Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 19

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 19
úruöflin og guði sína. (H. Bucklc og fleiri).“ Ég mun ekki fjölyrða um hina land- fræðilegu skýringu á uppruna heim- spekinnar. Hún er löngu úrelt og því barnaskapur að elta ólar við hana. Að sjálfsögðu hafa staðhættir og loftslag mikil áhrif á vöxt og viðgang lífvera á jörðinni. En það koma svo margir aðrir orsakaþættir til greina, þegar um er að ræða svo flókið og margslungið fyrirbæri sem menningu þjóða, að ókleift er með öllu að segja nokkuð með vissu um þátt hins landfræðilega umhverfis í sköpun hennar. Ekki virð- ist þó fjarri lagi, að réttmætt sé að líta svo á, að hóflega erfið náttúru- skilyrði stuðli nokkuð að mannlegum þroska. Að minnsta kosti virðist það staðreynd um norræna menn, að bar- áttan við umhverfið, hið náttúrlega umhverfi, hafi örvað þá til hugsunar. En almennar ályktanir er ekki heimilt að draga af einstökum dæm- um. Menn eru nú almennt horfnir frá einhliða landfræðilegum skýring- um á uppruna menningarfyrirbæra, ekki sízt sértækrar hugsunar eins og vísinda og heimspeki. Mér finnst Gunnar Dal taka þessa kenningu helzt til hátíðlega og bera fram næsta barnalegar spurningar í tilefni af henni: „Hvar reis andlegt flug manna í Grikklandi liærra en einmitt þar sem fjöllin voru hrikaleg- ust?“ „Og ef nii hin hrikalegustu fjöll Grikklands hafa orðið til að lyfta mannsandanum, hvers vegna ættu þá Himalajafjöll, þótt þau séu þrisvar sinnum hærri en Olympostindur, að vera mannsandanum fjötur um fót?“ A lesandinn að draga af þessu þá ályktun, að indversk heimspeki sé dagskrá þrisvar sinnum háfleygari en sú gríska? Þriðja skýringin þarfnast nokkurr- ar athugunar. — Er þetta í raun og veru nokkur skýring á uppruna: að heimspeki sé iðkuð vegna heimspeki? Það, sem um er að ræða, er það að finna skýringu á því, livers vegna menn byrja að hugsa heimspekilega. Menn geta fjandakornið ekki iðkað heimspeki, áður en nokkur heimspeki er til. í þessu sambandi má geta þeirrar alkunnu skoðunar, að hvöt Forn-Gi'ikkja til að hugsa heimspeki- lega hafi verið forvitni um veröldina í kringum sig, þeir hafi byrjað að spyrja heimspekilegra spurninga af einskæri'i forvitni og þekkingai'löngun. Eitthvað kann að vera hæft í þess- ari skýringu, en hún virðist heldur einföld og grunnfær bæði frá sálfræði- legu og félagslegu sjónarmiði. Orðalagið „án sérstaks tilgangs“ er undai'legt. Er það ekki „sérstakur til- gangur“ að leggja stund á eitthvað vegna þess sjálfs? Af því, sem síðar kemui', er ljóst, að hér er átt við „án þess að hafa nokkui'n annan tilgang með henni, ætla að nota liana til ein- hvers annars“. Heldur höfundur „Sóki-atesar“ því fram, að grísk heim- speki og indversk hafi sama tilgang: sjálfsþekkingu og hófsemi. Þetta er mjög hæpin fullyrðing um gríska heimspeki almennt. Mikið af grískri heimspeki er kenningar urn efnisheim- inn, tilraunir til að setja fram alls- herjar náttúrulögmál og kemur ekkert sjálfsþckkingu eða hófsemi við. Á þetta allra sízt við fyrstu gi'ísku nátt- úruspekingana. Tel ég rétt að taka það einmitt fram, þar sem þetta til- gangsspjall er sett fram í sambandi 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.