vel, er sem sagt skilinn eft- ir eina kvöldstund. Mamma er flugfreyja, hún er að koma úr flugi og pabbi þarf að sækja hana út á völl. Sá litli á engin systkini og barnfóstra er ekki innan seilingar. Ég verð enga stund, segir pabbi og hleypur út, en tímaskyn barna er ekki hið sama og fullorðinna. Er höfundur að segja, á fínlegan hátt, að það eigi yfirleitt ekki að skilja börn ein eftir? Að þeir fjölskylduhættir nútímans, sem kalli á slíkt, séu harla hæpnir? Þetta er kannski ekkert höf- uðatriði í verkinu, en samt hugsa ég að megi lesa slíka áminningu út úr því. Þegar drengurinn er orðinn einn fer öryggis- leysið auðvitað strax að gera vart við sig. Ímynd- unarafl barna er líflegt; það getur svo margt kom- ið upp á og óttinn er fljótur að láta á sér kræla. En hér fer sem sagt á annan veg. Bangsi litli, sem er eini félaginn, lifnar við og síðan koma ýmsar furðuverur í heimsókn: hungurvofan, tímaþjóf- urinn, hræðslupúkinn, letihaugurinn, fýlupokinn með leiðindaskjóðuna og fleiri. Þær banka upp á í barnaherberginu hver af annarri og fara síðan á dansleik í stofunni – nema auðvitað fýlupokinn sem er alltaf í fýlu! Bangsi er leikinn af Þórunni Ernu Clausen, sem var svolítið föst í gamalkunn- um barnaleikhústöktum, dálítið klisjukennd- um hressleika sem hún nær kannski að losa sig við síðar. Baldur Trausti Hreinsson fór fimlega úr pabbagervinu, sem hann birtist fyrst í, og lék ýmsa hinna misvelkomnu gesta af prýði. Hann fer ágætlega með söngtextana sem eru hnyttnir og njóta sín vel við tónlist Sigurðar Bjólu; stund- um var brugðið á leik í anda þekktra tónlistar- manna, jafnvel með smáskopstælingu, sem full- orðnir áhorfendur kunna þó vísast betur að meta en börnin. En þetta er, eins og áður segir, sýning fyrir börn á öllum aldri. Það sem setur þó mestan svip á sýninguna er brúður Helgu Arnalds, búningar og leikgervi. Helga vinnur hér talsvert með mjúk form, gjarn- an kúlulaga, voðfelld og streymandi – rétt eins og óttinn sem við ráðum svo misvel við! Þetta eru yfirleitt snilldarlega gerðar leikverur, skrípalegar, fjölskrúðugar og fyndnar. Eftir að þær hverfa af sviðinu birtast þær í mynd skuggaleikhúss sem varpað er á sviðsveggina. Þetta skuggaleikhús hefði að mínum dómi getað notið sín betur ef leikmyndin hefði verið hugsuð og hönnuð með þarfir þess í huga. Þrátt fyrir stílíseringu eru hún í grunninn realistísk og skuggamyndirnar, sem annars ættu að vera eitt af höfuðatriðum leiks- ins, fengu tæpast fullan slagkraft. Ég sé að Áslaug hefur sjálf gert leikmyndina; þó að hún sé fjöl- hæfur myndlistarmaður hefði líklega verið betra að kalla til einhvern snjallan senógraf, nóg eig- um við af þeim. Leikmyndagerð er rýmislist, ekki myndlist í hefðbundnum skilningi. Dramatúrgískt er handritið ekki heldur mjög spennandi, heimsóknirnar verða snemma nokkuð fyrirsjáanlegar. En það truflar væntanlega fremur fullvaxna áhorfendur en þá yngri. Þessi sýning er yfirleitt vel hugsuð og vel unnin af hálfu leikhúss- ins og á skilið að verða fjölsótt. þjÓðLeiKHÚSið: gott kvöld! eftir Áslaugu Jónsdóttur. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd: Áslaug Jónsdóttir. Brúður, búningar og skuggaleik- hús: Helga Arnalds. Tónlist og hljóðmynd: Sigurður Bjóla. Lýsing: Páll Ragnarsson. HHHHH barnaherberginu leikdómur jón Viðar jónsson leiklistargagnrýnandi Unnið á óttanum þórunn erna Clausen og Vignir rafn Valþórsson í hlutverkum sínum í góðu kvöldi. Stofnendur Studio Granda margrét Harðardótt- ir og steve Christer. Vogaskóli Viðbygging við skólann er önnur bygginganna sem studio granda var verðlaunuð fyrir. heitt í hamSi Jeff Who?, Dikta og Ölvis trylltu lýðinn á NASA um helgina: Það var feiknarlegt fjör á NASA á föstudagskvöldið þar sem hljómsveitirnar Jeff Who? og Dikta ásamt tónlistarmanninum Ölvis tróðu upp. Fullt var út úr dyrum og stemningin engri lík, eins og myndirnar bera með sér. Stappað það var þétt setið, staðið og öskrað á tónleikun- um eins og hér sést. Úr að ofan sumum var heitara í hamsi en öðrum. Slegið á strengi Hinir mishárprúðu meðlimir jeff Who? héldu mannskapnum við efnið. Baksviðs elli, bassaleikari jeff Who?, í góðu gríni baksviðs. í kvöld Gott kvöld! er eins konar lofgjörð til ímyndunar- aflsins, lýsing á lækningarmætti þess og krafti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.