Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 44

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 44
sæjan himininn. í skugga stóra pýramídans leysa ljósbrot síðustu sólargeislanna upp enn stæni sfinx. I fjarska Iokar annar pýramídinn útsýninu, og breytir risastórum maska dauð- ans í vörð þeirrar gildru, sem reist liefur verið gegn bylgjum eyðimerkurinnar og myrkrunum. Það er sú stund, er á ný heyrist silkiskrjáf í elztu formum, sem stjórnað hefur verið, svar eyðimerkurinnar við ævafornri lotningu Austurlanda; sú stund er þau gæða nýju lífi stað, þar sem guðirnir töluðu, fæla á brott formlausl ómælið og skipa niður stjörnumerkjunum, sem virðast kotna út úr náttmyrkrinu einungis til þess að blika kring- um þau. Samt hrökkva hvorki guðir, heimsmynd nc dauði til þess að gefa þeirri djúpu rödd fyll- ingu, sem sameinar eyðimörkina stjörnunum, á sama hátt og annars staðar bjarma frum- skógarins hádegissólinni, dali er kveða við af örvæntingarfullum öskrum apanna fæðingu dagsins, óendanleika kínversku uppskerunnar tignarró himinsins, magdalensku hellana iðr- um jarðar. Aflið sem hér kemur fram í hrein- leika eyðimerkurinnar, birtist á öllum menn- ingarskeiðum til forna, í rómönsku kirkjun- utn og jafnvel í dómkirkjunum. Hvað er þá sameiginlegt með þeim samhug er mið- aldarökkrið fyllir kirkjuna, og því marki sem egypzku listsamfellurnar brenna ómæl- ið: með þeirn formum sem hafa fangað sinn hluta þess er ekki verður með hönd- um tekið? Þau knýja okkur til þess að skynja nálægð annars heims, sem ekki á endi- lega skylt við helvíti eða paradís, ekki endi- lega heim cftir dauðann: eitthvað handan nú- tímans. Ollum er sammerkt í misjafnlega rík- um mæli að líta á hið raunverulega sem ytra- borð, og annað er til, sem ekki kallast ævin- lega Guð. Samræmið milli eilífra velkinga mannsins og þess sem stjórnar honum eða gefur honunr ekki gaum, ljær þeim mátt og svip: háralag sfinxins er í samræmi við pýra- mídana, en saman leita þessi tröllauknu form upp á við frá lítilli grafhvelfingu, scm þau hylja, upp frá smtirðum líkama þcss sem þcim var ætlað að sameina eilífðinni. Um leið og við gleymum þeint svip, sem kristindómurinn hefur sett á hugmyndir um dauðann, verður okkur Ijóst að egypzka högg- 42 myndalistin tilheyrir bæði eilífð dauðans og stjarnanna — jafnvel þó styttur og lágmynd- ir Forna keisaraveldisins hafi orðið að vera í samræmi við skuggsýna klefa grafhúsanna, og sfinxinn í samræmi við eyðimörkina. Egypzka listin cr tengd greftrunarsiðunum, sjaldan líkunum: þar eru hvorki beinagrindur né frystlingar. En siðan við hættum að líta á grafirnar sem grafreiti, er okkur tamt að telja þær sveitasetur þess fyrir handan; að líta á múmíurnar sem þjóð setta í jörð ásamt leikföngum sínum úr leir eða gulli, — og er nýtur a'varandi bernsku. Samt er þessi sveit elífðin sjálf, tími þess sem er ekki mað- urinn, en ekki lengsti tími mannsins. Egypzka listin lcitast ekki við að festa það sem var, eins og rómversku brjóstmyndirnar: hún opn- ar hinum framliðna eilífðina, á sama hátt og sú býsanska gerir keisarann heilagan. Sam- kvæmt maát, lögmáli alverunnar, skapar hún þau form sent samræma form jarðar hinu óskiljanlega í heimi undirdjúpanna: hún ger- ir ytraborðið að Sannleik. Við þekkjum verr menningarskeið Mesó- pótamíu en Egyptalands. Súmer talar ekki til okkar lágri, sannfærandi röddu, eins og þau fjölmörgu verk, sem við eigum frá Memfis og gerum okkur grein fyrir: stöðu þeirra, sam- hengi og áframhaldi. Ziggúröt Súmers eru orðin að dufti, sál þess er líkust brotnum gullblöðum, sem forðum voru titrandi blóm í hári drottningarinnar Subad í graf- hýsintt, þar sem brottför síðasta lifandans er sýnd með sporum hans í leimum. Gersemar í Iok forsögunnar, drottningar sem syngja stjörnumerkjum Kaldeu lofsöng á hörpu mitt á meðal stjömuspekinga í fjaðrakjólum, rauð- leitir stríðsmenn gammshellunnar undir gunnfána úr perlumóður og jarðbiki: enn leggur egypzkan sandilm að vitum, þegar finnst assýrisk blóðlykt. Smálíkneskjumar með slönguhaus frá því fyrir daga konungsættanna koma frant úr myrkrunum enn ógnþrungnari en hrukkulausar ófreskjur Egyptalands. Við vitum að minnsta kosti um þá sent hjuggu mauraaugu frjósemisgyðjanna, ófrýnilegar líkneskjur Ashnunnaks og hið aðdáunarverða höfuð frá Warka, að þeir voru úr hópi þeirra sem höfðu að köllun að skapa verur hins óhöndlanlega. Ef til vill fyrir daga Egypta- lands teflir súmerski villidýratemjarinn fram DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.