Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 58

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 58
hvort sem um cr að ræða menningu Súmera eða maórimanna, Grikkja eða Dógona. En Súmerar og Grikkir byggðu þetta samræmi á Sannleika (eins og Maórimenn og Dógonar enn í dag), scm hvarf með þeim. Samt telj- um við okkur arftaka Grikklands; en ekki Súmers, Egyptalands, Kína eða Mcxikó, þó verk þeirra séu okkur engu síður nálæg en styttur Aþenuborgar. Gegn hinu ósigr- andi „aldrei framar", sem hvílir yfir sögu menningarskeiðanna, teflir þessi nálægð stór- brotinni ráðgátu sinni. Ekkert er eftir af þeim mætti sem knúði Egyptaland fram úr nótt forsögunnar; en það afl sem knúði fram Djoser talar til okkar jafnhárri röddu og meistarar Chartres og Rembrandt. Við höf- um ekki sömu tilfinningu fyrir ástinni og höfundur þessarar styttu, jafnvel ekki sömu tilfinningu fyrir dauðanum, ef til vill horf- um við ekki einu sinni á verk hans á sama hátt; cn frammi fyrir því virðist okktir áhrifa- máttur myndhöggvara, sem var gleymdur f fimm þúsund ár, jafnóháður hruni og fæð- ingu nýrra heimsvelda og móðurástin. Cézanne vissi, að stórverk sem virðast beygð undir ytraborðið, eru það ekki að jafnmiklu leyti og lítur út fyrir; hann vissi ekki, að Vesturlönd mundu uppgötva safn, þar sem freskmyndir Nara og uppstillingar Chardins, stytta faraósins Djosers og málverk Cézannes sjálfs túlka sama afl. Á hjálpfúst eða ógn- andi andlit sögunnar varpar listin cndur- skini eilffðar, sem virðist tilheyra henni einni. Á öllum menningarskeiðum hefur hún dregið fram úr kaos ytraborðsins Kkneskjur mismunandi heimsmynda sem maðurinn hefur samræmzt, eða af því sem kallað hefur verið stærstu draumar hans; við þessi endur- vöktu verk munu bætast öll þau verk þar sem lislamaðurinn hefur eyðilagt á augljós- an eða dulinn hátt innra samhengi ytra- borðsins og sett annað i staðinn. Mynd- höggvari Djosers hjó fyrir Egyptaland, mynd- höggvarar Chartres fyrir kristnu kirkjuna; okkar öld færir Vermeer, sem tileinkaði snilldarverk sín hóp amatöra, er margir hverjir litu á hann sem skæðan keppinaut Pieter de Hoogh, fyrstu dyggu aðdáendur sína. Piétá frá Avignon sem tekin hefur verið inn á Louvre, eins og örlögin hafi fal- ið helzta fyrirrennara Cézannes að undirbúa komu hans þangað, er þar fulltrúi þess heims, 56 er mun etja gegn ósigrandi mætti tfmans ósigrandi samstillingu. Evrópubúar flykkjast í tugþúsunda tali á sýningar mexikanskrar og etrúriskrar listar; í hundruðum þúsunda á sýningar sem haldn- ar eru á fjársjóðum Vínar og verkum Rem- brandts; svipaður fjöldi Japana fer að skoða verk Braques, milljónir Amcríkumanna mál- verk Van Gogbs og Picassos. Pílagrimar list- borga eru fleiri en þeir sem fóru til Rómar yfir allt árið helga. Og þó þeir blandi list saman við hamingju, fegurð og augnagaman frammi fyrir líkneskjum Flórens og Feneyja, gcra þeir það ekki í Chartres eða Louxor, né frammi fyrir mcxikönskum og etrúrskum styttum. Það er ekki í nafni hamingjunnar, hinnar hefðbundnu fegurðar eða augnagam- ans, að kvikmyndin gerir Van Gogh að hetju; að minningarathafnir um dauða Rembrandts fóru fram undir forsæti sfðustu konunga Evrópu; að sýning á kirkjurúðum okkar var opnuð af síðasta keisara Asíu; að sovétbú- ar þyrpast á Ermitagehallarsafnið. Múgur manns frá öllum löndum, varla meðvitandi samfélags síns, virðist vænta þess af listinni, að hún fylli f þeim óþekkt tóm. Japanir fóru ekki í pílagrímsfarir til C.har- Ires sem búddhatrúarmenn, né heldur hefðu Sesshu eða Hokusaí farið þangað sem lista- menn; f dag hakla þangað eftirmenn þeirra — og við til Nara. Mennirnir höfðu ekki þekkt annað en einskorðaða listheima eins og trúarbrögð; okkar listheimur er Olymp- usfjall, þar sem allir guðir, öll menningar- skeið, beina máli sfnu til allra manna sem skilja mál listarinnar (eins og vísindin til allra sem skilja þeirra mál ...). Sérhver menning þekkti sfna helgidóma; mannkynið er í þann veginn að uppgötva sfna. Ekki sem merkisstengur sögunnar, eins og 19. öldin áleit það mundi gerast. Á sama hátt og Poussin tekur ekki við af Tintoretto í augum Cézannes, tekur Chartres ekki við af Angkor, Barabúdúr, musterum Aztekanna, né konung- ar Chartres af Kwannon Naraborgar, Fjaðra- slöngunum eða Riddurum Ffdfasar. í fyrsta skipti sameinast öll þessi verk í heimi, þar sem skurðgoðin öðlast nýtt Kf — í heiini þeirra mynda sem mannleg sköpunargáfa hef- ur teflt gegn tfmanum, og fyrstur hefur bor- ið tfmann ofurliði. Emil H. Eyjólfsson þýddi. DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.