Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 68

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 68
heilagt og var upp með sér af. Og hver er sá, sem ekki bregður ónotalega við, þegar stolt hans er sært? Þessi baráttuaðferð Halldórs hlaut óhjá- kvæmilega að koma harðast við þá, sem þröng- sýnastir voru og höfðu asklokið fyrir himin. Þeir, sem byggt hafa um sig múr af smáborg- aralegum hroka, þjóðernisrembingi og bók- stafstrú, eiga erfitt með að fyrirgefa slíkum manni. Þótt íslenzk þjóðmenning ynni margt stórvirkið og næði furðulega háu stigi á ýms- um sviðum, gat það ekki dulizt alþjóðlega menntuðu skáldi, með víðan sjóndeildarhring, á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, að mörg voru orðin örverpi þessarar gömlu menningar. Víða blasti stöðnunin við skyggnu auga. H.K.L. mun snemma hafa séð, að ef nýir menningar- straumar í stjórnmálum, listum og tækni áttu að ná til íslenzku þjóðarinnar, svo að eitt- hvað munaði um, varð að ráðast hispurslaust á lágkúruháttinn í hugsunarhættinum og smá- borgaraskapinn: hugsunarhátt Dofrans. Og það gerði hann því svikalaust og sveið víða undan, og það svo, að enn er langt í land, að allir landar hans fyrirgefi honum, þrátt fyrir Nó- belsverðlaun og viðurkenningu heimsins. En því er á þetta drepið hér, að meiri frið- ur hefir verið um síðustu bók Laxness, Brekku- kotsannál, en nokkra aðra bók hans. Henni heyrist varla eða alls ekki hallmælt. Annállinn virðist hafa orðið öllum hinn mesti aufúsu- gestur. Hjá sumum minna þessar góðu við- tökur helzt á fögnuð hins langlynda föður yfir heimkomu glataða sonarins. Og í fyrsta skipti í rithöfundarsögu Kiljans eru það nú aðrir sem fagna nýrri bók hans meir en gantlir að- dáendur hans. enda þótt þeir séu líka vel ánægðir. Hvað veldur því, að viðtökur Brekkukots- annáls eru svo góðar og einróma: Er gleði Islendinga yfir Nóbelsverðlaunum Laxness svo einlæg og fölskvalaus, að þeir geti nú allir sameinazt í viðurkenningu á verki hans og yfirburðum? Ekki held ég, að sú skýring sé einhlít. Það er skáldverkið sjálft, eðli þess og yfirbragð, sem mestu veldur. I Brekkukr.tsannál er nefni- lega stormahlé. Bardagamaðurinn mikli slíðrar sverð sitt um stund og tekur langspilið af hillunni og lætur strjúka „hlýtt og hljótt hönd við streng sem hlær í viðnum." Og svo haldið sé áfram lýsingu Stephans G.: Ifvergi kemur hetur i Ijós en í þessari bók, að skáldið hefir 66 „átt heiðra drauma vökunætur, séð með vin- um sínum þrátt sólskins rönd um miðja nátt.“ En þó er það misskilningur þeirra, sem lítt þekkja til skáldverka H.K.L., að þetta sé nýr strengur á skáldskaparhörpu hans. Svo víða í verkum hans má finna þessar fíngerðu og nær- færnu sálarlífslýsingar hans, reistar á djúpum og viðkvæmum skilningi á mannlegu eðli og tilfinningum. Þau dæmi eru svo mörg. að ekki er rúm til að benda á þau hér, enda óþarft. Það fer þó víðs fjarri, að nokkurs staðar finn- ist væmni eða ofhlaðin tilíinningasemi í þess- um lýsingum, því að Kiljan er höfunda laus- astur við þá hvimleiðu ókosti í ritum sínum. Enda hefir hann manna bezt kennt þjóð sinni og ungum höfundum, sem fylgja dæmi hans og fyrirmynd, karlmannlegt æðruleysi. En hitt er rétt að hvergi er þessi fínlega nærfærni og hófsamlega ró ríkari en í Brekkukotsannál. En óvarlegt held ég samt að sé, að þeir, sem mest hafa kveinkað sér undan ádeilurit- unt Kiljans og verst hafa þolað harða kenn- ingu hans í fyrri verkunt, dragi þá ályktun af þessari bók, að hann hafi með henni skipt al- gerlega um tón og stefnu, að bardagamaður- inn hafi nú slíðrað brandinn að fullu og öllu og muni nú una við þýða ónta langspilsins það sem eftir er ævi og starfs. Þeir gætu orðið fyr- ir sárum vonbrigðum. Líklegra má telja, að hér sé aðeins um stormahlé að ræða, eins og minnzt var á áðan. Við lestur Brekkukots- annáls finnst mér stundum eins og skáldið sé að Ijúka gamalli skuld, staldri við á há- tindi líís sins og starfs um stund og líti um öxl, í friði og sátt við löngu iiðna fortíð. Oðrum þræði mætti kalla Brekkukotsannál söguna um blekkinguna miklu, lífsblekking- una. Saga og tilvera Garðars Hólms, heims- söngvarans mikla, er ein blekking frá upphafi til enda. Undir hana hillir eins (g þokubakka í hafi, að baki sólglitaðra sunda. Sagan sker ekki úr því fyrir lesanda sinn, hvort til þess er ætlazt, að atburðarásin bíti í sporð sér, hvort æska Álfgríms, drengsins í Brekkukoti, sé upphaf sams konar blekkingar og líf pilts- ins úr Hríngjarabænum varð. Álfgrímur virð- ist stundum vera eins konar skuggi af örlög- um Garðars Hólm. Ósjaldan sér Garðar sjált- an sig í persónu Alfgríms: „Hann horfði á mig í leiðslu og endurtók nafn mitt fyrir munni sér: Alfgrímur; sá sem býr eina nótt með álfum. Alfgrímur — það sem við hefðum allir átt að heita." (Bls. 96). — „Ég er að DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.