Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 20

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 20
við upphaf grískrar heimspeki. Hinn siðferðilegi tilgangur verður ekki ríkj- andi fyrri en löngu síðar (sbr. þó hinn pyþagóríska „skóla“, þar sem þekkingin virðist hafa verið talin sáluhjálparatriði í hreinsun sálarinn- ar). — En Gunnar Dal getur svarað með því að segja, að það sé hefð- gróinn misskilningur að líta svo á, að fyrstu grísku spekingarnir hafi verið náttúrufræðingar: Þeir voru að glíma við „andann“ eins og fyrirrenn- arar þeirra og fræðarar í austri. — Þar sem Gunnar Dal tekur ekki allar skýringar sagnfræðinga á upp- runa vísinda og heimspeki með grísku- mælandi mönnum til bæna, vil ég að lokum gela einnar, sem mér er eink- ar hugleikin. Kemur hún frá hinum inerka vísindasagnfræðingi, próf. George Sarton. Iíann varpar fram þeirri spurningu, hvernig á því standi, að grísk vísindi og heimspeki urðu til í Jóníu frekar en annars staðar í hinum grískumælandi heimi. Land- fræðiskýringum hafnar hann á þeim forsendum, að umhverfið sé áþekkt báðum megin Eyjahafsins; og kyn- þáttaskýringum á þeim forsendum, að sama fólkið eða fólksblandan hafi ver- ið í ýmsum hlutum þessa Iandsvæðis. Sjálfur setur liann fram tvær félags- legar skýringar. Hin fyrri er á þá leið, að jónísku landnemarnir voru úrvals- fólk, sem átti heima í nýju pólitísku umhverfi, sem það hafði að miklu leyti sjálft skapað eftir eigin geðþótta. Þetta fólk var djarft og hugrakkt, úrræðagott, óþvingað í hátterni og tiltölulega laust við ytri hömlur. Líkir hann velgengni þessara landnema frá Krít við velgengni Pílagrímsfeðranna, sem settust að í Nýja Englandi árið 1620, og telur mega skýra uppgang þeirra að nokkru leyti á sama hátt. Hin Nýja Krít, sem jónísku píla- grímarnir stofnuðu á vesturströnd Asíu, átti eftir að verða vagga liins Nýja Grikklands. — Síðari skýringin er á þá leið, að vesturströnd Anatólíu hafi verið afbragðs staður fyrir blönd- un hugmynda og menninga og þá and- legu örvun, sem af henni leiddi. Fólk, sem er löngu staðnað í sínu gamla umhverfi spyr ekki margra spurninga, því að allra spurninga liefur verið spurt og þeim svarað mörgum sinnum og það tekur því ekki að vera að hafa áhyggjur af þeirn lengur. A hinn bóg- inn, þegar fólk af ólíkum kynþáttuin og með ólíkar menningararfleifðir liittist, hlýtur hinu skynsamasta fyrr eða síðar að detta í hug, að til séu fleiri en ein leið að leysa vandamál og fleiri en eitt sjónarmið. Jónísku hafn- irnar voru endastöðvar ekki aðeins grískra, fönískra og cgypzkra skipa, heldur einnig anatólískra ferðamanna- lesta, sem tengdu þá við austari hluta Asíu. Skilyrði fyrir þróun vísinda voru þannig ákaflega hagstæð. Og jóníska fólkið hafði einmitt meðfæddar gáfur til að færa sér þessi skilyrði í nyt og bæta þau. Jóníumenn höfðu þegar sannað snilli sína í skáldskap með Hómerskviðunum. Nú var kominn tími til að reyna snilligáfurnar aftur á nýju sviði, náttúruspeki, eða, eins og þeir kölluðu það, „PhysioIogia“, og það gerðu þeir. [Atli. Þar sem orðið frœOimaður kemur fyrir, merkir það sama og sagnfrœBingur. „Heimspekisagnfræðingur" nota cg um þann, sem fæst við sögu heimspekinnar, og „vfs- indasagnfræðingur" um þann, sem leggur stund á sögu vfsindanna]. 18 DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.