Félagsbréf - 01.01.1955, Síða 12

Félagsbréf - 01.01.1955, Síða 12
Avarpsorð Kenning Ara fróða, sú, að skylt sé að hafa það, er sannara reyn- ist, hefur frá öndverðu mótað bókmenntir íslendinga, en þær hafa ætíð verið uppistaðan í menningu þjóðarinnar. Einkunnarorðin: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa“, sem greypt voru í hom~ stein Alþingishússins, eru og náskyld kenningu Ara. Enginn maður þekkir nú fremur en þá nema örlítið brot af sann- leikanum. Þess vegna riður á engu meira en að allir hafi frelsi til að leita sannleikans. Frelsið er vissulega það frjómagn, sem þjóð- lífið má sízt án vera. Jón forseti Sigurðsson, sem mestur og víðsýnastur hefur verið allra íslendinga, brýndi sí og æ fyrir löndum sínum gildi frelsis- ins. Hann lét og ekki sitja við orðin ein, heldur sannaði gildi þeirra í sínum daglegu störfum. Margháttuð bókmenntastörf máttu kallast atvinna Jóns Sig- urðssonar. Hann hlaut viðumefni sitt, forseti, af því, hve lengi hann gegndi forsetastörfum í Hinu íslenzka bókmenntafélagi, og vann þó að ritstörfum og bókaútgáfu fyrir ýmsa aðra. Sjálfur beitti liann sér fyrir útgáfu Nýrra félagsrita og var einn af for- göngumönnum um stofnun Þjóðvinafélagsins. Jón Sigurðsson ótt- aðist því ekki fjölbreytni í félagsskap til útgáfu bóka og lét ekki á sig fá, þótt því væri fleygt, að Ný félagsrit veittu Fjölni harða samkeppni. Nú eru uppi hér á landi aðfluttar kenningar þess efnis, að á fyrstu árum vísindalegra rannsókna hafi fundizt algild lögmál í þjóðfélagsfræðum. Þeir, sem þessum kenningum fylgja, þykjast einir vita allt og telja sjálfsagt, að aðrir séu sviptir skoðana- og rannsóknarfrelsi. Slík einokun og stöðvun sannleiksleitarinnar er andstæð meginstoðum íslenzkrar menningar frá öndverðu. Almenna bókafélagið er félagsskapur þeirra manna, sem efla vilja þessar fornu stoðir þjóðmenningar íslendinga, þeirra, sem trúa því, að enn muni þjóðinni hollast að hafa það, sem sannara reynist.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.