Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 16

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 16
fáist einhvern tíma um það, á hve háu stigi þessi þekking var og einnig um þann möguleika, að hún hafi breiðzt út frá sameiginlegri menning- armiðstöð. Ef menn nú einhvern tíma leysa þessa gátu, er þá ekki mögulegt, að hvorki Egyptaland né Mesopóta- mía verði talin fyrstu menningarrík- in, heldur Indland? Ekki er ýkja langt síðan uppgreftir í Indusdalnum leiddu í ljós rústir tveggja borga, Mohenjo- Daro og Harappa. Er hér um að ræða siðmenningu að minnsta kosti frá þriðja árþúsundi f. Kr., sem líklegt þykir, að standi ekki að baki siðmenn- ingu Egyptalands og Babýlóníu. En illa standa menn að vígi, meðan þeim tekst ekki að ráða letrið, sem íbúar þessara borga notuðu. Það er klén fræðimennska og raun- ar alveg út í hött að tala um ind- versk og kínversk áhrif á gríska hugs- un, meðan engar heimildir eru til, sem teljast mega sögulega áreiðanlegar. Óneitanlega er margt furðu líkt í grískri og indverskri dulspeki. Er hér um bein áhrif að ræða? Lærði Pyþa- góras sálnaflakkskenningu sína af Indverjum? Fékk Platon frá Indverj- um hugmyndina, að heimur skynfær- anna væri eins konar blekking, ófull- komin eftirlíking af fullkomnum veru- leika? Svör við þessum spurningum Iiafa ekkert sagnfræðilegt gildi meðan engar heimildir finnast. En víkjum nú að tilgátunum um það, hvers vcgna grískumælandi menn taka að líta á tilveruna með nýstár- legum hætti. í beinu framhaldi af því, sem í var vitnað hér að framan, segir svo: „Kenning þessi hefir verið rökstudd á ýmsan hátt. Sumir halda því fram, 14 að án stærðfræði og raunvísinda geti ekki verið um neina heimspeki að ræða, og þeir fullyrða, að þessi vís- indi séu upprunnin með Grikkjum (sjá m. a. Greek Philosophy eftir hinn ágæta fræðimann John Burnet).“ Tvær aðrar röksemdir tekur Gunn- ar Dal til gagnrýnandi meðferðar og mun ég víkja að þeim á eftir. En þessa telur hann veigamesta og kveð- ur hina beztu fræðimenn um gríska heimspeki kalla Platon sjálfan til vitnis urn, að heimspeki án stærðfræði og raunvísinda sé ekki til. Ég hef hér að framan drepið á þá skoðun ýmissa nútíma sagnfræðinga. að ekki sé unnt að eigna Grikkjum uppgötvun stærðfræði og raunvísinda af þeirri ástæðu, að nú er vitað, að bæði Egyptar og Babýloníumenn liöfðu mikla verklega þekkingu í stærðfræði, stjörnufræði og læknis- fræði, svo nefndar séu þær greinar, sem þeir komust lengst í. Er það því líkast að berja á dauðu hrossi að eyða orðum í að Ieggja að velli úrelta kenningu um uppruna stærðfræði og raunvísinda hjá Grikkjum. Um það atriði, hvort heimspeki geti þróazt án stærðfræði og raunvísinda eru skoðanir mjög skiptar. Fara þær að sjálfsögðu nokkuð eftir því, hvaða merking lögð er í orðið heimspeki, m. ö. o. byggjast á skilgreiningu hugtaks- ins heimspeki. A Vesturlöndum hefur heimspekin ávallt staðið í nánum tengslum við stærðfræði og náttúru- vísindi, einkum eðlisfræði, og er það söguleg staðreynd, að snjöllustu heim- spekingar vestrænir eru menn, sem hafa verið gagnmenntaðir í stærð- fræði og eðlisfræði. Má þar til dæmis nefna Descartes, Leibnitz, DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.