Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 46

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 46
uppi, enda þótt snilligáfa Indlands liafi forð- um þorað að finna upp tign blóðsins. Snilld þess cr jafnlifandi og snilld dóm- kirkna okkar. Kall homsins, vein fórnardýrs- ins færa okkur bergmál af rödd EUora. Hún gjörir kunnugt, að luindan ytraborðsins sé lil Sannleikur; að fyrir öllum hclgilistum sé hann til, hver sem trúin kann að vera er þa;r byggjast á. Þessi tilfinning sem hefur verið alls ráðandi á flestum menningarskeiðum, hefur nær ávallt farið fyrir ofan garð og neðan hjá Vesturlöndum nútímans sem túlka hana á sínu eigin máli. Ytraborðið er hvorki blekk- ing né draumur: því andspænis blekking- unni er hinn áþreifanlegi heimur, andspænis drauminum heimur vökunnar; aftur á móti er það sem er andstætt ytraborðinu, handan alls „áþreifanlegs". Og þetta „handan" er ekki aðeins hugtak, sem felur í sér ba'ði háspeki- legt algildi og hugmyndina um óendanleik- ann; Indland sýnir okkur fram á á hverjum degi, að það getur verið meðvitundarástand; að tilfinningunni (og ekki hugmyndinni) fyr- ir ytraborðinu samsvari tilfinning fyrir því sem gerir, að það er ytraborð. ÖIl menningar- skeið er fundið hafa til þessarar tilfinningar, hafa litið á hana sem raeðvitund hins æðsta Sannleika. Og þó Mesópótamía, Egyptaland og Iran þekki ekki lengnr af henni annað en það sem múhameðstrúin hefur varðveitt, er hún frá Mysore til Kasmír lífið og sálin í sögusögnum almennings, eftir að hafa verið kjarninn í prédikunum Ramakrishna fyrir nokkrti, í Puranakvæðunum forðum. í einveru skógarius eiublínir meinlætamað- urinn Nárada á lítið, glitrandi laufblað og hugsar. Blaðið tekur að titra; brátt skelfur allt tréð, eins og þegar missirisvindamir fara hjá, i hræringarlausri frjósemi er umvefur svefn páfuglanna: það er Vishnú. „— Veldu þér eina ósk, segir skrjáf lauf- blaðanna í þögninni. — Hvers óskaði ég mér annars en þckkja leyndardóm þíns máyá? — Látum svo vera; en farðu og sæktu mér vatn.“ í hitanum fuðrar tréð upp. Meinlætamaðurin kemur að fyrstu húsa- þyrpingunni og kallar. Skepnurnar sofa. Ung stúlka kemur til dyra. „Rödd hennar var eins og gullhnútur bundinn utan um háls hins 44 framandi inanns"; samt taka fbúarnir honum eins og heimamanni, sem lengi hefur verið fjarverandi. Hann hcfnr um aldur verið af þeirra hópi. Hann gengur að eiga stúlkuna, og enginn hafði annars vænzt. Nótt eina á tólfta ára jiaðan í frá drekkir árstíðabundið vatnsflóðið búpeningi hans og tekur með sér híbýlin. Hann flýr í straumi leðjunnar, sem er jafngömul upphafi heims- ins, styður konu sína, Ieiðir tvö barnanna og ber hið þriðja. Barnið sem hann ber, rennur út af öxl hans. Hann sleppir hinum tveimur og konu sinni til þess að (aka það upp: þau berast á brott. Hann hefur varla fyrr rétt úr sér í nóttinni sem kveður við af skellum kvoðunnar en hann er rotaður af upprifnu tré. Þykkur flauniurinn varpar honum upp á klett; þegar hann kemnr til nokkurrar með- vitundar, er hann aðeins umkringdur kyrrum aurframburði með trjábolmn á reki, krökk- um af öpum ... Hann grætur í vindinum, sem fjarlá:gist. „Börnin mfn, börnin mín ...“ „— Barnið mitt, svarar líkt og bergmál rödd vindsins, sem allt í einu er orðin hátíðleg, hvar er vatnið? Ég hef bcðið I rúman hálf- tíma ...“ Vishnú bíður hans í skógi liins hreyfingar- lausa bjarma, fyrir framan stóra tréð sem skelfur. Til eru margar úlgáfur af þessari frásögn, allt frá texta Matsya Purana til barnagælanna. I öllum tilheyrir afturkoman til hins „raun- verulega" einnig atburðarás ytraborðsins, þar sem snertingin við ómiðlanlegan leyndardóm er ekki annað en framhald vatnsflóðsins; eins og flutningar mauranna í öðrum sög- um eru guðunum lexía um neindina. Vishnú sjálfur tilheyrir æðri rás ytraborðs ... Það er ekki vegna þess hún var draumur, að seinni tilvera Náradas skiptir engu: það er vegna þess hún var jafnraunveruleg hinni fyrri. Á ntáli Vesturlanda: er ytraborð allt sem háÖ er riki timans. Og allt sent til- heyrir aðeins lífinu er óhreint: Vesturlönd vita af ltvers konar natni Indland hreinsar sig af dauðanum, en þau ættu einnig að vita, að það hreinsar sig ekki síður af fæðingunni ... Baráttan gegn ytraborðsfif/inntngunni, sem byggist á djúpstæðri, áleitinni tímameð- vitund, hefur mótað bæði helgibyggingarlist- ina og líkneskjur helgistaðanna. Musterið er DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.