Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Side 32
Þakplötur losnuðu og þóttu lík- legar til fjúka af þaki húss á Lauga- vegi 75 um tvöleytið í gærdag. Lög- regla lokaði fyrir umferð gangandi vegfarenda og bíla við Laugaveginn á meðan verkamenn gengu frá plöt- unum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, býst við því að þessa snörpu vinda lægi á næstunni og að í dag geti orðið ró- lyndisveður um land allt. „Ef að lík- um lætur stendur það þó ekki lengi. Önnur lægð er á leiðinni og því má búast við því að vindur taki sig aft- ur upp. Þessari lægð kann að fylgja haugarigning og jafnvel verður hætta á aurskriðum,“ segir hann. „Það er mikil væta í spákortunum frá og með miðvikudeginum.“ Þorsteinn bendir á að hvassar norðanáttir eins og þær sem nú hafa gengið yfir landið séu að öllu jöfnu snarpastar og erfiðastar á Snæfells- nesinu. „Þessi vindur verður alverst- ur við Bláfeld og eins getur hann orð- ið slæmur sums staðar á Austurlandi og sunnanverðum Austfjörðum,“ seg- ir hann. Vindhviður fóru yfir þrjátíu metra á sekúndu við Hvalnesskriður í fyrrinótt og á sama tíma fór vindur í 47 metra á sekúndu í verstu hviðum á Kjalarnesi. „Fólk verður helst vart við þessar stífu hviður á Kjalarnes- inu, enda er þar mikil umferð.“ Aðrir staðir sem gjarnan finna fyrir stífum norðanstrengjum eru Vestur- bær Reykjavíkur og þá helst Seltjarn- arnesið, að sögn Þorsteins. „Það er hinn svokallaði Hvalfjarðarstrengur sem nær fyrir Esjuna, yfir innanverð- an Faxaflóann og inn á Seltjarnar- nes. Hvalfjarðarstrengurinn er þekkt fyrirbæri meðal sjófarenda. Þeir sem hins vegar búa í Austurbænum finna mun minna fyrir þessu því að Esjan veitir gott skjól,“ segir Þorsteinn. sigtryggur@dv.is Óánægja ríkir í Árborg með þá ákvörðun bæjarstjórnar að fjarlægja tré sem gróðursett voru að frum- kvæði Vigdísar Finnbogadóttur, fyrr- verandi forseta. Í stað trjánna kemur íbúðabyggð. Ósáttir íbúar í Árborg óttast að þúsundir trjáa sem Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gaf til skógræktar og fjöldi grunnskóla- barna gróðursetti í nágrenni Selfoss á árunum 1992 til 1996 verði rifin upp með rótum. Elísabet H. Harðar- dóttir er í forsvari fyrir óánægða íbúa í þessu máli. „Enginn virðist hafa vit- að af þessu fyrr en of seint,“ segir hún og gagnrýnir harðlega að farið sé að rífa upp trén með rótum. Misskilningur Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjar- stjóri Árborgar, segir um reginmis- skilning hjá andstæðingum fram- kvæmdanna að ræða. Hún segir að samkvæmt gögnum bæjaryfirvalda hafi 10 til 15 þúsund trjám verið plant- að víðs vegar í nágrenni Selfoss á þess- um árum. „Megnið af þeim var keypt á almennum markaði. Hluti trjánna kom þó frá Pokasjóði og Yrkjusjóði.“ Skógræktarbókin Yrkja var gefin út á sextugsafmæli Vigdísar og var stofn- fé Yrkjusjóðs afrakstur af sölu bókar- innar. Að ósk Vigdísar er vaxtatekjum sjóðsins varið til kaupa á trjáplöntum fyrir grunnskólanema. Ragnheiður segir af og frá að ætl- unin sé að farga trjánum. „Það á ein- faldlega að færa þau. Annað hefur aldrei staðið til.“ Hún staðfestir að byggja eigi íbúðarhús þar sem trén eru rifin upp en segir það hafa verið sam- þykkt í aðal- og deiliskipulagi í ársbyrj- un 2006. Engar athugasemdir bárust þegar þau skipulög voru auglýst. Geta hætt við Gagnrýnendur framkvæmdanna segja að þeim grunnskólabörnum sem gróðursettu trjáplöntur fyrir 14 árum hafi verið sagt að þau gætu síðar farið með börn sín og sýnt þeim ávöxt starfsins. Ragnheiður segir að fyrstu trén sem góðursett voru hafi verið sett niður við svonefnt Gesthús, nokkuð frá því svæði sem kallast Fagriskógur og helsta gagnrýnin beinist að. „Trén eru þar enn.“ Því er ekki loku fyrir það skotið að garðyrkjumennirnir ungu geti síðar sýnt afkomendum sínum þau. Íbúar lýstu yfir óánægju sinni með framkvæmdirnar á fundi með bæjar- yfirvöldum í síðustu viku. „Einu svör- in sem við fengum voru að það væri of seint að breyta þessari ákvörðun,“ segir Elísabet. Hún telur enn mögu- legt að hætta við. „Það skal skýrt tekið fram að menn eru ekki sáttir og skilja í raun ekki að þetta skipulag hafi verið samþykkt.“ Ragnheiður segir að bæjaryfirvöld skipuleggi framkvæmdirnar í samráði við landslagsarkitekt. „Við viljum að þetta verði áfram fallegt og aðlaðandi svæði.“ þriðjudagur 25. september 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Grænir fingur í Árborg? VIGDÍSARSKÓGUR LÁTINN VÍKJA FYRIR ÍBÚÐABYGGÐ Óánægja í Árborg með byggingu nýrra húsa í Fagraskógi: Hvassviðri hefur verið um land allt. Þakplötur fjúka við Laugaveg: Hætta eykst á aurskriðum Hentu rusli og fá sekt Tveir ungir ökumenn voru kærðir fyrir að henda rusli út úr bílum sínum við Hótel Selfoss í síðustu viku. Slíkt er bannað samkvæmt lögreglusamþykkt Ár- borgar en mennirnir höfðu losað töluvert magn af drasli á götuna þegar lögregla sá til þeirra. Þá gerði lögreglan á Selfossi upptæk fíkniefni sem fundust rétt innan við girðingu fangelsisins á Litla-Hrauni. Lögreglan telur lík- legt að einhver hafi kastað þeim yfir girðinguna og ætlað þau ein- hverjum refsifanganum þar. Ekki er vitað hver var að verki og er málið óupplýst. Fann lykilinn í öskubakkanum Lögreglan á Selfossi hafði hendur í hári manns sem hafði brotist inn í bíl í Þorlákshöfn og stolið honum. Bíllinn fannst daginn eftir óskemmdur við Óseyrarbraut í Þorlákshöfn. Varalyklar höfðu verið geymd- ir í öskubakka bifreiðarinnar og blöstu því við þjófinum. Lög- reglan náði hins vegar í hann og handtók þar sem hann hafði skroppið til Reykjavíkur og not- að bensínkortið. Við yfirheyrslu viðurkenndi hann þjófnaðinn og telst málið upplýst. Lausar þakplötur Verkamenn ganga frá þakplötum sem losnað höfðu af húsi við Laugaveginn í gær. Lögregla lokaði fyrir alla umferð um stund vegna hættu fyrir vegfarendur. DV-mynd Sigtryggur Landsbyggð fyrir landbúnað „Samþjöppun eignarhalds er ekki góð á þessu sviði og bændur vilja tryggja landið fyrir landbúnað,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna. Breytingar á eignarhaldi bújarða hafa jákvæðari samfélagsleg áhrif í sveitum á suðurhluta landsins og nær höfuðborginni en á bújörðum lengra frá þéttbýli. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Bændasamtök Íslands létu gera. 72 prósent bænda telja að breytingar á eignarhaldi jarða síðastliðin 10 ár hafi haft áhrif á búsetu í sveitum. Þá telur meiri- hluti svarenda neikvætt að einn aðili eigi margar jarðir. Allsherjarnefnd til lögreglunnar Allsherjarnefnd Alþingis heim- sótti í gærmorgun embætti ríkislög- reglustjóra, Fangelsismálastofnun og Útlendingastofnun. Í dag heim- sækir nefndin svo Lögregluna á höf- uðborgarsvæðinu. „Þetta eru stofnanir sem flestar búa við nýlega löggjöf og margar hverjar starfa í breyttu umhverfi. Með svona heimsóknum gefast forstöðumönnum stofnananna tækifæri til þess að koma málum á framfæri við allsherjarnefndina og nýir nefndarmenn eiga kost á því að kynna sér starfsemina,“ segir Birgir Ármannsson, formaður allsherjar- nefndar. Olmert sætir rannsókn Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, gæti verið í vondum málum eftir að dómsmálaráðuneyti lands- ins tilkynnti að opinber rann- sókn færi fram á húsnæðiskaup- um hans. Olmert keypti hús í Jerúsalem á tuttugu milljón- um króna lægra verði en vænta mætti miðað við staðsetningu þess og stærð. Þetta er ekki eina málið sem Olmert tengist og er til rannsóknar hjá lögreglu. Sala hans á hlutafé í Leumi- bankanum er þegar til rannsóknar. Komist rannsakendur að þeirri nið- urstöðu að Olmert hafi brotið af sér gæti það orðið til þess að hann verði að víkja úr embætti sem forsætisráð- herra. Talsmenn Olmerts gera hins vegar lítið úr ásökununum og segja enga ástæðu til að rannsaka þær frekar. ErLa HLynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Gróðursetning Vigdís lagði löngum mikla áherslu á skógrækt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.