Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 41

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 41
Forspjall að Myndbreyting guðanna eftir ANDRÉ MALRAUX „1 lífinu og í raálaralistinni get ég vel komizt af án Guðs. En ég sera þjáist get ekki komizt af án þess sera er mér máttugra og er mitt líf: sköpunarkraftsins." Van Gogli. Engum dylst lengur, að nýtt tímaskeið cr hafið og málaralist þess hafi fæðzt rétt fyrir 1860. Eu vart höfum við enn öðlazt þess meðvitund að með því hefjist listafortíð sem á sér ekkert fordæmi. Langt er síðan listin hætti að vera það sem hún var í Austurlönd- um til forna, á dögum kristnu kirkjunnar, á „miðöldum" Asíu og Ameríku og jafnvel i Grikklandi. \'ið lftum ekki lengur á hana sem skart lífsins, eins og þær fagurfræðistefnur sem ríktu hver fram af annarri. Sú tilfinning sem grípur okkur er við horfum á Piéta frá Avignon og síðustu verk Titians; Velasquez og Rembrandt; Moissoc, Ellora og Long-Men; arkaísku listaverkin grísku, sumarmexíkönsku, síð-súmersku eða egypzku styttumar, yrði illa skilgreind með orðum sem tengd væru hug- myndum um gaman — jafnvel þó það væri augnagaman — eða hinni hefðbundnu hug- mynd um fegurð. Líkneskjurnar á Konung- legu hurðinni í Chartres, myndirnar af Gúdea, hafa bersýnilega ekki verið skapaðar til skemmtunar, og þær tilfinningar sem þær vekja með okkur eru gamni óskyldar. I’að er ekki fágun eða úrtíningsstefna (cclectisme) sem er sameiginleg þeim mönnum er láta sér list einhverju skipta — enn eru þeir nefndir DAGSKRÁ hinu einsta’ða nafni: amatör, af því að menning okkar hefur ekki fundið nafn við hæfi — heldur kennsl þeirra á hinu leyndar- dómsfulla afli, sem er yfir söguna hafið vegna eiginleika, sem ekki eru þeir sömu og „feg- urðin“ ræður yfir og gerir að verkum, að ákveðin forsöguleg málverk — orðið galdur hrekkur skammt til þess að útskýra form þeirra —, súmerskar styttur sem þeir vita fátt utn annað en nöfnin og Konan frá Elche sem þeir vita ekkert um, öðlast í þeirra aug- um nálœgð. Um þúsundir ára hefur tilverugrundvöllur listarinnar verið að mynda guðina. Það viss- um við. Svona hálft í hvoru. En fyrsta menn- ing efahyggjunnar (agnosticisine) lífgar helgi- verkin við nteð því að endurvekja öll fyrri menningarskeið. Og um leið og þetta um- dæmi án takmarka, þar sem rómönsk list er innan um listir Austurlanda hinna fornu, keisaravelda Asíu og Ameríku, meginlanda án tímaskeiða, þar sem eilífar miðaldir ríkja, kemur ráðgátan um það afl er sameinar í allsherjarnávist styttnr elztu faraóanna og súmersku prinsanna; þær sem hjuggu Michel- angelo og meistararnir í Chartres; freskverkin í Assise og Nara, málverk Rembrandts, I’iero della Francesca og Van Goghs, — málverk Cézannes og vísundana í Lascaux. Merking orðsins list hefur breytzt, síðan hætt var að nota það fyrst og fremst um verk gerð í því miði að vekja aðdáun, á sama hátt og heimur listarinnar hefur breytzt, síðan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.