Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 43

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 43
liöggmyndirnar þar samsvara svo vel fjallinu, að enn í dag orkar yfirnáttúrleg nálægð auðra ranghala Gobi og hellasafna Long-Men á Vesturlandafólk. Líkneskjurnar þar hafa ckki orðið til fyrir einhvem guðlegan inn- blástur myndhiiggvaranna fremur en kirkju- list býzönsku mósaiklistamannanna: hversu myrk sem þróun höggmyndalistar Asíu kann að vera, kemur snilldin þar, eins og alls stað- ar, fram í því að ná valdi á formum. En enginn máttur, ekki einu sinni máttur efnis- ins, livílir á verkunum af jafnmiklum þunga og andi hins volduga rökkurs, þar sem guð- irnir birtasL — þar sem maðurinn máist út, gjörbreytist eða lifir áfram. ... Onnur og veigameiri tengsl ráða samræmi mustera og helgilfkneskja en þau sem gera þær bygging- arstilnum háðar eins og arkitektinn bregður myndhöggvarinn upp af guðverum undir- djúpanua, og fyrst og fremst hinu algilda. svipmynd, óflekkaðri af ytraborðinu. Orðið byggingarlist lciðir hugann einkum að framhliðum eða stökum minnismerkjum, eflaust vegna þess að við þekkjum súlur og skreytt gaflhlöð klassískra bygginga jafnvel og gölur okkar. En meistarar miðalda höfðu ekki framhliðar dómkirknanna, sem gnæfðu inn í miðjum borgum, í sama fyrirrúmi og við ætl- um. Stfl þeirra, sem er háður jafnströngum lögmálum og hinn grfski, er stjórnað „innan frá“; Vesturlönd hafa einnig þekkt skipu- Iagningu tómsins, þúsund ára gainla bygg- ingarlist, sent hefur sfður fyrir markmið að reisa guðlegar hallir en skapa staði, þar sem hið æðsta öðlast sífellda nálægð fyrir tilstyrk formanna. Og þegar arkitektinn ræðst f að fanga leyndardóminn, gildir einu hvort hann grefur í jörð niður helgistaðinn sem um- lykur mann næturinnar, reisir kristna kirkju, þar sem Guð fagnar honum, eða hleður um- fangsmikinn stall, þar sem hann er um- kringdur stjörnum. Ef til vill hefur sá máttur sem sumar lík- neskjur búa yfir til þess að fylla rúmið guðlegum anda, hvergi komið fram á kröft- ugri hátt en í Gizeh, þar sem nokkrar meðal hinna elztu hafa ráðizt á óma’lið. I’að þarf ekki nema horfa á þær röngum augum til þess þær verði óskiljanlegar, til þess að sfinx- inn verði ekki annað en risastór hnífberi; ekki hefur tekizt að ná áhrifamætti þeirra á dagskrá Djoser faraó. Egyptaland, þriðja konungs■ ccllin. 3800—4000 f. Kr. ljósmynd, því erfitt er að mynda þær á þeirri stundu sem þær öðlast fullt gildi. En þegar farið er frá þorpinu, ekki af veginum, og bak við þær sést nóttiua síga á, fremst gnæfa rústir Einkamusterisins, skörðóttar útlínur kaosins þegar orðnar svartar; veggir mann- anna renna saman við ævarandi hamra í dufti hinnar hnígandi sólar. Gríðarstórir fæt- ur sfinxins sjást ekki. Hátt uppi, Iíkt og það hangi í skorningum Þcbuhálendisins, kem- ur höfuðið í ljós, án líkama, klettabelti í háls stað; sjálft er það klettur, sem maður fyrstu menningarinnar hjó á sína eigin mynd af hátíðlegu stolti. Útlínurnar sem falla nið- ur á við næstum formlausar, ljá því svip djöflasteina og heilagra fjalla; hárið sín hvoru megin við máð andlitið, scm verður enu ógreinilegra er nóttin nálgast, líkist vængjum á hjálmum barbara. Sú rúst sem hæst ber, tekur á sig form egypzks myndleturs, trapezu- lagað merki, þegar hana ber við enn gagn- 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.