Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 24

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 24
starfi og viðleitni þeirra áður nefndu heldur en yfir þessum og þeim er síðast verða taldir, sem eiga það sameiginlegt að vera einhyggjumenn og vanmeta engan vef. Síðasti hópurinn er þó frábrugð- inn hinum. Þeim dettur ekki í hug, að viðfangsefnin verði leyst með þekktum lögmálum eðlis- og efna- fræði, viðurkenna kreppu í líffræð- inni og óska og leita nýrra viðhorfa og gjörbyltingar á skilgreiningum okkar. Þeir eru þess konar ein- hyggjumenn, sem telja að fara verði niður á við og leita skýringa á með- vitund o. fl. í frumskipulagi efnisins neðar mólekúlum og atómum. Þeir eru, ólíkt hinum, mjög heimspekilega sinnaðir og þeirrar skoðunar, að gæða verði efnið nýjum eiginleikum, búa til hugtök eða færa gömlu hug- tök tvíhyggjunnar yfir á efnið og skilgreina á ný. Heimspeki þeirra er þess eðlis, að þeir leggja að jöfnu allt, sem miðar að skilgreiningu á hugtakinu líf. Þessi skipting mín er ekki nein vís- indaleg skilgreining heldur tilraun til þess að varpa ljósi á heimspekilegar forsendur lífeðlisfræðinga. Framsetn- ingin er óskýr. Efnið verður ekki skipulagt í kerfi, fílosofiu hópanna er aðeins lýst, en hún ekki skilgreind, öll millistig finnast. Þetta er einungis lýsing á afstöðu manna til viðfængs- efna sinna, afstöðu sem er mótuð af heimspeki, en þó fyrst og fremst af vandræðum þeirra, Ég byrja grein þessa þannig í von um að vekja áhuga ykkar. Ég veit, að íslendingar eru mikil lífsgátu þjóð. Sjálfur er ég ekkert á vegum lífsgátunnar. En þegar ég valdi líf- 22 eðlisfræðina og sérgrein mína, tauga- kerfið, þá var ég mér samt meðvit- andi um hin stóru heimspekilegu við- horf, sem tengd eru tauga- og heila- rannsóknum, og áhrif skynjunarfræði á þrónn heimspekinnar á þessari og síðustu öld. Og ég hlýt að viður- kenna, að heilbrigður heimspekiáhugi og yfirsýn sé nauðsynleg hverjum þeim manni, sem vísindastörf vinnur. Ég ætlaði upphaflega að skrifa ópersónulega grein, hlutlausa grein- argerð. Nú finn ég, að það verður tilgerðarlegt, því að auðvitað hef ég mína skoðun og vinnutilgátur. Ég er ekki tvíhyggjumaður, en mun að sjálfsögðu skýra samvizku- samlega frá rökum þeirra vísinda- manna í minni grein, sem hneigjast að tvíhyggju. Meðal þeirra eru ýms- ir frægustu lífeðlisfræðingar aldarinn- ar. Ég nefni þetta nú þegar, ef það mætti verða tvíhyggjumönnum í les- endahópi til uppörvunar og hvatning til að pæla gegnum grein mína. Frá forgangsmönnum í eðlis- og Hfeðlis- fræði koma nú ýmis veigamestu rök- in fyrir slíkri heimspeki. Sherrington sálugi og Eccles, sem báðir verða að teljast meðal mestu afreksmanna líf- eðlisfræðinnar, komust, að þeirri nið- urstöðu eftir rannsóknir heillar ævi á starfsemi taugakerfisins, að tví- hyggjan væri skásta vinnutilgátan. Eccles er enn í fullu fjöri og einna mestur að afköstum og virðingu vest- urlenzkra lífeðlisfræðinga. Sjónarmið þessara manna mun ég ræða ýtarlega undir lokin. Ég hugsa mér að skipta efni mínu í þrjá kafla. Taugin, heilinn og heili og hugur. DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.