Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 67

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 67
Ragnar Jóhannesson: Sælutónn jarðlífsins í Brekkukoti Hugleiðingar um síðustu bók Laxness Löngum hefur gustað um Ilalldór Kiljan Laxness. Verk hans hafa flest verið með þeim hætti, að sýnzt hefur sitt hverjum um þau, og það svo mjög, að ekki hafa orðið harðari átök um nokkurn annan höfund íslenzkan. Og það er vert að gefa því gætur, að það eru fyrst r,g frcmst landar hans, sem deilt hafa svona hart um skáldverk hans. Aðrar þjóðir, og þá einkuin Svíar, virðast hafa orðið fyrri til að leiða skáldið hiklaust og óumdeilanlega til öndvegis í bókmenntaheimi. Yfirburðir hans hafa hlotið þar eindregnari og hispurslausari viðurkenningu en í heimalandinu, þar sem menn hafa frá öndverðu skipzt í tvær harla andsnúnar fylkingar, með honum og móti. Svo snarpur hefur þessi ágreiningur um H. K. L. verið með Islendingum, að andstæðingar hafa talið hann beinlínis varg í véum stjórnmála, trúar og siðgæðis, og svo óalandi og óferjandi, að bækur hans hafa bókstaflega verið bann- færðar á mörgum heimilum. Oft hafa þeir, sem hafa æst sig svona hatramlega upp gegn skáld- inu, litla hugmynd um það, sem þeir voru |)arna að dæma, hafa látið aðra ráða skoðun- um sínum og dómum. Hins vegar hefur okk- ur, sem verið höfum einlægir aðdáendur Kilj- ans áratugum saman, hætt við að taka hverju hans orði með skilyrðislausri hrifningu, — og hefir hin harða andstaða gegn honum mjög stuðlað að því. Þetta hvort tveggja: óbilgjörn andúð annars vegar, allt að því hatur, og skil- yrðislaus aðdáun, jafnvel dýrkun, hins vegar, dagskrá hefir hamlað mjög réttu og skynsamlegu mati á H.K.L. hjá hans eigin þjóð, — bókmennta- þjóðinni víðfrægu. Þegar nánar er að gáð, er þetta þó ofur skiljanlegt. Kiljan hefir aldrei kært sig um að sitja á friðstóli og, að því er virðist stundum, beinlínis boðið árásunum heim. Svo virðist jafnvel stundum, að hann geri sér leik að því að vekja hneykslun; svo hatrömm getur ósvífni hans og baráttugleði sýnzt. Þó held ég, að sjaldan eða aldrei sé það alvöruleysið og stráksskapurinn einn, sem valda því, að hann hneykslar samborgara sína. Til þess tekur hann skáldskapar-köllun sína of alvarlega; hon- um er svo mikið niðri fyrir, viljinn til að bylta og byggja upp svo ákafur, að hann sést ekki alltaf fyrir. Varla hefir nokkur íslendingur, fyrr né síð- ar, haft slíkan undirbúning og menntun til rit- höfundarstarfs sem H.K.L. Hann er mestur heimsborgari íslenzkra skálda. Þessi mikla og alþjóðlega þekking gerði honum ungum fært að líta á íslenzk kjör og menningu úr hæfilegri fjarlægð. Hann ýtti svo hressilega, og stund- um harkalega við þjóð sinni, að hún vaknaði oft við vondan draum: Hver var þessi mað- ur, sem talaði eins og sá, sem valdið hafði, í stjórnmálum, í trúmálum, í listum, í siðferði- efnum, já, yfirleitt um alla skapaða hlutif Hann eirði engu til þess að rífa þjóð sína upp úr doðanum og kotungshættinum, hlífðist ekki við að ráðast á ýmislegt, sem hún taldi sér 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.